Ferill 185. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 185 – 185. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um Bjargráðasjóð, nr. 146/1995.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    B-liður 5. gr. laganna orðast svo: Tekjur af búnaðargjaldi skv. 6. gr. laga um búnaðargjald, nr. 84/1997, og viðauka með þeim lögum.

2. gr.

    3. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaráðherra stendur skil á hlut Bjargráðasjóðs í búnaðargjaldi í samræmi við 6. gr. laga nr. 84/1997.

3. gr.

    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Forsenda styrkveitinga úr búnaðardeild sjóðsins er að skil hafi verið gerð á búnaðargjaldi í samræmi við ákvæði laga nr. 84/1997.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið í félagsmálaráðuneytinu í samráði við stjórn Bjargráðasjóðs og Bændasamtök Íslands í framhaldi af setningu laga um búnaðargjald, nr. 84/1997. Með þeim lögum er leitast við að einfalda fyrirkomulag innheimtu á búnaðargjaldi og gera hana öruggari. Framlag búgreina til Bjargráðasjóðs er nú ákveðið í hinum nýju lögum um búnaðar gjald. Af þeim sökum er nauðsynlegt að breyta lögum um Bjargráðasjóð svo fyllsta samræmis sé gætt.
    Í 1. gr. er gert ráð fyrir breyttu orðalagi b-liðar 5. gr. laganna til samræmis við fyrirmæli nýrra laga um búnaðargjald.
    3. mgr. 7. gr. laganna er breytt í 2. gr., þar sem lög um búnaðargjald gera ekki lengur ráð fyrir hlutverki Framleiðsluráðs landbúnaðarins við innheimtu gjaldsins og skil á því til Bjarg ráðasjóðs. Vísað er í skyldu fjármálaráðherra til að standa skil á gjaldinu, sbr. 6. gr. laga nr. 84/1997.
    Í 3. gr. er orðalagi varðandi forsendu styrkveitinga úr búnaðardeild sjóðsins breytt til sam ræmis við ný lög um búnaðargjald.
    Gildistaka er hin sama og laga um búnaðargjald.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum
nr. 146/1995, um Bjargráðasjóð.

    Frumvarp þetta er lagt fram í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á innheimtu sjóðagjalda í landbúnaði með lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald. Í stað hlutdeildar Bjarg ráðasjóðs í búnaðarmálasjóðsgjaldi kemur hlutdeild í búnaðargjaldi í samræmi við 6. gr. laganna og viðauka við þau.
    Ekki verður séð að frumvarpið, verði það að lögum, muni leiða til kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.