Ferill 44. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 187 – 44. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um íslenskukennslu erlendis.

    Menntamálaráðuneytið leitaði til Stofnunar Sigurðar Nordals, en samkvæmt reglugerð ber stofnuninni að hafa forgöngu um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis. Eru svörin sem hér fylgja byggð á efni frá henni.

1.      Við hvaða erlendar menntastofnanir á háskólastigi er kennd íslenska eða íslensk fræði?
    Norræna hefur lengi verið kennd við háskóla víða um heim, einkum þó í Norður-Evrópu, vegna málsögu, málfræðisamanburðar og forníslenskra bókmennta. Er ýmist að hún hafi ver ið kennd sem sérstök grein eins og á Norðurlöndum eða sem hluti af námi í þýsku, ensku og öðrum norrænum málum en íslensku. Oftar en ekki hefur norrænunámið verið lítið tengt námi í íslensku nútímamáli. Nemendur hafa aðeins lært að lesa fornbókmenntirnar með samræmdri stafsetningu og framburði og kunna skil á málfræði fornmálsins án þess að til þess væri ætlast að þeir settu sig inn í þróun íslenskrar tungu og hefðu skilning á að þeir væru að læra lifandi mál. Norrænunám við háskóla erlendis hefur hins vegar hvatt marga útlendinga til að læra að tala íslensku til nokkurrar hlítar.
    Raunar hefur íslenskt nútímamál notið vaxandi athygli erlendis á þessari öld. Á því er að nokkru sú skýring að samskipti þjóðarinnar við umheiminn hafa stóraukist, sérstaklega eftir seinni heimstyrjöldina. Þá hafa rannsóknir í málvísindum beinst meira að samtímamáli en áð ur og félagsvísindi hafa þróast og jafnframt haft áhrif innan sagnfræðinnar. Útlendingum hef ur því orðið ljósari sérstaða íslenskrar tungu, gildi íslenskrar nútímamenningar og sú einstaka samfélagsþróun sem hér hefur orðið síðustu hundrað árin.
    Ekki eru til neinar kannanir á því hvar íslensk miðaldafræði eru stunduð. Hins vegar má benda á að á milli 200 og 300 manns sækja að jafnaði alþjóðleg fornsagnaþing sem haldin eru þriðja hvert ár. Flestir þátttakendanna eru fræðimenn í íslenskum fræðum. Þá hefur Stofnun Sigurðar Nordals hátt í 600 manns á skrá yfir fræðimenn í íslenskum fræðum erlendis. Þessir fræðimenn starfa einkum í Evrópulöndum, Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Í Asíu er einkum áhugi á íslenskum fræðum í Japan.
    Kennslu í nútímaíslensku við háskóla erlendis má skipta í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru á nokkrum stöðum prófessorar og lektorar sem hafa íslenskt mál og bókmenntir sem aðal kennslugrein, í flestum tilfellum er um Íslendinga að ræða. Í öðru lagi eru nokkrir erlendir há skólakennarar sem kenna íslensku ásamt öðrum greinum. Í þriðja og síðasta lagi kenna Ís lendingar, oft stúdentar sem búsettir eru erlendis, íslensku í stundakennslu. Þá er rétt að minna á að íslenska er kennd allvíða utan háskóla í einkakennslu, námsflokkum og hjá Ís landsvinafélögum.
    Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir kennslu í íslensku við þá háskóla erlendis þar sem ekki eru fastar stöður í greininni, enda mjög breytilegt frá ári til árs hvort boðið er upp á íslensku kennslu, hversu mikla, hver kennir og við hvaða námsefni er stuðst. Verður í því sambandi að reiða sig á stopular upplýsingar frá skólunum sjálfum eða kannanir. Þær verða þó aldrei einhlítar þar sem fyrst þarf að hafa haldgóða vitneskju um þá skóla um víða veröld sem hafa einhvern tíma boðið upp á íslenskukennslu og síðan afla svara frá þeim um kennsluna en það reynist ekki alltaf auðvelt. Árið 1983 gerðu Jón Friðjónsson og Svavar Sigmundsson könnun á kennslu í forníslensku og nútímamáli erlendis. Sendu þeir spurningalista til um 150 stofnana og svöruðu um 2/ 3 þeirra. Þótt könnun þessi sé meira en tíu ára er ekkert sem bendir til þess að niðurstöður hennar, svo langt sem þær ná, séu ekki enn að mestu leyti í fullu gildi; breyt ingarnar á kennsluframboði eru ekki það örar.
    Samkvæmt könnun þeirra Jóns og Svavars og öðrum upplýsingum sem þeir höfðu haldbær ar var nútímaíslenska kennd við 45 háskóla víða um heim, þ.e. á Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss, Spáni, Ítalíu, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Sovét ríkjunum (Rússlandi), Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Japan. Þá var íslenskt nútímamál skylda fyrir þá sem stunduðu norræn fræði við tólf háskóla af þessum 45, þar á meðal átta há skóla á Norðurlöndum, en valgrein við 30. Annars staðar var hún ekki reglulegur hluti af náminu.
    Á síðustu árum hafa Austurríki, Belgía og Litháen bæst í hóp þeirra ríkja þar sem íslenskt nútímamál er kennt við háskóla. Þá hefur íslenska verið gerð að sérgrein til prófs við Óslóar háskóla og University College í Lundúnum. Auk þess má geta þess að stjórnvöld í Kanada og samtök Vestur-Íslendinga hafa efnað í lektorsstöðu í íslensku og vesturíslenskum fræðum við háskólann í Winnipeg og kom sú staða til viðbótar prófessorsstöðunni í íslensku. Háskól inn í Winnipeg er sá eini í Norður-Ameríku sem býður upp á íslensku sem sérstaka námsgrein til prófs.

2.      Hverjar þeirra njóta stuðnings íslenskra aðila, opinberra eða annarra, og hvernig er þeim stuðningi háttað?
    
Núna eru þrettán Íslendingar í starfi sem íslenskulektorar við erlenda háskóla, þrír í Frakklandi, tveir í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi og einn í Finnlandi, Danmörku, Austurríki og Bretlandi. Íslenska ríkið styrkir kennslu þessara svokölluðu sendikennara. Er um launafram lag og bókastyrk að ræða. Jafnframt veitir ríkið fé til árlegs kennarafundar sendilektoranna. Þá er íslenskukennsla styrkt við háskólann í Cambridge. Í fjárlögum fyrir 1996 var varið til þessa liðar 3.600.000 ísl. kr., þar af fóru 1.100.000 kr. til lektorsstöðu í Lundúnum sem ríkið hefur skuldbundið sig til að greiða að hálfu. Í ár er varið til þessara mála 4.200.000 ísl. kr., þar af 1.600.000 til lektorsstöðunnar í Lundúnum. Annars staðar er um óverulegan kostnað að ræða.
    Á sínum tíma lagði íslenska ríkið fram fé til að koma á fót prófessorsstöðu í íslensku við Manitobaháskóla. Sá skóli og Cornellháskólinn í Bandaríkjunum fá árlega nokkurn bókastyrk frá menntamálaráðuneytinu. Á þessu ári nemur styrkurinn 275.000 kr. handa hvorum skóla. Þá fær Norræna bókasafnið í París 50.000 kr. styrk á árinu 1997 til að bæta íslenskan bóka kost sinn en á undanförnum árum hefur safnið auk þess fengið árlega 200.000 kr. styrk til að bæta skráningu íslensku bókanna.
    Ekki er kunnugt um að aðrir aðilar hér á landi en ríkissjóður styrki skipulega kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis.
    Á undanförnum árum hafa margs konar rannsókna-, nemenda- og kennaraskipti milli Há skóla Íslands og annarra evrópskra háskóla aukist fyrir tilstuðlan norrænnar samvinnu og Evrópusambandsins.

3.      Hefur íslenska verið lögð niður sem kennslugrein við einhverjar erlendar menntastofnanir á síðustu tíu árum? Ef svo er, hverjar eru þær stofnanir, hvenær gerðist það og hvaða upplýsingar hefur menntamálaráðuneytið um ástæður þessa?

    Á undanförnum tíu árum hefur skipulögð kennsla í íslensku nútímamáli verið hafin við há skóla í Lyon, London, Erlangen í Þýskalandi, Vín, Berlín, Vilníus, Tókíó og Moskvu. Stofnun Sigurðar Nordals er aðeins kunnugt um að kennslu hafi verið hætt á einum stað, þ.e. í Amster dam. Ástæður þess voru fjárhagsvandræði skólans en ekki skortur á nemendum. Kennsla í nú tímaíslensku hafði staðið þar með blóma um árabil. Tilraunir Stofnunar Sigurðar Nordals til að koma í veg fyrir að kennslunni yrði hætt báru ekki árangur. Rétt er þó að benda á að ís lenska er enn kennd í kvöldskóla í Amsterdam.