Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 16:47:04 (3518)

1998-02-05 16:47:04# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[16:47]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka þakkir mínar til hæstv. umhvrh. Hann hefur tekið af öll tvímæli um að þessi mál eru samtvinnuð. Hann hefur lýst því yfir að hann muni staðfesta hið umdeilda skipulags með þeim breytingum sem hann e.t.v. gerir á þeim fyrir árslok, verði tillögur hæstv. félmrh. um bráðabirgðaákvæði í sveitarstjórnarlögum samþykkt. Verði það hins vegar ekki samþykkt, þá mun hæstv. ráðherra ekki treysta sér til þess. Þetta liggur fyrir og það er vissulega mikilvægt innlegg í málið.

Því miður er ekki tilefni til þess að ræða tillögu um svæðisskipulag hálendisins en ef til þess væri svigrúm mundi ég nota það til að gera fjölmargar athugasemdir. Ég mundi ekki bara gera athugasemdir við tillögurnar í skipulaginu heldur einnig að það skyldi unnið áður en stjórnvöld lýstu vilja sínum um nýtingu lands og landgæða í dag.