Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 101 – 101. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum.

Flm.: Kristín Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Drífa Hjartardóttir,


Gísli S. Einarsson, Guðný Guðbjörnsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir,


Kristjana Bergsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Margrét Frímannsdóttir,


Pétur H. Blöndal, Siv Friðleifsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon.



1. gr.

    Við 2. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Enn fremur skal fylgja álit inu mat á stöðu kynjanna á viðkomandi sviði og hvaða áhrif ný lög eða ályktun hafi á þá stöðu.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    2. mgr. 30 gr. laga um þingsköp Alþingis hljóðar svo: „Mæli nefnd með samþykkt laga frumvarps eða þingsályktunartillögu skal hún láta prenta með áliti sínu áætlun um þann kostn að sem hún telur ný lög eða ályktun hafa í för með sér fyrir ríkissjóð.“ Með þessu frumvarpi er lögð til sú breyting á 30. gr. að nefndum sé gert skylt að hafa stöðu kynjanna í huga við af greiðslu mála á sama hátt og þeim er skylt að leggja mat á kostnað vegna framkvæmdar nýrrar lagasetningar eða ályktana.
    Saga kvennabaráttunnar er vörðuð mörgum smáum og stórum sigrum sem hver um sig hef ur fært okkur nær markinu um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Á lagalega sviðinu er nú svo komið að Íslendingar standa sig með miklum ágætum og hafa fengið lof fyrir frammistöðu sína hjá alþjóðaeftirlitsaðilum. Sú var niðurstaðan eftir úttekt, skýrslugerð og yfirheyrslur í tengslum við undirbúning fyrir kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína 1995 og eftirfylgni að henni lokinni. Þeirri staðreynd ber vissulega að fagna, en lög og raun veruleiki eru sitt hvað og áreiðanlega taka flestir undir þá fullyrðingu að hér sé um að ræða jafnrétti í orði en því miður ekki á borði. Það er engin ástæða til að slaka á þótt löggjöf teljist í lagi meðan raunveruleikinn talar öðru máli. Staða kynjanna er enn langt frá því að vera sam bærileg og því þarf sífellt að velta upp nýjum flötum og leita nýrra leiða.
    Á síðustu árum hefur sú stefna rutt sér æ meira til rúms víða um lönd að flétta þurfi jafn réttisbaráttuna sem mest inn í alla aðra þætti mannlegra samskipta, stjórnunar og hvers konar starfsemi í stað þess að afgreiða hana sem einhvers konar sérfyrirbæri eins og mörgum hættir til. Umræðan þarf að vera sívakandi, sífellt þarf að meta stöðu kynjanna á öllum sviðum og leita leiða til að jafna hana. Alþingi og framkvæmdarvaldið hljóta að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna þann vilja sinn í verki sem lýst er í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig er rétt að minna á 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands sem hljóðar svo:
    „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúar bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
    Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“
    Tilgangur þessa frumvarps er að tryggja sífellda áminningu um stöðu kynjanna og skuld bindingar löggjafans um leiðréttingu á þeirri stöðu.