Húsnæðismál

Laugardaginn 16. maí 1998, kl. 15:46:03 (6665)

1998-05-16 15:46:03# 122. lþ. 129.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 122. lþ.

[15:46]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. getur hvergi fært þessu síðasta stað. Það var reyndar óheppilegt að hann skyldi í tiltölulega málefnalegu andsvari enda með svo ósmekklegum hætti. (ÖJ: Með hverju?) Vegna þess sem hv. þm. nefndi, um skort á svörum, þá hefur svörin ekki skort. (ÖJ: Hvað var ósmekklegt í mínu máli?) Að segja að ég hafi farið með skæting hér, hv. þm., ef þú vilt endilega heyra það aftur, sem þú ættir nú ekki að biðja um.

En varðandi sem hv. þm. sagði, svo ég fái að klára það, um að það vantaði svör þá hefur hæstv. félmrh. veitt svör. Hann hefur veitt svör. (ÖJ: Ekki við þessu. Ekki við þessari spurningu.) Hv. þm. segir að svörin séu blekkingar og trúir þeim ekki. Auðvitað geta menn staðið þannig (Gripið fram í.) að taka ekki mark á þeim svörum sem gefin eru. Við því er ekkert að segja. Menn gefa sín svör af samviskusemi og einurð og festu og ef menn vilja ekki trúa þeim þá þeir um það. Hv. þm. vitnaði í orð höfð eftir hæstv. félmrh. sem gengu þvert á OECD-skýrsluna. Ég tek heils hugar undir með hæstv. félmrh. Hans svör eru hin réttu. Skýrsla OECD er röng í þessum efnum. Ég trúi félmrh. og það ætti hv. þm. að gera líka.