Almannatryggingar

Þriðjudaginn 14. október 1997, kl. 18:29:39 (481)

1997-10-14 18:29:39# 122. lþ. 8.8 fundur 15. mál: #A almannatryggingar# (launaviðmiðun lífeyrisgreiðslna o.fl.) frv., GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[18:29]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef löngum séð að þeir menn sem hafa farið í gegnum marga flokka búa yfir þeirri reynslu og þeirri lífssýn að þeir viðurkenna það sem vel er gert. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu náð ágætum tökum á ríkisfjármálunum. (ÖS: Þó það nú væri.) Þetta heyrist ekki úr munni margra stjórnarandstæðinga. Hann sagði enn fremur: Þess vegna verður kaupmáttaraukning á næstu árum. Hvort tveggja er rétt hjá hv. þm. Þess vegna segi ég að ég treysti því að í báðum stjórnarflokkunum sé sá meiri hluti fyrir hendi sem muni jafnvel sjá til þess að þeir fátækustu meðal aldraðra, sem eiga virkilega erfitt, muni ná lengra en sem nemur þeirri kaupmáttaraukningu sem blasir við. (ÖS: Mikil er trú þín, kona.) Þetta eru lokaorð mín við hv. þm. um leið og ég þakka honum málefnalega ræðu.