Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 76 – 76. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Flm.: Sturla Böðvarsson, Árni M. Mathiesen, Einar K. Guðfinnsson,


Guðjón Guðmundsson, Tómas Ingi Olrich, Árni R. Árnason.



1. gr.

    Við A-lið 1. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: Tekjur skv. 2. mgr. A-liðar 7. gr. sem aflað er við rannsókna- eða þróunarverkefni að fjárhæð allt að 500.000 kr. Skilyrði þess að skattstjóri veiti slíka undanþágu er að umsögn liggi fyrir um verkefnið frá Rannsóknarráði Íslands sem hafi staðfest það sem rannsókna- og þróunarverkefni og skráð sem slíkt. Fjármálaráðherra skal setja reglur um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.

    Við 31. gr. laganna bætist nýr töluliður er orðast svo: Jafnháa fjárhæð og færð hefur verið til gjalda sem rekstrarkostnaður skv. 1. tölul. við rannsókna- og þróunarverkefni samkvæmt nánari skilyrðum sem fjármálaráðherra setur í reglugerð. Frádráttur þessi skal einungis heim ill fyrir verkefnabundna rannsókna- og þróunarstarfsemi sem Rannsóknarráð Íslands hefur staðfest.

3. gr.

    Við 2. mgr. 31. gr. A bætist nýr stafliður, c-liður, sem orðast svo: Jafnháa fjárhæð og ár lega er færð skv. b-lið þessarar málsgreinar, enda sé um að ræða kostnað fyrirtækis við öflun einkaleyfis eða hönnunarverndar til að hagnýta þekkingu sem rekstraraðili hefur sjálfur aflað með rannsókna- og þróunarstarfsemi á eigin vegum eða í samvinnu við rannsóknastofnanir. Frádráttur þessi skal einungis heimill fyrir verkefnabundna rannsókna- og þróunarstarfsemi sem Rannsóknarráð Íslands hefur staðfest.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta var lagt fram á 120. og 121. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu og er nú lagt fram að nýju.
    Framfarir og framþróun í atvinnulífinu byggjast að verulegu leyti á rannsóknum. Mörg dæmi eru um mikinn kostnað við rannsóknir og þróun sem fyrirtæki og einstaklingar hafa þurft að leggja í til að hefja starfsemi eða þróa starfsemi sína. Fleiri dæmi eru eflaust um að rannsóknir hafi ekki farið fram áður en fjárfest var í búnaði, tækjum og byggingum sem engan arð báru en koma hefði mátt í veg fyrir með rannsóknum. Slík tilvik hafa kostað þjóðarbúið mikið.
    Það er því skoðun flutningsmanna að hvetja eigi til rannsókna og hvers konar þróunar starfa. Það leiði til framfara, auki hagsæld og skili sér til ríkissjóðs með tekjum af öflugra atvinnulífi. Rannsóknaverkefni af ýmsu tagi eru atvinnulífinu afar mikilvæg og brýn. Sé litið til nýrrar aldar er augljóst að auka verður þann þátt. Því er mikilvægt að fyrirtæki fái hvatn ingu eins og hér er gert ráð fyrir til að efla rannsóknir á öllum sviðum. Þar með yrðu rann sóknir hagnýtari þar sem þær miðuðust við þarfir atvinnulífsins.
    Sú kenning er viðurkennd að vöxtur atvinnulífsins á komandi árum felist í uppbyggingu smárra fyrirtækja. Lítil fyrirtæki hafa ekki burði til að sinna miklum rannsóknum eða þróun en með hvatningu eins og þeirri sem frumvarpið gerir ráð fyrir gætu þau sinnt slíkri starfsemi í samstarfi við stærri fyrirtæki, auk þess sem svigrúm og möguleikar þeirra til þess að stunda rannsóknir og þróun á eigin vegum ykjust. Það er mat flutningsmanna að samþykkt frum varpsins muni auka rannsókna- og þróunarstarf í smærri fyrirtækjum, svo og þátttöku stærri fyrirtækja í því starfi.

Markmið.

    Það hefur lengi verið markmið að auka hlut fyrirtækja í fjármögnun og framkvæmd rann sókna. Með stofnun Rannsóknasjóðs í vörslu Rannsóknarráðs Íslands var stigið mikilvægt skref í þá átt og hefur það sýnt sig að þátttaka fyrirtækja í rannsóknum hefur aukist. Mark miðið með frumvarpi þessu er að auka hlut fyrirtækja í fjármögnun og framkvæmd rannsókna enn frekar. Enn fremur að auðvelda öflun einkaleyfa og hlutafjár á vegum eigenda fyrirtækja með vinnuframlagi við viðurkenndar rannsóknir og þróunarstörf. Það mun síðan draga úr þörf fyrir sérstakar aðgerðir af hálfu hins opinbera.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Greinin gerir ráð fyrir tilfellum þar sem einstaklingar taka þátt í þróunar- og rannsókna verkefnum. Til slíkra verkefna telst t.d. öflun verkefna erlendis sem í mörgum tilfellum skila ekki arði fyrr en eftir langan tíma. Einnig er um að ræða verkefni sem lítil einstaklingsfyrir tæki vinna að, t.d. þróun nýrrar framleiðsluvöru þar sem langur tími líður þar til hún skilar arði. Oft á tíðum byggist verðmætasköpunin í slíkum verkefnum á mikilli og fórnfúsri vinnu þeirra einstaklinga sem leggja vinnuframlag sitt til viðkomandi verkefnis. Ekki er hægt að sýna vinnuframlag í bókhaldi því að þá þarf að greiða tekjuskatt af því. Þetta leiðir til þess að verðlagning á verkefninu verður röng og oft heftir það framgang verkefnanna. Enn fremur er hægt að nefna dæmi um verkefnaöflun erlendis þar sem gerðir hafa verið samningar um kostnaðarþátttöku innlenda aðilans sem í mörgum tilfellum er vinnuframlag. Í mörgum tilfell um verður slík kostnaðarþátttaka erfiðari, sérstaklega hjá minni fyrirtækjum, því að greiða þarf tekjuskatt af vinnuframlaginu.
    Ákvæðið miðast við að heimilt verði að sækja um lækkun á tekjuskattsstofni þeirra ein staklinga, sem leggja fram vinnu í rannsókna- og þróunarverkefni, um 500.000 kr., þar til ljóst verður hvort verkefnið skilar arði eða ekki. Fá verður viðurkenningu Rannsóknarráðs á því að verkefnið teljist rannsókna- og þróunarverkefni og veitir skattstjóri síðan heimild. Fjárhæðin er óveruleg miðað við þá vinnu sem venjulega er lögð í rannsókna- og þróunar verkefni og verður í flestum tilvikum aðeins lítill hluti heildarkostnaðar vegna vinnu.

Um 2. gr.


    Lagt er til að fyrirtæki sem stunda markvisst rannsókna- og þróunarstarf fái heimild til að gjaldfæra tvöfaldan þann kostnað sem þau hafa lagt í þróun eða rannsóknir. Þetta er beinlínis gert til að lækka skattskyldar tekjur viðkomandi fyrirtækja og hvetja fyrirtæki til þess að leggja fjármuni í rannsókna- og þróunarstörf.
    Erfitt er að meta áhrif heimildarákvæða 2. gr. frumvarpsins. Hægt er þó að benda á þrjú atriði:
—    Með því að lækka skattstofn fyrirtækja mun afkoma þeirra batna.
—    Áhrif á möguleika fyrirtækjanna til þess að ráða meiru um eigin framtíð án þess að þurfa að hætta öllu til eða takmarka getu sína við að bregðast við breyttum ytri aðstæðum sem áhrif hafa á reksturinn.
—    Líkur á auknum framlögum fyrirtækja til rannsókna- og þróunarstarfsemi.

Dæmi um áhrif frumvarpsins á afkomu fyrirtækja.



    Án álags     Með 100% álagi
Bein áhrif á afkomu fyrirtækis:     %     %
         

Heildartekjur          100     100
Rekstrarhagnaður af rannsókna- og þróunarverkefni          20     20
Eigið framlag til rannsókna- og þróunarverkefna          –5     –5
Ívilnun fyrir framlög til rannsókna- og þróunarstarfsemi          0     –5

Stofn til tekjuskatts          15     10
Tekjuskattur (33%)          –4,95     –3,30

Hagnaður fyrir breytingar á eigin fé          10,05     6,75
Leiðrétting vegna rannsókna- og þróunarálags          0     5

Eigið fé til næsta árs           10,05     11,75

    Í dæminu breytist afkoma fyrirtækisins lítið þrátt fyrir verulega hækkun á rannsókna- og þróunarframlagi fyrirtækisins. Hins vegar geta stjórnendur fyrirtækisins hlutast mun meira til um framtíð þess með ákvörðunum um þátttöku í rannsókna- og þróunarstarfi. Jafnframt er haldið opnum möguleikum fyrirtækisins til umsvifa sem eru í reynd mun meiri en ef heim ildin væri ekki til staðar. Með þessari heimild geta stjórnendur haft meiri áhrif á rekstrar grundvöll eigin fyrirtækis.
    Ekki verður með neinni vissu spáð fyrir um aukin framlög fyrirtækjanna til rannsókna- og þróunarstarfsemi ef sú heimild sem hér um ræðir verður lögfest. Þó má leiða líkur að því að aukningin verði nokkur og liggja til þess nokkrar ástæður.
    Með því að takmarka réttinn til að nota heimildina við þau fyrirtæki sem verja umtalsverð um fjármunum til rannsókna- og þróunarstarfsemi er verið að skapa rýmri skilyrði til slíkra verka hjá fyrirtækjum þar sem skilningur ríkir á mikilvægi rannsókna- og þróunarstarfs og á tækifærunum sem í því felast.
    Einnig er vert að benda á að rýmri möguleikar fyrirtækjanna til þess að fjárfesta í rann sókna- og þróunarstarfsemi sem skattaívilnun skapar ættu að geta leitt til þess að rannsókna verkefnin verði umfangsmeiri og um leið markvissari. Því meira sem fyrirtækin leggja til ein stakra verkefna þeim mun meira er í húfi að vel takist til. Þannig ætti að fást aukin trygging fyrir markvissri stjórnun verkefnanna.
    Geta fyrirtækjanna við núverandi aðstæður til þess að verja tiltölulega háum fjárhæðum til rannsókna- og þróunarverkefna takmarkar líklega nokkuð viðleitni til að stytta úrlausnar tíma verkefnanna. Dæmi eru um að of langur tími líði uns niðurstöður rannsóknaverkefna liggja fyrir og það leiði til þess að tækifæri renna úr greipum fyrirtækja. Með samþykkt frum varpsins ætti að fást nokkur úrlausn í þessu efni. Þetta atriði, sem og þau sem áður var getið, ræðst mest af þeim ákvörðunum sem stjórnendur fyrirtækjanna taka.
    Í greininni er gert ráð fyrir að skattstjóri úrskurði um heimild til frádráttar, að fenginni um sókn fyrirtækisins, en hún skal staðfest af löggiltum endurskoðanda fyrirtækisins. Það hvílir á herðum endurskoðandans að fylgja reglum um hvað telst rannsókna- og þróunarkostnaður samkvæmt ákvæðum reglugerðar sem sett yrði samkvæmt þessari grein.
    Þeim sem nýta sér heimildina er skylt að halda sérstakt bókhald fyrir rannsókna- og þróun arverkefnin sem fyrirtækið tekur þátt í. Í álitamálum skal skattstjóri leita umsagnar Rann sóknarráðs um hvort tæknilegt nýnæmi og framvinda verkefnisins sé þannig að fullvíst sé að alvara fylgi málum. Ráðið fær nauðsynlegar upplýsingar beint frá fyrirtækjum sem í hlut eiga.
    Í reglugerð skal kveðið á um hvaða kostnaðarliðir heyra til rannsókna- og þróunarkostnað ar. Við samningu reglugerðarinnar má taka mið af skilgreiningum OECD og Evrópusam bandsins svo að samsvörun náist við þær aðstæður sem fyrirtækjum í samkeppnislöndum okk ar eru búnar. Jafnframt verði höfð hliðsjón af alþjóðlegum reikningsskilastaðli nr. 9, en hann fjallar um reikningsskil fyrir rannsókna- og þróunarstarfsemi. Í reglugerð skal fylgt þeirri meginreglu að einungis verði meðtalinn kostnaður lögaðila sem beinlínis verður rakinn til verkefnisins sem sótt er um heimild fyrir. Stofnkostnaður lýtur öðrum reglum samkvæmt lög um um tekjuskatt og eignarskatt. Ekki er heimilt að reikna sem eigin framlög styrki sem opin berir sjóðir veita til verkefnanna.

Um 3. gr.


    Með þessu ákvæði er verið að tryggja hagsmuni íslenskra fyrirtækja vegna tækniþekkingar sem þau hafa lagt í kostnað við og aflað með rannsókna- og þróunarstarfsemi sem annaðhvort hefur verið stunduð hjá þeim sjálfum eða í vísindastofnunum, samkvæmt samningum, hvort sem um er að ræða háskólastofnanir eða aðrar. Það er mikilvægt að hvetja og styðja nýsköp unarverkefni fyrirtækjanna um leið og tryggja verður að ávinningur af rannsókna- og þróun arstarfinu hafni hjá þeim sem borið hafa kostnaðinn. Þetta ákvæði má skoða sem aukinn opin beran stuðning við rannsókna- og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna í landinu.
    Ekki þykir annað fært en að bæði einkaleyfishæfar uppfinningar og vörur sem þróaðar hafa verið og njóta verndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/1993, um hönnunarvernd, falli undir þetta ákvæði.
    Gera má ráð fyrir að útlagður kostnaður fyrirtækis fram að veitingu einkaleyfis hér á landi gæti verið 200 þús. kr. Sótt er um 20–30 einkaleyfi á ári og má gera ráð fyrir að fjórða hver umsókn endi með veitingu einkaleyfis sem bundið er við Ísland. Sé gert ráð fyrir að meðal kostnaður við öflun einkaleyfis í öðrum löndum sé 250 þús. kr. og sótt sé um einkaleyfi fyrir veitt íslensk einkaleyfi í átta löndum er kostnaðurinn um 10 millj. kr. Bókfært 100% álag nemur þá tvöfaldri þeirri upphæð og tekjuminnkun hins opinbera því 5 millj. kr. frá því sem nú er. Hér er um óverulega upphæð að ræða en kostnaður fyrirtækjanna af því að sleppa einkaleyfisumsóknum getur hins vegar verið verulegur, einkum ef haft er í huga að í rann sókna- og þróunarstarfinu hefur fyrirtæki með stuðningi opinberra aðila, háskóla, rannsókna stofnana og sjóða einatt varið tugum milljóna króna í verkefnið. Mikilvægt er að tryggja frek ari árangur af rannsókna- og þróunarstarfi með því að hvetja fyrirtæki til að afla einkaleyfis- og hönnunarverndar að því loknu.

Um 4. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.