Loftslagsbreytingar

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 18:20:40 (1303)

1997-11-17 18:20:40# 122. lþ. 26.8 fundur 180. mál: #A loftslagsbreytingar# skýrsl, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[18:20]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Með sama hætti og ég hef sagt að við ætlum ekki að lýsa því yfir fyrir fram að við mundum undirrita þennan sáttmála hvað sem á dyndi og hv. þm. hefur sagt að hann sé sammála þeim meginsjónarmiðum, hef ég ekki sett fram neina úrslitakosti af okkar hálfu, við höfum ekki gert það. Það liggur fyrir og það er rétt mat hjá honum. En við hljótum að meta samninginn í heild, hvernig hann horfir við okkur, hvort sanngirni hefur verið sýnd við gerð samningsins og ef hann verður undirritaður, núna í Kyoto eða síðar sem ég mundi heldur vænta, þurfum við að skoða þá málamiðlun í heild út frá okkar hagsmunum með sama hætti og aðrar þjóðir láta sína hagsmuni hafa áhrif á niðurstöðuna.