Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 297 – 252. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965, með síðari breyt ingum.

Flm.: Kristinn H. Gunnarsson, Hjörleifur Guttormsson.



1. gr.

    Í stað orðsins „sjávarútvegsráðuneytið“ í 10. gr. laganna kemur: umhverfisráðuneytið.

2. gr.

    1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Í stjórn Hafrannsóknastofnunarinnar skulu vera fimm menn, skipaðir af umhverfisráð herra til fjögurra ára í senn, þar af tveir án tilnefningar, einn tilnefndur af Fiskifélagi Íslands og tveir tilnefndir af starfsmönnum stofnunarinnar.


3. gr


    Í stað orðsins „sjávarútvegsráðherra“ í 1. mgr. 13. gr., 3. mgr. 15. gr. og 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: umhverfisráðherra.

4. gr.

    Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytið“ í 29. gr. og 5. mgr. 34. gr. laganna kemur: um hverfisráðuneytið.

5. gr.

    Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 30. gr. laganna kemur: umhverfisráðherra.

6. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998 og skal þá skipa nýja stjórn Hafrannsóknastofnunar innar og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.

Greinargerð.


    Með frumvarpi þessu er lögð til sú grundvallarbreyting að nokkur verkefni sem nú falla undir sjávarútvegsráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti verði flutt til umhverfisráðuneytis. Er þar um að ræða hafrannsóknir, friðun og ákvörðun um heildaraflamark úr einstökum fisk stofnum, svo og almennar rannsóknir og tilraunir er snerta gróðurvernd og skipulag landnýt ingar. Samhliða er gert ráð fyrir því að yfirstjórn Hafrannsóknastofnunarinnar og Rann sóknastofnunar landbúnaðarins verði færð frá atvinnuvegaráðuneytum til umhverfisráðu neytis. Nái þessi breyting fram að ganga mun umhverfisráðuneyti ákvarða heildaraflamark ár hvert, hafa umsjón með rannsóknum og gera tillögur varðandi almennt skipulag veiða inn an efnahagslögsögunnar, ekki síst þær er tengjast hafsbotninum. Þá mun ráðuneytið veita ráðgjöf um friðunaraðgerðir og notkun veiðarfæra, jafnframt því að setja almennar reglur um notkun veiðarfæra. Sjávarútvegsráðuneyti mun eftir sem áður annast stjórn veiðanna inn an framangreindra marka og hafa yfirumsjón með eftirliti með veiðum og mat á sjávarafurð um.
         Nauðsynlegt þykir að gera umrædda breytingu og leggja þannig ríkari áherslu en verið hefur á umhverfisþátt rannsókna og stjórn á álagi við hagnýtingu auðlindanna. Þetta er ítrekað með því að færa mikilvægar ákvarðanir og tillögugerð úr höndum beinna hagsmuna aðila til umhverfisráðuneytis. Ekki er eðlilegt að hagsmunaaðilar geti ráðið miklu um ákvörðun sem þá varðar miklu fjárhagslega þegar í húfi eru náttúruauðlindir sem þjóðin byggir afkomu sína á í svo ríkum mæli sem raun ber vitni. Reynslan sýnir okkur hversu alvarlegar afleiðingar það hafði fyrir þjóðina að mikilvægir nytjastofnar sjávarins voru of nýttir í þágu skammtímahagsmuna og ber að varast að slíkt geti endurtekið sig. Það skiptir því miklu máli að við ákvarðanir um hagnýtingu auðlindar sé litið til langs tíma og þjóðar hags.
    Að því er varðar gróður og jarðveg er nauðsynlegt að með rannsóknum verði aflað hlut lægra upplýsinga sem hægt sé að leggja til grundvallar við skipulag landnotkunar og hagnýt ingu einstakra þátta. Því þykir rétt að færa almennar rannsóknir er þetta snertir til umhverfis ráðuneytisins sem jafnframt fer með skipulagsmál. Eftir sem áður væri nýting lands í þágu landbúnaðar á verksviði landbúnaðarráðuneytisins og í framtíðinni væntanlega á grundvelli vandaðs skipulags.
    Verði frumvarp þetta að lögum er rétt að breyta viðeigandi ákvæðum reglugerðar um Stjórnarráð Íslands.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Í 1. og 3. gr. frumvarpsins eru lagðar til nauðsynlegar breytingar á 10., 13., 15. og 18. gr. laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna sem leiðir af þeirri tilhögun að Hafrannsókna stofnunin heyri undir umhverfisráðuneyti í stað sjávarútvegsráðuneytis eins og nú er.

Um 2. gr.

         Hér er lögð til breyting á skipan stjórnar Hafrannsóknastofnunarinnar á þann veg að hagsmunaaðilar skipi ekki lengur fulltrúa í stjórnina heldur einvörðungu ráðherra, Fiskifélag Íslands og starfsmenn stofnunarinnar.
    

Um 3. gr.

    Sjá athugasemdir við 1. gr.

Um 4. og 5. gr.

    Breytingar sem lagðar eru til í 4. og 5. gr. eru sambærilegar breytingum sem fram koma í 1. og 3. gr., sbr. athugasemdir við 1. gr, en snúa að breytingum á yfirstjórn Rannsókna stofnunar landbúnaðarins frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis.


Um 6. gr.

    Hér er kveðið á um gildistöku laganna og að við það tímamark verði skipaðar nýjar stjórnir beggja stofnana samkvæmt hinum nýju ákvæðum.