Ferill 85. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 85 – 85. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum .

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Halldórsdóttir,


Margrét Frímannsdóttir, Kristján Pálsson .



1. gr.


    Við 1. mgr. 66. gr. laganna bætist nýr töluliður, er verður 5. tölul., svohljóðandi: Ef maður hefur veruleg útgjöld vegna tannviðgerða og gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sökum.

2. gr.

    Við 2. mgr. A-liðar 68. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er heimilt að greiða út að hluta eða að öllu leyti, eftir mati skattstjóra, þann hluta sem þá er óráðstafað ef uppfyllt er skilyrði 66. gr. til lækkunar á tekjuskattsstofni.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Útgjöld heimilanna vegna tannlæknisþjónustu hafa rúmlega þrefaldast á 15 ára tímabili, 1980–95. Markmið þessa frumvarps er að létta undir með þeim sem hafa veruleg útgjöld vegna tannlækninga. Lagt er til að skattstjóra verði veitt heimild til að veita sérstaka skattí vilnun þegar svo stendur á að gjaldþol skerðist verulega af þessum sökum.
    Í 66. gr. skattalaga eru ýmis ákvæði sem heimila skattstjórum að lækka tekjustofn ef gjald þol skattgreiðanda skerðist verulega. Um er að ræða eftirfarandi tilvik:
     1.     Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjaldþol manns verulega.
     2.     Ef á framfæri manns er barn sem haldið er langvinnum sjúkdómum eða er fatlað eða vangefið og veldur framfæranda verulegum útgjöldum umfram venjulegan framfærslukostn að og mótteknar bætur.
     3.     Ef maður hefur foreldra eða aðra vandamenn sannanlega á framfæri sínu.
     4.     Ef maður hefur veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna 16 ára og eldri.
     5.     Ef maður hefur orðið fyrir verulegu eignartjóni sem hann hefur ekki fengið bætt úr hendi annarra aðila.
     6.     Ef gjaldþol manns hefur skerst verulega vegna tapa á útistandandi kröfum sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans.
    Skilyrði fyrir framangreindum ívilnunum eru sett af ríkisskattstjóra.
    Frumvarp þetta var lagt fram á síðasta þingi og er nú endurflutt óbreytt. Frumvarp sama efnis var flutt á 105. löggjafarþingi, 1982–83, en náði þá ekki fram að ganga. Heilbrigðis- og trygginganefnd, sem fjallað hafði um málið, mælti með samþykkt frumvarpsins en það var fellt við 2. umræðu í fyrri deild. Ljóst var af ummælum þingmanna við afgreiðslu málsins að af staða margra þeirra sem atkvæði greiddu gegn frumvarpinu byggðist á því að þáverandi heil brigðis- og tryggingamálaráðherra hafði upplýst að ríkisstjórnin hygðist breyta reglugerðum almannatrygginga á þann veg að greidd yrðu 20% af tannlækniskostnaði fyrir alla þá sem ekki höfðu áður fengið greitt úr almannatryggingum. Þáverandi heilbrigðisráðherra gaf síðan út reglugerð í apríl 1983 sem heimilaði 20% þátttöku almannatrygginga í tannlækniskostnaði fyrir þessa hópa og skyldi hún koma til framkvæmda í júní 1983. Við stjórnarskipti var sú reglugerð hins vegar numin úr gildi með reglugerð frá 31. maí 1983 og komst sú fyrrnefnda því aldrei til framkvæmda.
    Frá því að þessi vilji kom fram á Alþingi til að koma til móts við þá sem verða fyrir veruleg um útgjöldum vegna tannlækniskostnaðar hafa útgjöld heimilanna vegna tannlæknisþjónustu meira en þrefaldast. Það er alkunna að tannviðgerðir geta kostað tugi þúsunda króna árlega fyrir fjölskyldur og algeng dæmi eru um hundruð þúsunda króna fyrir meiri háttar tannvið gerðir.
    Ljóst er því að gjaldþol margra skerðist ekki minna undir slíkum kringumstæðum en þeim sem önnur ákvæði 66. gr. skattalaga heimila nú. Í verklagsreglum ríkisskattstjóra um fram kvæmd 66. gr. kemur fram varðandi túlkun á fyrsta tölulið, sem kveður á um skert gjaldþol vegna veikinda, að til álita geti komið að veita ívilnun vegna kostnaðar sem leiðir af tannsjúk dómum ef þessi kostnaður er það mikill að hann skerði gjaldþol framteljanda verulega. Þetta ákvæði verklagsreglnanna er túlkað mjög þröngt og er langt frá að ná því markmiði sem að er stefnt með þessu frumvarpi.
    Í ljósi verulegrar aukningar á útgjöldum heimilanna vegna tannlækniskostnaðar á undan förnum áratug er hér um réttlætismál að ræða og brýnt að láta á það reyna hvort sá vilji sem til staðar var á Alþingi fyrir nokkrum árum til að koma til móts við verulegan tannlækniskostn að heimilanna sé enn fyrir hendi.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lagt er til að nýjum tölulið verði bætt við 66. gr. sem felur það í sér að ef maður hefur veru leg útgjöld vegna tannviðgerða og gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sökum skuli taka til greina umsókn hans um lækkun tekjuskattsstofns. Þetta er lagt til vegna þess mikla kostnað ar sem tannviðgerðir geta haft í för með sér og þar með haft veruleg áhrif á fjárhag einstak linga og fjölskyldna.

Um 2. gr.


    Í greininni er lagt til að sé einhverjum hluta persónuafsláttar óráðstafað eftir að ákvæðum 1.–4. málsl. 2. mgr. A-liðar 68. gr. hefur verið fullnægt sé heimilt að greiða hann út að hluta eða að öllu leyti, eftir mati skattstjóra, ef eitthvert þeirra skilyrða sem talin eru upp í 1. mgr. 66. gr. er uppfyllt. Ákvæði þetta er sett til að koma til móts við þá sem eru undir skattleysis mörkum og geta ekki nýtt sér beint ákvæði 66. gr.

Um 3. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.