Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:03:13 (4985)

1998-03-23 15:03:13# 122. lþ. 92.91 fundur 275#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:03]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Að loknum 1. dagskrárliðnum, fyrirspurnum til ráðherra, fer fram atkvæðagreiðsla um 1.--7. dagskrármál að báðum meðtöldum og síðan fer fram umræða utan dagskrár um stöðuna í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Málshefjandi er Sighvatur Björgvinsson og hæstv. forsrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða.