Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 19:33:59 (207)

1997-10-08 19:33:59# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[19:33]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það standa ekki til neinar kýlingar. Auðvitað verður samið um þessa hluti og það er engum stillt upp við vegg, hvorki ríki né sveitarfélögum. Þessi samtöl fara fram í góðu og ég hef enga trú á öðru og ég er þess fullviss að við náum niðurstöðu. Það eru mikil fjármálaleg samskipti milli ríkisins og sveitarfélaganna og við höfum bara samið um það áfram. Ég hef ekki komið nálægt neinum lögguskatti og ætla ekki að gera. Jöfnunarsjóður stendur með sínar tekjur eins og hann á að gera og það hafa ekki orðið nein slík uppþot í minni tíð.