Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 19. nóvember 1997, kl. 13:32:15 (1390)

1997-11-19 13:32:15# 122. lþ. 28.91 fundur 95#B tilkynning um dagskrá#, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur

[13:32]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill tilkynna um utandagskrárumræðu. Í dag kl. 3.30 síðdegis fer fram umræða utan dagskrár um rekstrargrundvöll landvinnslu í samkeppni við sjóvinnslu um borð í frystiskipum. Málshefjandi er Guðni Ágústsson. Sjútvrh. Þorsteinn Pálsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og mun standa í allt að hálfa klukkustund.