Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 290 – 245. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um styrktarsjóð námsmanna.

Flm.: Hjálmar Árnason, Arnþrúður Karlsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir,


Ísólfur Gylfi Pálmason, Lúðvík Bergvinsson, Magnús Stefánsson,
Sigríður Jóhannesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vilhjálmur Egilsson.

    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að undirbúa stofnun styrktarsjóðs náms manna í samstarfi við ríki, sveitarfélög, félagasamtök, vinnuveitendur, launþegasamtök og samtök námsfólks. Ráðherra leggi frumvarp þess efnis fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 1998.

Greinargerð.


    Með þingsályktunartillögu þessari er menntamálaráðherra ætlað að undirbúa, í samstarfi við ýmsa aðila, frumvarp til laga um styrktarsjóð námsmanna. Tilgangurinn skal vera sá að veita efnilegu námsfólki styrki til náms eftir reglum sem sjóðurinn setur. Fjármögnun sjóðs ins byggist á framlögum ríkis, sveitarfélaga, opinberra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Ríkið leggi til fasta upphæð á fjárlögum en aðrir með frjálsum framlögum. Framlög fyrir tækja og einstaklinga verði frádráttarbær til skatts.
    Með styrktarsjóði námsmanna er leitast við að opna fyrir efnilegt námsfólk leið til náms sem telja má mikilvægt fyrir þjóðfélagið. Með styrkjunum sýnir hið opinbera og aðrir aðilar samfélagsins í verki vilja sinn til að fjárfesta í menntun. Hugsa má sér að fyrirtæki og einstaklingar leggi fjárhæð í sjóðinn, bundna því skilyrði að hún verði veitt sem styrkur til skil greinds náms. Þannig geta styrkir verið ólíkir hvað varðar upphæð og skilyrði. Styrktar sjóðnum er ekki á neinn hátt ætlað að koma í stað þess sem veitt er til Lánasjóðs íslenskra námsmanna heldur er hann hugsaður sem hrein viðbót fyrir efnilegt námsfólk.
    Með sérstökum styrktarsjóði getur atvinnulífið og hið opinbera lagt fé til tiltekinna náms greina, sýnt þannig í verki hvatningu til námsfólks og lagt áherslu á gildi menntunar.
    Eðlilegt er að sérstök sjóðstjórn verði skipuð með fulltrúum fyrrgreindra aðila. Hún setji reglur um úthlutun byggðar á samþykktum aðalfundar sjóðsins og skilyrðum einstakra fjár mögnunaraðila.