Háskólar

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 14:29:51 (2539)

1997-12-17 14:29:51# 122. lþ. 46.7 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[14:29]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Í sjálfu sér kemur mér ekki á óvart að hv. þm. telji svör mín ófullnægjandi. Ég hef svarað þessu með þessum hætti í öllum þeim umræðum sem orðið hafa um frv. og sé ekki ástæðu til að breyta því nú við 3. umr. frv. En ég get ekki svarað á annan veg en ég hef gert.

Þetta eru þær ástæður sem ég tel liggja að baki þessum lagagreinum og þannig verður staðið að framkvæmd þeirra. En ef hv. þm. telur um ófullnægjandi svör að ræða, get ég ekki bætt úr því frekar en orðið er.