Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 22:33:35 (5192)

1998-03-25 22:33:35# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[22:33]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að deila við hv. 17. þm. Reykv. um þetta atriði. Útkoman úr kjarasamningunum sýnir sig. Ég tel að þeir hafi tekist farsællega.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem borin er fram miðlunartillaga. En í nýrri vinnulöggjöf er ítarlega gefin forskrift um hvernig sáttasemjari skuli bera fram miðlunartillögu og hvaða skilyrðum þurfi að uppfylla áður en miðlunartillagan er borin fram og það er það sem ég var að benda á. Sáttasemjari uppfyllti öll þau skilyrði og bar fram miðlunartillögu þegar hann hafði þrautreynt aðrar leiðir.