Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 07. maí 1998, kl. 23:48:45 (6289)

1998-05-07 23:48:45# 122. lþ. 120.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 122. lþ.

[23:48]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. ,,Ég sigli ei skýin, ég sigli sjá, svaraði kappinn og hló.`` Við vinnum ekki í pólitík eftir skoðanakönnunum. En hverjir mælast hátt í skoðanakönnunum? Mér skilst að Sjálfstfl. sé að mælast með 45%. Hvað er Alþfl. að mælast með sem hefur haft hátt í umræðunni? Hvar er blessaður Þjóðvaki sem hefur jafnvel talað í heilan sólarhring? Hann á ekkert atkvæði á bak við sig. Þeir mælast ekki einu sinni þingmennirnir sem eru eftir í flokknum þannig að það þýðir ekkert að tala um það. Vissulega þarf að semja nýtt frv. fyrir næsta þing. (ÖS: Þá er hitt ónýtt.) Nei, það þarf alltaf að gera við upphaf hvers þings. En hér þarf aðeins að breyta orðalagi og hæstv. umhvrh. gæti þegar samið frv. upp og sagt að í stað þeirra sveitarfélaga sem liggja að miðhálendinu komi héraðsnefndir eða sveitarstjórnir viðkomandi kjördæma. Þá er ég sáttur og þá sýnir það að allir landsmenn munu koma að þessari skipulagsheild.