Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 14. október 1997, kl. 16:16:30 (456)

1997-10-14 16:16:30# 122. lþ. 8.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[16:16]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get út af fyrir sig tekið undir það hjá hv. þm. að auknum umsvifum fylgir aukinn kostnaður. Hins vegar var ekki gerð grein fyrir því þegar við samþykktum sérstaka fjárveitingu til nýrrar stöðu hjá sjúkrahúsinu að þeirri ákvörðun fylgdu einhverjar 70 millj. Vel kann að vera að það hafi í raun legið undir en eins og hv. þm. þekkja var við afgreiðslu síðustu fjárlaga veitt heimild til þess að ráða í nýja stöðu við sjúkrahúsið. Þetta þarf að skoða allt saman og verður vafalaust kynnt fyrir hv. fjárln. þegar hún fjallar um málefni þessara stofnana og í fyrramálið koma fulltrúar heilbr.- og trmrn. fyrir fjárln. til þess að skýra þátt þess ráðuneytis í fjárlagafrv. og fjáraukalagafrv. Þá verður þetta e.t.v. upplýst en ég hafði í það minnsta ekki gert mér grein fyrir því, hæstv. forseti, að ákvörðun okkar á síðasta ári fylgdi svo mikill viðbótarkostnaður.