Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 17:49:16 (3529)

1998-02-05 17:49:16# 122. lþ. 60.3 fundur 238. mál: #A stjórnarskipunarlög# (eignarréttur á náttúruauðæfum og landi) frv., GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[17:49]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að vekja athygli hv. þm. á því að hér streðar Alþfl. við að kljúfa Alþb. Hannibal lét sér nægja að kljúfa rekavið vestur á fjörðum en hér er sameiningarumræðan á þeirri braut að heggur sá sem hlífa skyldi og ræðst að Alþb. Hér hafa því orðið í dag að mínu viti stórpólitísk tíðindi. Sameiningarferlinu hlýtur að ljúka.