Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 254 – 45. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinsonar um öryggismál sundstaða.

1.      Hvaða sveitarfélög og aðrir eigendur sundstaða hafa formlega samþykkt reglur um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar sem gefnar voru út árið 1994?
    Þau sveitarfélög sem formlega hafa samþykkt þær reglur, sem menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út í júní 1994 um öryggi á sundstöðum og við kennslu laugar (fylgiskjal II), eru alls 25 og þar á meðal nær öll fjölmennustu sveitarfélög landsins:
              Reykjavíkurborg
              Kópavogskaupstaður
              Seltjarnarnesbær
              Hafnarfjarðarkaupstaður
              Kjalarneshreppur
              Reykjanesbær
              Sandgerði
              Gerðahreppur
              Akraneshreppur
              Hvalfjarðarstrandahreppur
              Borgarbyggð
              Ísafjarðarkaupstaður
              Tálknafjarðarhreppur
Þingeyrarhreppur
Flateyrarhreppur
Sauðárkróksbær
Akureyrarkaupstaður
Húsavíkurkaupstaður
Ólafsfjarðarkaupstaður
Hálshreppur
Reyðarfjarðarhreppur
Hvolhreppur
Rangárvallahreppur
Selfosskaupstaður
Grímsneshreppur
Vestmannaeyjakaupstaður
2.      Hvaða sundstaðir uppfylla þær nú þegar?
    Í fylgiskjali I er skrá yfir sundlaugar sem Vinnueftirlit ríkisins hefur skoðað með tilliti til þeirra öryggisþátta sem reglurnar taka til. Hafa eftirlitsmenn gert athugasemdir um aðbúnað ef ástæða hefur þótt til og fylgt þeim eftir hafi um vanefndir verið að ræða. Ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um núverandi stöðu einstakra lauga.

3.      Hvaða sveitarfélög og aðrir eigendur sundstaða hafa ekki enn þá samþykkt reglurnar?

    Vísað er til svars við 1. tölulið fyrirspurnarinnar. Eftirlitsmenn Vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðisfulltrúar telja að á langflestum sundstöðum sé unnið eftir fyrrgreindum reglum og stuðst við þær leiðbeiningar og öryggiskröfur sem þar eru settar fram.

4.      Hvaða aðferðum hyggst ráðherra beita til að fá þá sundstaði sem ekki uppfylla reglurnar til að hefjast handa um að hrinda þeim í framkvæmd?

    Eins og fram kemur í reglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar var ákveðið að þær skuli endurskoða fyrir árslok 1997. Að þeirri endurskoðun er nú unnið.
    Reglurnar voru á sínum tíma gefnar út sem leiðbeinandi reglur, en stefnt er að því að tryggja ótvíræða lagastoð fyrir setningu endurskoðaðra reglna. Nefnd sem skipuð var af um hverfisráðuneytinu til þess að vinna að drögum að reglugerð og leiðbeiningum um hollustu hætti og heilbrigðiseftirlit sund- og baðstaða hefur skilað niðurstöðum sínum og tillögum til ráðuneytisins. Þar er m.a. tekið á öryggismálum bað- og sundstaðanna. Í frumvarpi til íþrótta laga, sem menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi síðasta vor, var sérstakt ákvæði til að tryggja lagagrundvöll reglna um öryggi í íþróttamannvirkjum. Það frumvarp er nú til athug unar í nefnd sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 16. maí sl. um eflingu íþrótta starfs.



Fylgiskjal I.


Sundlaugar sem skoðaðar hafa verið af Vinnueftirliti
ríkisins, skipt eftir umdæmum.

(16. október 1997.)


Höfuðborgarsvæði (30 laugar)
Reykjavík
Sundlaugin Austurbergi 5
Sundlaug Árbæjarskóla, Rofabæ
Sundlaug Árbæjar    við Fylkisveg
Sundlaug Austurbæjarskóla við Vitastíg
Sundlaug Breiðagerðisskóla, Breiðagerði
Sundhöll Reykjavíkur, Barónsstíg
Sundlaug Sjúkrahúss Reykjavíkur, Grensásvegi
Sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut
Sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12
Sundlaug Bjarkaráss, Stjörnugróf 9
Sundlaug Vesturbæjar, Hofsvallagötu
Sundlaug Hrafnistu, DAS, Laugarási
Sundlaug Safamýrarskóla, Safamýri
Sundlaug Ölduselsskóla, Ölduseli 17
Sundlaug Hótels Loftleiða, Reykjavíkurflugvelli
Sundlaugin í Laugardal
Hafnarfjörður
Sundhöll Hafnarfjarðar, Herjólfsgötu 10
Suðurbæjarlaug, Hringbraut 77
Sundlaug Hrafnistu, Skjólvangi

Garðabær

Sundlaug Garðabæjar við Ásgarð
Bessastaðahreppur
Sundlaug Bessastaðahrepps við Skjólveg
Kópavogur
Sundlaug Kópavogs, Borgarholtsbraut
Sundlaug endurhæfingardeildar Landspítalans við Kópavogsbraut
Seltjarnarnes
Sundlaug Seltjarnarness, Suðurströnd
Mosfellsbær
Sundlaugin Varmá, Skólabraut
Sundlaug Skálatúnsheimilis, Skálatúni
Sundlaug Reykjalundar
Sundlaug Tjaldanesheimilis
Sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Reykjadal
Kjalarnes
Sundlaug Kjalarness, Klébergi

Vesturland (20 laugar)
Akranes
Jaðarsbakkalaug, Íþróttamiðstöðinni að Jaðars bökkum
Bjarnalaug, Laugarbraut 16
Andakílshreppur
Sundlaug Bændaskólans á Hvanneyri
Sundlaugin Félagsheimilinu Brún, Stafholtsey
Borgarbyggð
Borgarneslaug, Íþróttamiðstöðinni, Þorsteinsgötu
Varmalandslaug, Varmlandi
Dalabyggð
Sælingsdalslaug, Laugaskóla
Eyja- og Miklaholtshreppur
Kolviðarneslaug, Laugagerðisskóla
Eyrarsveit
Sundlaugin við Borgarbraut
Hálsahreppur    
Sundlaugin á Húsafelli
Hvalfjarðarstrandarhreppur

Sundlaug Hvalfjarðarstrandarhrepps, Hlöðum
Leirár- og Melahreppur
Sundlaug Heiðarskóla
Lundarreykjadalshreppur
Sundlaugin Brautartungu
Reykholtsdalshreppur
Sundlaug Kleppjárnsreykjaskóla
Sundlaugin í Reykholti
Skorradalshreppur
Hreppslaug Efri-Hrepps
Snæfellsbær
Sundlaugin Ennisbraut 8, Ólafsvík
Sundlaugin Hellissandi
Sundlaugin Lýsuhóli
Stykkishólmur
Sundlaugin Austurgötu
Vestfirðir (13 laugar)
Sundlaugin í Norðurfirði
Sundlaugin í Bjarnarfirði
Sundlaugin Reykjanesi við Djúp
Sundhöll Ísafjarðar
Sundlaug Bolungarvíkur
Sundlaug Flateyrar
Sundlaug Þingeyrar
Sundlaugin Tálknafirði
Sundlaugin Patreksfirði
Sundlaugin Krossholti á Barðaströnd
Sundlaugin Flókalundi í Vatnsfirði
Sundlaugin Djúpadal, Djúpafirði
Sundlaugin Reykhólum
Norðurland vestra (12 laugar)
Sundlaug Héraðskólans á Reykjum, Hrútafirði
Sundlaug Hvammstanga
Sundlaug á Laugarbakka, Miðfirði
Sundhöll    Blönduóss
Sundhöll    Húnavallaskóla
Sundlaug Höfðakaupstað, Skagaströnd
Sundlaug Sauðárkróks
Sundlaug Bændaskólans að Hólum í Hjaltadal
Sundlaugin í Varmahlíð
Steinstaðalaug Lýtingsstaðahreppi
Barðslaug í Fljótum
Sundhöll Siglufjarðar
Norðurland eystra (26 laugar)
Akureyri
Sundlaugin Þingvallastræti 13
Sundlaug Glerárskóla við Höfðahlíð
Sundlaug SOLCO, Tungusíðu 6
Sundlaug vistheimilsins Sólborgar (hætt starfsemi)
Árskógshreppur
Sundlaug Árskógarskóla
Dalvík
Sundlaug Dalvíkurbæjar, Svarfaðarbraut 34
Reykdælahreppur
Sundlaug Framhaldsskólans á Laugum
Öxarfjarðarhreppur
Sundlaug Grunnskólans í Lundi
Grýtubakkahreppur
Sundlaugin á Grenivík
Aðaldælahreppur
Sundlaug Hafralækjarskóla
Reykjahreppur
Sundlaug Heiðarbæjar, Skógum 2
Eyjafjarðarsveit
Sundlaug Hrafnagilsskóla
Sundlaug Laugalandsskóla
Sundlaugin að Syðra-Laugalandi

Hríseyjarhreppur

Sundlaug Hríseyjar, Skólavegi
Húsavík
Sundlaugin, Laugarbrekku 2
Skútustaðahreppur
Sundlaugin í Reykjahlíð
Sundlaug ungmennafélagsins Mývetnings, Álftabáru
Ólafsfjörður

Sundlaugin við Sundlaugarveg
Hálshreppur
Sundlaug orlofsheimilisins Illugastöðum
Raufarhafnarhreppur
Sundlaugin/heilsuræktin við Skólabraut
Ljósavatnshreppur
Sundlaug Stórutjarnarskóla
Svalbarðsstrandarhreppur
Sundlaugin á Svalbarðseyri
Svarfaðardalshreppur
Sundskálinn í Svarfaðardal
Glæsibæjarhreppur
Sundlaug Þelamerkurskóla
Þórshafnarhreppur
Sundlaugin við Hafnarveg
Austurland (14 laugar)
Selárlaug, Selárdal, Vopnafirði
Sundlaug Egilsstaða, Tjarnarbraut
Sundlaugin Hallormsstað
Sundlaug Jökuldalshrepps, Skjöldólfsstöðum
Sundlaug Eiðaskóla
Sundhöll Seyðisfjarðar, Suðurgötu 5
Sundhöll Reyðarfjarðar, Heiðarvegi 14
Sundhöll Eskifjarðar, Lambeyrarbraut 14
Sundlaug Neskaupstaðar, Miðstræti 15
Sundlaug Búðarhrepps, Skólavegi 43, Fáskrúðsfirði
Sundlaug Stöðvarhrepps, Skólabraut 1
Sundlaug Djúpavogs, Hrauni 1
Sundlaug Hafnarhrepps, Hafnarbraut 11
Sundlaugin Brennu-Flosi, Svínafelli, Öræfum
Suðurland (26 laugar)
Hveragerði
Sundlaugin Laugaskarði
Sundlaugin Hótel Örk, Breiðumörk 1c
Sundlaug Heilsustofnunar NLFÍ, Grænumörk 10
Ölfushreppur
Sundlaug Hlíðardalsskóla
Sundlaug Þorlákshafnar
Stokkseyri
Sundlaug Stokkseyrar, Hafnargötu 10
Selfoss
Sundhöll Selfoss, Bankavegi
Grímsneshreppur    
Ljósafosslaug, Búrfelli 3
Sundlaugin Hraunborgum
Sundlaugin Sólheimum
Sundlaugin Öndverðarnesi
Laugardalshreppur
Sundlaugin Laugarvatni, Íþróttakennaraskóla Íslands
Sundlaug Vélstjórafélags Íslands
Biskupstungnahreppur
Hlíðarlaug, Úthlíð 2
Reykholtslaug
Sundlaugin Geysi
Hrunamannahreppur
Sundlaugin Flúðum
Gnúpverjahreppur
Sundlaugin í Þjórsárdal
Skeiðahreppur
Skeiðalaug, Brautarholti
Holta- og Landsveit
Sundlaugin Laugalandi
Rangárvallarhreppur
Sundlaugin Útskálum 4, Hellu
Hvolshreppur
Sundlaugin Vallarbraut, Hvolsvelli
Austur-Eyjafjallahreppur
Sundlaug Skógaskóla
Seljavallalaug
Skaftárhreppur
Sundlaugin Kirkjubæjarklaustri
Vestmannaeyjar

Sundlaug Vestmannaeyja, Brimhólabraut
Reykjanes (7 laugar)
Grindavík
Sundlaug Grindavíkur, Austurvegi 1
Garður
Íþróttamiðstöðin, Garðabraut 94
Keflavík
Sundmiðstöð Keflavíkur, Sunnubraut
Sundhöll Keflavíkur við Framnesveg
Njarðvík
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur, Norðurstíg 4
Sandgerði
Íþróttamiðstöð Sandgerðis við Suðurgötu
Vogar
Íþróttamiðstöðin, Hafnargötu 17


Fylgiskjal II.


Reglur um öryggi á sundstöðum
og við kennslulaugar.

(1994.)


(5 síður myndaðar.)