Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 16:06:20 (5924)

1998-04-29 16:06:20# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[16:06]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér er að sjálfsögðu verkefni fyrir Orðabók Háskólans að fara ofan í og rekja sporin. En varðandi textaskýringuna á brautryðjandanum, já sporgöngumanninum í málskilningi hv. þm., þá kemur mér helst í hug, í sambandi við svör hins umtalaða sporgöngumanns varðandi málið og spurninguna ,,hver á Ísland?``, sú niðurstaða sem þingmaðurinn og fyrrverandi ráðherra ruddi brautina fyrir, sem aðaldráttarklár í að koma Íslandi inn í hið Evrópóska efnahagssvæði. Þar var niðurstaðan sú að gera rétt útlendinga, úr allri Vestur-Evrópu að heita má, að frádregnu Sviss, hinn sama og Íslendinga, varðandi möguleika til að eignast hér land til einkaeignar og nytja landsins gæði.