Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:53:31 (7048)

1998-05-28 09:53:31# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:53]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er komið að því að leggja félagslega húsnæðiskerfið á Íslandi niður í þeirri mynd sem við höfum þekkt það. Það hefur þjónað íslensku launafólki vel þegar á heildina er litið. Á því hafa vissulega verið ýmsir vankantar og niðurskurður undangenginna ára hefur leikið það grátt.

Verkalýðshreyfingin hefur lagt til ýmsar róttækar breytingar á kerfinu, að valfrelsi einstaklinganna yrði aukið og kerfið gert sveigjanlegra á alla lund. Í stað þess að taka í útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar og ganga til samstarfs um breytingar á kerfinu ákvað Sjálfstfl. að láta Framsfl. taka í hönd fjármagnsins og umbylta húsnæðiskerfinu með því að tengja það markaðsvöxtum. Framsfl. á eftir að átta sig á því að hann hvílir ekki í vinarfaðmi heldur í vinarklóm.

Ég óska frjálshyggjudeild Sjálfstfl. til hamingju, og þá einnig Félagi fasteignasala, með árangurinn. Að sjálfsögðu verður reynt að lappa upp á það kerfi sem nú verður til og skapa því félagslegar undirstöður. Samtök launafólks munu ekki láta sitt eftir liggja í því efni. Við þessu frv. segi ég hins vegar nei.