Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:56:53 (6049)

1998-04-30 11:56:53# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:56]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þau hafi ráð til þess að ráða við þau veigamiklu verkefni. Það er mín skoðun. Ég vísa til þess sem segir í 81. gr. frv. þar sem fjallað er um samstarf sveitarfélaganna, að gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti átt samstarf í byggðasamlögum, í héraðsnefndum, innan landshlutasamtaka eða á vettvangi Sambands ísl. sveitarfélaga.

Niðurstaða margra lítilla sveitarfélaga sem hafa ekki mikla möguleika hefur verið sú að sinna lögbundnum skyldum sínum í gegnum samstarf í byggðasamlagi þannig að ég tel að frv. leysi úr þessu og sveitarfélögin eigi að geta sinnt þessum lögboðnu verkefnum.

Hins vegar get ég alveg tekið undir það sem mér fannst koma fram hjá hv. þm. að sveitarfélögin mörg hver eru allt of lítil. En þróunin hefur verið sú að þau hafa með sameiningu verið að stækka og ég trúi því að alveg á næstu árum muni sveitarfélög stækka og verða öflugri.