Ákvæði um hvíldartíma og yfirlýsing forseta

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 10:53:21 (6479)

1998-05-12 10:53:21# 122. lþ. 125.94 fundur 378#B ákvæði um hvíldartíma og yfirlýsing forseta# (um fundarstjórn), Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[10:53]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna orða hv. 5. þm. Reykn. um fundarstjórn forseta er rétt að geta þess að þær umræður sem hér fóru fram um frestun á fundi hv. félmn. urðu mjög seint og það var mat forseta, vegna þess að boðaðir höfðu verið gestir á fundi nefndarinnar, að það væri ekki forsvaranlegt að hringja eftir miðnætti og afboða gesti til fundarins. Það yrði því að láta á það reyna hverjir gætu og treystu sér til að mæta og sitja þann fund. Það var sú niðurstaða sem forseti komst að og ég vænti þess að hv. þingmenn meti það vegna þess að forseti telur afar mikilvægt að góður bragur sé á því þegar gestir eru boðaðir til nefndafunda og ekki sé verið að afboða fundi, allra síst um hánótt.