Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:54:28 (6047)

1998-04-30 11:54:28# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:54]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt 12. gr. skipulagslaganna kemur það alveg skýrt fram að svæðisskipulag skal gert að frumkvæði viðkomandi sveitarstjórna eða Skipulagsstofnunar. Þar er auðvitað verið að fjalla um að vinna að skipulagi alls landsins (ÖS: Ekki utan marka sveitarfélaga samanber 2. mgr.) (ÁMM: Landinu á að skipta í sveitarfélög.) Það er grundvallaratriði og kemur fram í 1. gr. frv. að skipta á landinu öllu upp á milli sveitarfélaganna. Síðan kemur svæðisskipulagsvinnan þar sem fleiri fulltrúar koma að þannig að frumkvæðið getur líka verið Skipulagsstofnun ríkisins og það tel ég vera mikilvægt innlegg í þessa umræðu að það eru ekki bara sveitarstjórnirnar sem geta komið af stað svæðisskipulagi heldur einnig Skipulagsstofnun ríkisins. Með því tel ég að mjög vel sé fyrir öllum endum þessa máls séð.