Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 15:14:01 (3492)

1998-02-05 15:14:01# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:14]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrr í umræðunum í dag fékk ég fyrirspurn um það hvort margir þingmenn Framsfl. væru með fyrirvara við sveitarfélagafrv. og ég svaraði því til að ég teldi að hv. þm. Ólafur Örn Haraldsson og Hjálmar Árnason, hugsanlega einn í viðbót, væru með bókaðan fyrirvara. Því vil ég spyrja úr þessum ræðustól, þar sem viðkomandi þingmaður var að ljúka máli sínu, hvort að það sé ekki réttur skilningur hjá mér að viðkomandi þingmaður, Ólafur Örn Haraldsson, sé með bókaðan fyrirvara við það mál.