Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 20:55:01 (1923)

1997-12-09 20:55:01# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[20:55]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. 12. þm. Reykv. gat þess réttilega að gert er ráð fyrir töluvert auknum útgjöldum til tryggingamála. En ég var einungis að vekja athygli á útgjöldum til sjúkrahúsanna í Reykjavík í ræðu minni. Þar kom fram sú staðreynd að þar hefur ekki verið um niðurskurð að ræða heldur aukin raunútgjöld á tímabilinu 1990--1996. En vissulega hafa útgjöld tryggingakerfisins verið að aukast og það þekkjum við mjög vel af umfjöllun um fjárlög þessa árs, næsta árs og fyrri ára.