Hvalveiðar

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:21:07 (4997)

1998-03-23 15:21:07# 122. lþ. 92.1 fundur 268#B hvalveiðar# (óundirbúin fsp.), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:21]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það væri áhugavert, ekki síst vegna þess að hér liggur fyrir tillaga átta stjórnarþingmanna um að hefja hvalveiðar, ef ráðherrann upplýsti frekar um þetta kynningarstarf. Telur hann að það hafi borið þann árangur að viturlegt væri að samþykkja tillöguna sem liggur fyrir eða er enn frekara kynningarstarfs þörf?

Jafnframt væri gott ef það væri rifjað upp fyrir okkur til hvers var ætlast með samráðinu. Ef ég man rétt átti samráðshópurinn m.a. að standa fyrir ákveðnum kynningum. Það er greinilega ekki komið að því enn þá. Ef til vill misminnir mig en það væri gott ef hæstv. ráðherra vildi rifja upp með okkur hvert erindisbréf starfshópsins var sem tilnefnt var í fyrir tæpu ári en hefur enn ekki verið kallaður saman.