Ummæli forsætisráðherra í fréttatíma sjónvarps

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 20:53:54 (6644)

1998-05-15 20:53:54# 122. lþ. 128.93 fundur 394#B ummæli forsætisráðherra í fréttatíma sjónvarps# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[20:53]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill vegna orða hv. þm. að það sé ljóst að það voru hans orð en ekki forseta að þetta væru ómagaorð sem ekki þurfi að taka mark á. Það voru ekki orð forseta. Hv. þm. á að vera kunnugt um það, a.m.k. formönnum þingflokka, að umræðum um ræðutíma í endurskoðunarstarfinu varðandi þingsköpin er ekki lokið. Það mál höfum við rætt en ekki komist að niðurstöðu í því.

Forseti vill aðeins í lok þessarar umræðu taka undir það að auðvitað þarf að verða sátt um þingstörfin. Forseti mun leggja sig fram um að svo geti orðið þrátt fyrir verulegan ágreining sem hér er uppi þessa daga.