Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 97 – 97. mál.



Frumvarp til laga



um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1996.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

Ríkisreikningur fyrir árið 1996 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:



REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRID 1996

A-HLUTI



Tekjur:
Skatttekjur

    Skattar á tekjur einstaklinga          21.848.138
    Skattar á tekjur lögaðila          3.955.069
    Tryggingagjöld          13.641.233
    Eignarskattar          3.760.824
    Virðisaukaskattur          46.203.932     
    Vörugjöld og ýmis gjöld af innflutningi          19.592.174
    Aðrir skattar á vöru og þjónustu          3.192.215
    Skattar ótaldir annars staðar          7.400.916
     Skatttekjur samtals          119.594.501

Rekstrartekjur

    Arðgreiðslur          2.503.345
    Vaxtatekjur               5.462.587
    Aðrar rekstrartekjur          467.626
    Rekstrartekjur samtals          8.433.558
         
    Sala eigna              252.988
Tekjur samtals          128.281.047


Gjöld:
    Æðsta stjórn ríkisins          1.545.304
    Forsætisráðuneyti          776.811
    Menntamálaráðuneyti          19.790.540
    Utanríkisráðuneyti          2.035.908
    Landbúnaðarráðuneyti          7.036.707
    Sjávarútvegsráðuneyti          1.179.005
    Dóms- og kirkjumálaráðuneyti          6.379.884
    Félagsmálaráðuneyti          9.614.420
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti          51.988.645
    Fjármálaráðuneyti          22.411.506
    Samgönguráðuneyti          11.749.590
    Iðnaðarráðuneyti          1.090.764
    Viðskiptaráðuneyti          212.058
    Hagstofa Íslands          166.264
    Umhverfisráðuneyti          1.000.958

Gjöld samtals               136.978.364

Tekjujöfnuður               -8.697.316



EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1996

A-HLUTI



Eignir:
    Veltufjármunir
    Sjóður og bankareikningar          4.735.538
    Óinnheimtar ríkistekjur          23.370.252
    Næsta árs afborganir af veittum löngum lánum          7.850.322
    Skammtímakröfur, aðrar          7.645.844
    Vöru- og efnisbirgðir          368.179
    Veltufjármunir samtals          43.970.135
    
    Langtímakröfur og áhættufjármunir

    Veitt löng lán          63.661.485
    Næsta árs afborganir fluttar á skammtímakröfur          -7.850.322
    Hlutabréf              10.446.801
    Stofnfjárframlög          4.829.298
    Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals          71.087.264
    
Eignir samtals               115.057.398

Skuldir:
     Skammtímaskuldir
    Bankareikningar, hlaupareikningsskuld          427.412
    Krafa á ríkistekjur og innheimtufé          1.386.818
    Ógreidd gjöld (án vaxta)          2.622.754
    Hlutafjárloforð          7.446.205
    Áfallnir ógjaldfallnir vextir          6.122.592
    Tekin stutt lán          16.581.883
    Aðrar skammtímaskuldir          6.077.773
    Næsta árs afborganir af langtímaskuldum          16.838.893
     Skammtímaskuldir samtals          57.504.331
    
     Langtímaskuldir
    Áfallnir ógjaldfallnir vextir          13.569.269
    Tekin löng innlend lán          76.877.052
    Næsta árs afborganir af innlendum lánum
         fluttar á skammtímaskuldir          -9.466.914
    Tekin löng erlend lán          132.217.686
    Næsta árs afborganir af erlendum lánum
         fluttar á skammtímaskuldir          -7.371.979
    Langtímaskuldir samtals          205.825.114
    
    Lífeyrisskuldbindingar          90.393.953
    
Höfuðstóll:
    Höfuðstóll í ársbyrjun          -224.272.275
    Endurmat               -5.696.409
    Tekjujöfnuður          -8.697.316
     Höfuðstóll í árslok          -238.666.001
    
Skuldir og höfuðstóll samtals          115.057.398



2. gr.

    Ríkisreikningur fyrir árið 1996 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:


REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRID 1996

B-HLUTI



Tekjur:
    Rekstrartekjur          44.450.134
    Vaxtatekjur               19.939.887
    Aðrar fjármunatekjur          263.916
    Framlög samtals          11.018.429
    Óreglulegar tekjur          512.082

Tekjur samtals          76.184.448

Gjöld:
Rekstrargjöld
    Laun og launatengd gjöld          10.857.495
    Hráefni og vörur til endursölu          14.108.033
    Afskriftir              2.872.162
    Önnur rekstrargjöld          12.792.567
     Rekstrargjöld samtals          40.630.257

    Vaxtagjöld               20.439.630
    Önnur fjármagnsgjöld          1.012.806
    Tilfærslur               6.574.736
    Óregluleg gjöld          1.524.749

Gjöld samtals               70.182.178

Hagnaður til ráðstöfunar          6.002.270

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1996


B-HLUTI



Eignir:
Veltufjármunir

    Sjóður og bankainnstæður:          7.790.539
    Skammtímakröfur          22.870.496
    Vöru- og efnisbirgðir          2.336.673
     Veltufjármunir samtals          32.997.708

Langtímakröfur og áhættufjármunir

    Langtímakröfur/veitt löng lán          260.035.037
    Afskriftarreikningur útlána          -10.482.337          Hlutafé og stofnfjárframlög          508.093
     Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals          250.060.793
    
    Varanlegir rekstrarfjármunir

    Farartæki og vélar          12.162.408
    Fasteignir               21.268.565
    Orkumannvirki          10.878.551
    Aðrar eignir               1.816.643
    Varanlegir rekstrarfjármunir samtals          46.126.167

Eignir samtals          329.184.668


Skuldir:
Skammtímaskuldir

    Bankareikningar, hlaupareikningsskuld          81.944
    Ógreidd gjöld          3.688.318
    Viðskiptareikningar          8.351.599
    Tekin stutt lán          1.741.984
    Næsta árs afborganir af langtímaskuldum          4.460.849
     Skammtímaskuldir samtals          18.324.694

    Langtímaskuldir

    Langtímaskuldir/tekin löng lán samtals          226.357.801
    Næsta árs afborganir fluttar á skammtímaskuldir          -4.460.849
    Langtímaskuldir samtals          221.896.952

Lífeyrisskuldbindingar          12.594.276


Eigið fé:
Eigið fé í ársbyrjun          73.933.124
    Ráðstöfun hagnaðar á eigið fé          1.274.096
    Aðrar breytingar          1.161.526
Eigið fé í árslok samtals          76.368.746

Skuldir og eigið fé samtals          329.184.668

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið eftir ríkisreikningi fyrir árið 1996 sem lagður var fyrir Alþingi með bréfi fjármálaráðherra til forseta þingsins í júlí 1997.

Helstu niðurstöður.

    Á árinu 1996 nam tekjuhalli ríkissjóðs 8,7 milljörðum króna eða 6,8% af tekjum ársins. Árið á undan nam hallinn 15,2 milljörðum króna eða 13,3% af tekjum þess árs. Tekjuafkoman batnaði því töluvert á milli ára. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 12,0 milljörðum króna á árinu 1996 sem jafngildir 2,5% af landsframleiðslu ársins, samanborið við 18,5 milljarða króna árið 1995 eða um 4,1% af landsframleiðslu þess árs.

     Reikningur     Reikn ingur           Breyting          Greiðslu-
Í millj. kr.     1996     1995     fjárhæð          %     uppgjör 1996

Tekjur          128.281     114.190     14.091     12,3     127.735
Gjöld          136.978     129.356     7.622     5,9     139.730
Tekjujöfnuður          -8.697     -15.166     6.469     .     -11.994
    
Hrein lánsfjárþörf          11.963     18.459     -6.496     .     12.708

Tekin lán, nettó          11.073     16.977     -5.904     .     12.755
Innlend lán          4.431     1.892     2.539     .     5.485
Erlend lán          6.642     15.085     -8.443     .     7.270

Breyting á handbæru fé          -888     -1.482     592     .     49

Hlutfall af vergri landsframleiðslu, %

Tekjur          26,4     25,3     .     .     26,3
    Þar af skatttekjur          24,6     23,5     .     .     24,6

Gjöld          28,2     28,6     .     .     28,7
Tekjujöfnuður          -1,8     -3,4     .     .     -2,5

Hrein lánsfjárþörf          2,5     4,1     .     .     2,6


    Tekjur ríkissjóðs námu alls 128,3 milljörðum króna á árinu 1996 eða um 26,4% af lands framleiðslu ársins. Frá árinu á undan hækkuðu þær um 14,1 milljarð króna eða um 12,3%. Tekjur af virðisaukaskatti hækkuðu um 4,8 milljarða króna, tekju- og eignarskatti um 4,4 milljarða króna, tryggingagjaldi um 2,0 milljarða króna, sköttum af vöru og þjónustu um 1,7 milljarða króna og af öðrum sköttum um 0,5 milljarða króna. Arðgreiðslur og aðrar tekjur hækkuðu um 0,7 milljarða króna.
    Tekjurnar skiptust þannig á árinu 1996 að beinir skattar námu 23,4%, óbeinir skattar 69,8%, fjármunatekjur 6,2% og aðrar tekjur 0,6%. Af beinum sköttum er tekjuskattur veiga mestur eða 20,1% af heildartekjum ríkissjóðs. Virðisaukaskattur var sem fyrr helsti tekjustofn ríkissjóðs eða 36,0% af heildartekjunum, en innflutnings- og vörugjöld námu 15,3% og tryggingagjöld 10,6%.
    Gjöld ríkissjóðs námu alls 137,0 milljörðum króna á árinu 1996 eða um 28,2% af lands framleiðslu ársins. Gjöld ríkissjóðs hækkuðu um 7,6 milljarða króna eða um 5,9% á milli ára. Af einstökum hækkunum á milli ára má nefna; yfirtöku á lífeyrisskuldbindingum Pósts og síma um 1,7 milljarða króna, framlög til tryggingamála um 1,4 milljarða króna, kaup á Vestmanna eyjaferjunni Herjólfi um 1,4 milljarða króna, framlög til grunnskóla um 1,1 milljarð króna og til framhaldsskóla um 0,8 milljarða króna. Á móti lækkaði fjármagnskostnaður um 0,8 milljarða króna, framlög til viðhalds og fjárfestingar hjá Vegagerðinni um 0,6 milljarða króna og Atvinnuleysistryggingasjóðs um 0,2 milljarða króna. Loks hækkuðu sértekjur stofnana um 1,3 milljarða króna á milli ára, en í því felst lækkun á heildargjöldum ríkissjóðs.
    Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 12,0 milljörðum króna á árinu 1996 og lækkaði um 6,5 milljarða króna frá árinu undan. Er það svipuð fjárhæð og tekjuafkoma ríkissjóðs batnaði um á milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu nam lánsfjárþörfin 2,5% árið 1996 samanborið við 4,1% árið 1995.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs 1996.
    Yfirlitið að framan sýnir einnig greiðsluuppgjör ársins 1996. Þar kemur fram að tekjuhalli ríkissjóðs lækkar úr 12,0 milljörðum króna í greiðsluuppgjöri í 8,7 milljarða króna í reikningi eða um 3,3 milljarða króna. Í stuttu máli skýrast þessi frávik af því að við lokauppgjör þarf ávallt að taka tillit til ýmissa þátta sem hafa ekki greiðsluhreyfingar í för með sér en fela í sér skuldbindingar eða kröfur fyrir ríkissjóð.
    Helstu frávik á milli greiðsluuppgjörs og lokauppgjörs ársins 1996 eru lífeyrisskuld bindingar ársins umfram greiðslur til lífeyrissjóða um 2,7 milljarðar króna, yfirtaka ríkissjóðs á hluta af lífeyrisskuldbindingum Pósts og síma að fjárhæð um 1,7 milljarðar króna og kaup ríkissjóðs á Herjólfi með yfirtöku á áhvílandi lánum skipsins um 1,4 milljarðar króna. Hins vegar reyndust vaxtagreiðslur ársins verulega meiri en vaxtagjöldin eða sem nam 8,5 milljörðum króna. Skýrist sá munur í aðalatriðum af því að á árinu 1996 var ákveðið að greiða upp þrjá flokka spariskírteina, frá árunum 1984–1986, fyrir gjalddaga þeirra. Skírteinin báru 8–9% raunvexti og áttu að endurgreiðast í síðasta lagi árið 2000, en heimilt var að segja þeim upp fyrir lokagjalddaga, þannig að þau bæru ekki vexti eða verðbætur eftir það. Á þessi spari skírteini hafa safnast upp verulegar fjárhæðir í áföllnum vöxtum í gegnum árin, en þeir hafa verið gjaldfærðir jafnóðum í ríkisreikningi ár hvert en komu í einu lagi til greiðslu við innlausn skírteinanna í greiðsluuppgjörinu fyrir árið 1996. Heildarandvirði innlausnarinnar nam 17,3 milljörðum króna á árinu 1996, þar af voru vextir 10,1 milljarður króna og afborganir 7,2 milljarðar króna. Eftirfarandi yfirlit sýnir vaxtagjöld og vaxtagreiðslur ríkissjóðs.

    Reikningur     Reikningur           Breyting          Greiðslu-
Í millj. kr.     1996     1995     fjárhæð          %     uppgjör 1996

Vextir og lántökukostnaður

Innlend lán          7.009     7.580     -571     -7,5     15.307
Erlend lán          8.275     8.402     -127     -1,5     8.525
Vextir og lántökukostnaður samtals          15.284     15.982     -698     -4,4     23.832




Lánamál ríkissjóðs.
    Yfirlitið hér að neðan gefur vísbendingu um umsvif ríkissjóðs á fjármagnsmarkaði á árinu 1996. Lántökur ríkissjóðs umfram afborganir námu 4,4 milljörðum kr. á innlendum fjármagns markaði á árinu 1996 og 6,6 milljörðum króna erlendis. Umsvif ríkissjóðs á innlenda mark aðinum voru töluvert meiri en þessar tölur gefa til kynna. Hér að framan hefur verið skýrt frá víðtækri innköllun spariskírteina og endurfjármögnun þeirra með nýjum bréfum, þá átti ríkis sjóður mikil viðskipti á skammtíma fjármagnsmarkaði á árinu 1996 en sala ríkisvíxla nam alls 66,6 milljörðum króna og endurgreiðsla þeirra 67,2 milljörðum króna.

         Staða í ársbyrjun     Ný lán umfram     Endurmat     Staða í árslok
Í millj. kr.     1996     afborganir     ársins     1996

Skuldaviðurkenningar

Spariskírteini          55.130     2.729     2.610     60.469
Ríkisvíxlar          16.399     -589     -     15.810
Ríkisbréf          5.774     2.592     -     8.367
Önnur innlend lán          9.009     -301     105     8.813
Erlend lán samtals          127.261     6.642     -1.686     132.218
Tekin lán samtals          213.575     11.073     1.029     225.677
Áfallnir ógjaldfallnir vextir af spariskírteinum.          19.011     -5.442     -     13.569
Skuldaviðurkenningar samtals          232.586     5.631     1.029     239.246

Lánveitingar

Veitt löng lán          64.063     -1.303     902     63.661
Veitt stutt lán          70     -42     -     28
Skammtímakröfur umfram -skuldir          13.061     -5.908     179     7.332
Lánveitingar samtals          77.194     -7.253     1.081     71.021

Skuldaviðurkenningar umfram lánveitingar          155.392     12.884     -52     168.225

Hlutfall af vergri landsframleiðslu, %

Skuldaviðurkenningar samtals          51,5     1,2     .     49,2

Þar af erlendar skuldir          28,2     1,4     .     27,2

Lánveitingar samtals          17,1     -1,5     .     14,6

Skuldaviðurkenningar umfram lánveitingar          34,4     2,7     .     34,6



    Skuldaviðurkenningar ríkissjóðs í árslok 1996 námu 239 milljörðum króna, en að teknu tilliti til lánveitinga voru þær 168 milljarðar króna. Í hlutfalli við landsframleiðslu ársins námu skuldir ríkissjóðs 49,2% í árslok 1996 samanborið við 51,5% árið 1995. Skuldir ríkis sjóðs umfram lánveitingar námu hins vegar 34,6% af landsframleiðslu í árslok 1996 en voru 34,4% árið á undan.
    Markverðar breytingar urðu á samsetningu langtímaskulda ríkissjóðs á árinu 1996 eftir tiltölulega litlar breytingar árin þrjú á undan. Af einstökum breytingum má nefna að hlutdeild bandaríkjadollars í skuldinni lækkaði úr 24,5% í árslok 1995 í 20,7% í árslok 1996, en á móti jókst vægi þýskra marka úr 11,7% í 18,9%. Vægi lána í innlendri mynt hefur breyst tiltölulega lítið á milli ára og nam rösklega þriðjungi í langtímaskuldum ríkissjóðs.
    Hér að framan hefur verið tæpt á helstu stærðum í fjárhag ríkissjóðs á árinu 1996 en í ríkisreikningi er að finna ítarlegar sundurliðanir og skýringar á einstökum liðum ríkisfjármál anna.