Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 18:39:32 (1801)

1997-12-05 18:39:32# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[18:39]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Mér er alveg ljóst ákvæði sveitarstjórnarlaga hvað varðar afrétti eins og við þekkjum líka hér þó að eignarákvæði eða eignarstaða sé mjög víða óljós. Hins vegar tel ég ekki rétt að skilgreina allt miðhálendið sem annaðhvort afrétti eða jökla. Það er uppsetning hæstv. félmrh. sem hann gerir hér að umtalsefni. Ég lít svo á að þetta frv. --- ég get að vísu ekki farið nema lítillega í það hér --- feli í sér miklu meiri heimildir almennt til sveitarfélaga sérstaklega hvað varðar skipulagsmál en núgildandi lög og nái yfir víðtækara svæði en einungis jökla. Það er ekki rétt að það sé hægt að draga línuna eins og hæstv. ráðherra gerði hér með því að segja: ,,Allt miðhálendið skiptist í tvennt, þ.e. í jökla og afrétt.``