Endurgreiðsla sérfræðikostnaðar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:45:23 (3016)

1998-01-27 13:45:23# 122. lþ. 52.1 fundur 164#B endurgreiðsla sérfræðikostnaðar# (óundirbúin fsp.), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:45]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að hæstv. ráðherra reynir hvað eftir annað að koma sér hjá því að svara beinni spurningu um það hvort til standi að auka hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði. Ráðherra gefur því undir fótinn í dagblaði fyrir helgi, þar sem fram kemur að fyrir liggi ábendingar frá fjmrn. um að slík leið skuli farin og ráðherrann neitar því alls ekki í þessu viðtali, þar sem hún segir að ekki liggi ljóst fyrir hver verða áhrif kjarasamninganna. Má þá draga þá ályktun af þessu að ef áhrif kjarasamninganna verði þannig að um verulegar fjárhæðir verði að ræða, þá verði sjúklingar látnir greiða það með aukinni hlutdeild í kostnaði við læknisþjónustu? Ef ráðherrann svarar þessu ekki, herra forseti, verð ég að draga þá ályktun að slík hugmynd sé á borði hæstv. ráðherra og því hlýt ég að mótmæla harðlega, ef fyrirhugað er að auka hlutdeild sjúklinga í lækniskostnaði. Nóg er nú fyrir.