Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 240 – 143. mál.
Svar
landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur, Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar og Kristínar Halldórsdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvernig hefur verið varið 6 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 04-199 í fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?
Eftirfarandi verkefni hafa fengið framlag af ráðstöfunarfé ráðherra:
Verkefni
Kr.
Vottunarstofan Tún hf.
Lífræn ræktun 50.000
Jakob Örn Haraldsson kjötiðnaðarmaður
Hönnun á tækjum til heilsteikingar á lambaskrokkum 100.000
Pétur J. Jónasson
Ferð til Japan, ásamt Þórarni Benedikz, sérfræðingi á Mógilsá,
til söfnunar á trjáfræjum 150.000
Samband íslenskra loðdýrabænda
Sýning á íslenskum minka- og refaskinnum og fatnaði úr þeim 100.000
Félag garðyrkjumanna
Útgáfa á erindum sem flutt voru á ráðstefnu um innflutning á plöntum 200.000
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra
Úttekt á aðgengi fyrir hreyfihamlaða ferðamenn hjá Ferðaþjónustu bænda á Íslandi 250.000
Kennaraháskóli Íslands
Til Fræðslustofnunar Kríu, til undirbúnings kennsluefnis og námskeiðahalds
með verklegri þjálfun um landgræðsluaðferðir 200.000
Maður og umhverfi
Rannsókn um erlent ferðafólk í náttúru Íslands 15.000
Tónlistarskóli Njarðvíkur
Ferð til Hollands 40.000
Sumarheimili templara
Jarðvegsbætur og landgræðslustörf í landi Galtalækjar í Landssveit 100.000
Sólheimar í Grímsnesi
Vistræn og lífræn landbúnaðarframleiðsla 250.000
Gæðastjórnunarfélag Íslands
Málþing um innra eftirlit í matvælafyrirtækjum 50.000
Anna M. Stefánsdóttir bóndi
Ferð til Króatíu á Tenth International Rural Development Summer School 100.000
Félag skógarbænda á Fljótsdalshéraði
Stofnun landssamtaka skógarbænda 100.000
Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands
Kynning á nýjungum í matvælaframleiðslu 100.000
Miðlun ehf.
Útgáfa „Iceland Export Directory“ 150.000
Hestaíþróttasamband Íslands
Útgáfa handbókar um ferðalög á hestum á Íslandi 250.000
Samtök afurðarstöðva í mjólkuriðnaði (SAM)
Aðalfundur Alþjóðasamtaka mjólkuriðnaðarins, IDF 500.000
Kjötumboðið hf.
Evrópuþing JC 150.000
Félag íslenskra búvísindamanna
Félagsstörf 50.000
Ferðaþjónusta bænda
Ráðstefna International Conference Marketing for Sustainable Agritourism 250.000
Trausti Steindórsson fiskeldisfræðingur
Verkefni íslenskra og franskra fiskeldisfyrirtækja í eldi hlýsjávartegunda 50.000
Íslenska lífmassafélagið
Athugun á ræktun lífmassa og framleiðslu á etanóli og öðrum afurðum 350.000
Sunneva Design ehf.
Sýning á fatnaði úr íslenskum landbúnaðarvörum 100.000
Kvenfélagasamband Íslands
Ferðastyrkur á þing Alheimssamtaka bændakvenna 50.000
Samtals 3.705.000