Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:36:02 (3005)

1998-01-27 13:36:02# 122. lþ. 52.96 fundur 177#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:36]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseta er kunnugt um að einn hv. þm. vill gera athugasemd um störf þingsins eins og heimilt er í upphafi þingfundar samkvæmt þingsköpum. Forseta þykir hins vegar óheppilegt að slíkt sé gert áður en teknar eru fyrir óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra en það er fyrsta mál á dagskrá fundarins. Forseti spyr hvort því verði andmælt að athugasemd verði gerð að loknum fyrsta dagskrárlið. --- Svo er ekki. Það verður þá heimilað.