Ferill 254. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 299 – 254. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um að skipta árlegum afnotarétti nytjastofna á Íslandsmiðum milli íbúa landsins.

Flm.: Pétur H. Blöndal.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og galla þess að árlegum afnotarétti nytjastofna á Íslandsmiðum verði skipt jafnt milli allra íbúa landsins. Enn fremur verði kann aðir kostir og gallar annarra mögulegra leiða sem tryggja varanlegt eignarhald þjóðarinnar á nytjastofnum á Íslandsmiðum. Forsætisráðherra hafi forgöngu um að gera þessa könnun og henni verði lokið í mars 1998.

Greinargerð.


    Í 1. gr. laga nr. 38/1990 segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóð arinnar.“ Þetta lagaákvæði er þungamiðja þingsályktunartillögunnar. Í henni er sett fram til laga um að allir íbúar landsins, þ.e. þeir sem eiga lögheimili hér á landi, Íslendingar jafnt sem erlent fólk, fái jafna hlutdeild í árlegum afrakstri auðlindarinnar. Þó má hugsa sér að það fólk, sem flytur lögheimili sitt til landsins, fái ekki hlut í árlegum veiðirétti fyrr en það hefur búið hér á landi í þrjú eða fimm ár til að koma í veg fyrir hvata til að flytja til landsins. Börn öðlist hlut í árlegum veiðirétti við fæðingu enda eigi foreldrar þeirra hlut. Auðlindinni sjálfri, hinum varanlega veiðirétti, verði ekki skipt eða hún framseld.
    Með hliðsjón af þeim miklu hagsmunum, sem hér um ræðir, er nauðsynlegt að yfirfærsla árlegra veiðiheimilda frá þeim sem njóta þeirra í dag til íbúa landins eigi sér stað á löngum tíma. Sumir hafa nýverið keypt varanlegan veiðirétt á mjög háu verði og það væri mjög ósanngjarnt að taka hann af þeim í einu vetfangi. Bankar og fjárfestingasjóðir hafa lánað stórfé til útgerðar, mest með ríkisábyrgð. Þessi lán eru veitt með veði í skipum og þar með í þeim kvóta sem bundinn er skipunum. Það mundi valda mikilli röskun og útlánatöpum sem lentu á ríkinu ef þessi breyting ætti sér stað í einu vetfangi. Verð hlutabréfa í útgerðarfyrir tækjum félli auk þess til skaða fyrir almenning og lífeyrissjóði sem hafa fjárfest í þessum hlutabréfum. Þeir fjármagnsstraumar sem nauðsynlegir væru til að taka skyndilega upp nýtt kerfi væru mjög skaðlegir. Frá sjónarhorni útgerðarfyrirtækjanna yrði hér um afskrifanlega eign að ræða sem þau mundu afskrifa á t.d. 20 árum sem á margan hátt gæti talist eðlilegur afskriftartími. Á það má benda að 20 ár eru langur tími í ævi einstaklinga og fyrirtækja en stuttur tími í sögu þjóðar sem hyggst gera svo veigamikla breytingu á afnotarétti nytjastofna. Þessi tími kann einnig að vera nauðsynlegur til þess að sæmileg sátt náist um málið.
    Sömu reglu má beita gagnvart því fólki sem með dugnaði, frumkvæði og áræði á þátt í að skapa ný sóknarfæri í ónýttum tegundum. Það gæti fengið að njóta veiðireynslunnar og af skrifað hana á 20 árum þegar nauðsynlegt kann að vera að takmarka aðgang að þessum teg undum.
    Sú hugmynd, sem þingsályktunartillaga þessi byggist á, felst í mikilli markaðs- og al menningsvæðingu veiðiréttarins sem mun lækka verð á árlegum veiðirétti.
    Í könnun sem gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögunni væru eftirfarandi atriði athuguð:
a.      fjárhagsleg staða útgerðarfyrirtækja, sjómanna, fiskvinnslufyrirtækja, fiskvinnslufólks, sveitarfélaga og íbúa þeirra, landshluta og ríkissjóðs,
b.      hagvöxtur, samkeppnisstaða atvinnuvega innbyrðis og gagnvart útlöndum, gengisþróun, tekjudreifing, lífskjör, viðskipti með veiðiheimildir og verð þeirra, útflutningur sem og þjóðhagsleg áhrif,
c.      félagsleg áhrif á sjómenn, fiskvinnslufólk og íbúa sveitarfélaga,
d.      byggðarþróun og atvinna.
    Enn fremur yrði kannað hvaða áhrif aukið framboð á árlegum veiðiheimildum hefði á verð þeirra og hvert yrði líklegt markaðsverð þegar allar veiðiheimildir verða seldar á markaði. Einnig verði metið hvert sé verðmæti kvótaeignar sem afskrifuð verði á 20 árum og ævarandi kvóta miðað við ýmsar forsendur, t.d. um markaðsvexti og væntanlegar veiðiheimildir.
    Einnig er gert ráð fyrir að kannaðir verði kostir og gallar annarra mögulegra leiða sem tryggt geti að þessi auðlind verði ævarandi í eigu þjóðarinnar.
    Eðlilegt verður að teljast að kannað verði hvort beita megi sömu reglu á aðrar takmarkað ar auðlindir í eigu þjóðarinnar, svo sem vatnsorku, hálendi og útvarpsrásir.

Lýsing á nýju kerfi.

    Hvernig gæti slíkt kerfi litið út? Í byrjun hvers árs, t.d. í sambandi við skattframtöl, fengi hver sá sem búsettur var á landinu t.d. 1. desember árið á undan senda ávísun á sinn hlut í kvóta fiskveiðiársins sem hefst 1. september þremur árum síðar. Ef kerfið hefði verið komið í fullan gang um síðustu áramót hefði hver sá sem var á þjóðskrá 1. desember 1996, alls 269.735 einstaklingar, fengið ávísun um að hann ætti rétt á að veiða 1/269.735= 0,00037073424% af öllum þeim veiðiheimildum sem heimilt verður að veiða frá 1. septem ber 2000 til 31. ágúst 2001. Þessi ávísun er að því leyti óviss að ekki liggur fyrir hvað má veiða mikið af hverri tegund né heldur hvert verður markaðsverð eða afkoma útgerðar þegar kemur að veiðum. Sú er áhætta þess sem á ávísunina.
    Tilvalið er að nýta hina nýju rafrænu skráningu verðbréfa til þess að gera þetta kerfi mjög lipurt en henni er ætlað að taka til starfa fyrir árslok 2000 samkvæmt frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi.
    Sá sem fær ávísun á kvóta getur geymt kvótann sinn eða selt hann á markaði strax. Efa laust yrðu stofnaðir sjóðir, kvótasjóðir, sem fjárfestu í slíkum kvótum fram í tímann. Enn fremur gætu útgerðir, sem vegna langtímasölusamninga þurfa að tryggja sér veiðiheimildir fram í tímann, haft áhuga á því að kaupa kvótann strax. Virkur markaður mun myndast með þessa kvóta eins og húsbréf, fólk gæti hvenær sem er selt kvótann sinn og útgerðir og aðrir sem áhuga hafa gætu hvenær sem er keypt kvóta. Þannig yrði til stöðugur markaður með kvóta.
    Í byrjun fiskveiðiárs auglýsti sjávarútvegsráðuneytið hvað mikið mætti veiða af hverri fisktegund. Það mundi jafnframt samkvæmt beiðni skipta ávísununum á hluta af heildarkvót anum í heimildir til að veiða einstakar fisktegundir. Allar ávísanirnar lenda á endanum hjá útgerðunum sem skipta þeim í heimildir til að veiða einstakar tegundir. Útgerðirnar þyrftu svo að skiptast á fisktegundum eins og þær gera í dag. Hugsanlegt er að kvótasjóðir taki að sér það verkefni. Við löndun yrði skipstjóri að framvísa heimildum til þess að veiða þær teg undir sem skipið kom með að landi. Það magn af tegundum yrði dregið af umræddum heim ildum.
    Margur mun selja kvóta sinn og fjölskyldu sinnar eins fljótt og auðið er. Það mun hugsan lega valda lægra gengi á kvóta strax eftir útsendingu ávísananna. En markaðurinn mun koma í veg fyrir að sú sveifla verði mikil. Verð árlegra veiðiheimilda mun lækka umtalsvert því útgerðin getur og mun ekki vilja greiða hærra verð fyrir kvótan en svo að reksturinn skili hagnaði að meðaltali. Líklegt er að það verð sé nálægt 20–45 kr. á kíló þegar kerfið fer að starfa að fullu. Það mun aftur skila hverjum einstaklingi um 30–65 þús. kr. eða 120–260 þús. kr. til hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Miðað er við að árlegar veiðiheimildir séu núna að verðmæti 30 milljarðar kr. og er þar miðað við jaðarverð sem nú gildir á kvótamörkuðum.
    Ragnar Árnason hagfræðingur sagði á aðalfundi LÍÚ fyrir ári að fiskveiðiarðurinn væri mjög líklega á bilinu 15–30 milljarðar kr. á ári, sem er 55–110 þús. kr. á hvern íbúa.
    Sé gert ráð fyrir að eignin flytjist yfir á 20 árum, 5% á ári, héldu núverandi handhafar kvóta 95% fyrsta árið, 90% næsta ár, 85% o.s.frv. Það þýðir, ef kerfið tæki gildi 1. janúar 1999, að í byrjun þess árs fengju allir þeir sem verða á þjóðskrá 1. desember 1998 senda ávísun á 5% af veiðiheimildum kvótaársins sem hefst 1. september 1999, 10% af veiðiheim ildum kvótaársins sem hefst 1. september 2000 og 15% af veiðiheimildum kvótaársins sem hefst 1. september 2001. Alls yrðu þá söluhæf 30% af árlegum kvóta en hann dreifðist á þrjú ár. Margt fólk mun ekki selja kvótann sinn fyrr en seinna en þó má búast við að um helming ur muni selja strax. Hver einstaklingur fengi um 25 þús. kr. eða um 100 þús. kr. hver fjögurra manna fjölskylda miðað við 60 kr. á kíló.
    Þessi fyrsta úthlutun mundi þýða fjárþörf sjóða og útgerða sem gæti numið um 3,5 millj örðum kr. ef miðað er við 60 kr. á kíló. Í ársbyrjun 2000 yrði svo 20% af veiðiheimildum kvótaársins sem hefst 1. september 2002 skipt á milli þeirra sem verða á þjóðskrá 1. desem ber 1999. Hver fengi 17 þús. kr. eða um 70 þús. kr. hver fjögurra manna fjölskylda.
    Þessi markaðsvæðing veiðiheimilda mun lækka verð á árlegum veiðiheimildum verulega þegar í byrjun. Verðið mun svo lækka jafnt og þétt uns jafnvægisverð næst þegar allur kvóti verður seldur eftir 20 ár.
    Í þessu sambandi má benda á veiðiheimildir í Norðurlandssíldinni sem ekki er unnt að veita á grundvelli veiðireynslu. Þær gætu verið fyrsta skrefið í þessari yfirfærslu til almenn ings.
    Verð kvótans mun fara eftir hag útgerðarinnar. Þegar vel gengur, mikið má veiða eða verð á mörkuðum er hátt getur útgerðin boðið meira í kvótann og verðið hækkar. Þá munu fjöl skyldurnar geta veitt sér utanlandsferð eða nýjan bíl. Þegar aftur horfir illa fyrir útgerðinni mun verðið lækka því útgerðir munu heldur draga saman seglin en greiða of hátt verð fyrir kvótann, verð sem valda mun taprekstri. Eftirspurn mun minnka. Verðið á kvótanum gæti jafnvel farið niður í ekkert ef staðan á mörkuðum er svo slæm að verðið nægi ekki fyrir rekstrarkostnaði, vöxtum og afskriftum.
    Þær útgerðir, sem veitt geta með minnstum tilkostnaði, eru vel reknar eða liggja vel við miðum eða markaði munu geta greitt hærra verð fyrir kvótann. Þannig mun breytingin leiða til hraðari hagræðingar en ella.
    Gert er ráð fyrir að útgerðirnar og aðrir sem eiga kvóta geti afskrifað eignina á 20 árum, 5% á ári. Þetta eru svipaðar afskriftir og lengstu fjárfestingar fyrirtækjanna. Miðað við þá ávöxtun sem nú tíðkast, 7% til 10%, er verðmæti slíkrar eignar 40% til 50% af verðmæti ævarandi eignar. Er þá ekki tekið tillit til umræðunar um auðlindaskatt sem veldur mikilli óvissu og skerðir væntanlegt verðmæti kvótaeignar. Ekki er heldur tekið tillit til væntinga um meiri veiði sem auka verðmæti kvótans. Ef þessi þingsályktunartillaga verður samþykkt geta útgerðir gengið að þessari eign vísri og hagað rekstrinum eftir því. Vel má vera að mörg útgerðin muni meta slíka vissa eign jafnmikils og óvissa „kvótaeign“ í dag.
    Bankar, sjóðir og aðrir lánardrottnar sem lánað hafa til útgerða og tekið hafa óbeint veð í kvóta skipanna geta gert ráðstafanir á þetta löngum tíma til að taka veð í öðrum eignum eða fá lánin greidd upp.
    Eðlilegt er að þeir sem finna nýja fiskstofna, sem síðan þarf að setja kvóta á, fái á sama hátt þann kvóta til tímabundinnar eignar og afskrifist hún á 20 árum. Þetta gæti átt við Smuguveiðar, veiðar á Flæmingjagrunni eða kúfiskveiðar. Þannig verði fólk hvatt til að finna nýjar fisktegundir og frumkvæði þeirra verðlaunað.
    Nauðsynlegt gæti verið að veita byggðarlögum sem orðið hafa fyrir mestum skakkaföllum vegna kvótakerfisins tímabundna byggðakvóta í 3–5 ár.
    Vel má hugsa sér að til hliðar við þessa almenningsvæðingu veiðiheimilda verði vægt þjónustugjald. Gjaldið, sem greitt yrði af kvótaeigendum, stæði undir beinum kostnaði ríkis ins af rannsóknum og veiðieftirliti sem hvort tveggja er í þágu eigenda kvótans, þ.e. almenn ings. Ekki er eðlilegt að fræðilegar grunnrannsóknir verði greiddar með þjónustugjaldinu. Þetta þjónustugjald mætti t.d. innheimta þegar ávísununum er skipt í tegundir. Það mundi lækka það verð sem hver einstaklingur fær. Þar mun því myndast nauðsynlegt kostnaðareftir lit bæði með rannsóknunum og veiðieftirlitinu.

Rök fyrir nýju kerfi.

    Sú breyting á eignarhaldi veiðiheimilda sem lögð er til í þessari tillögu til þingsályktunar hefur eftirfarandi kosti:
     Eignarhald á árlegum veiðirétti er bundið við fólk sem er búsett á Íslandi. Þannig er tryggt að auðlindin nýtist íbúum landsins og að arðurinn af auðlindinni renni til innlends efnahagslífs. Ekki er hætta á því að auðlindin verði alþjóðleg og að arðsmiðja hennar flytjist úr landi. Nýjustu dæmi af Vestfjörðum og Suðurnesjum sýna að illmögulegt er í núverandi kerfi að halda arðsmiðju kvótans á ákveðnum stað. Unnt er að stofna útgerð með höfuðstöðvar á einum stað þó að reksturinn sé í reynd allt annars staðar.
     Öll sú flókna lagasetning sem ætlað er að tryggja að auðlindin sé í höndum „Íslendinga“, t.d. lög um fjárfestingar útlendinga í íslensku atvinnulífi, verður óþörf. Ekki skiptir lengur máli hverrar þjóðar sá er sem veiðir fiskinn og vinnur hann ef hann greiðir markaðsverð til íbúa landsins fyrir aðgang að miðunum. Aflinn verður veiddur þar sem hagkvæmast er að veiða hann og vinna með hliðsjón af fjarlægð til miða og markaðar og hæfu starfsfólki.
     Þau óleystu vandamál sem snúa að veðsetningu kvóta, eignfærslu hans, erfðum og búskiptum verða öll mjög einföld þegar það liggur fyrir að kvótinn er venjuleg eign sem afskrifast á 20 árum.
     Þessi lausn kemur til móts við þá réttlætiskröfu að auðlind þjóðarinnar verði ekki úthlutað tilviljanakennt til útvalins hóps fólks en aðrir, jafnvel þeir sem öfluðu reynslunn ar, fái ekki neitt. Hún lagar aftur að einhverju leyti þá tilviljanakenndu tekjumisskipt ingu sem átt hefur sér stað að undanförnu.
     Meginkostur hugmyndarinnar að baki þessari þingsályktunartillögu er að andvirði kvótans rennur ekki til ríkisins, eykur ekki ríkisumsvif. Skarpan greinamun verður að gera á ríkissjóði og fólkinu í landinu. Hér er um almannavæðingu að ræða en ekki ríkisvæð ingu. Reginmunur er á þessari tillögu og öðrum sem ganga út á að veiðileyfagjaldið renni til ríkisins í formi skatts, sölu eða opinbers uppboðs. Hins vegar nýtur ríkið arðs ins af auðlindinni óbeint þar sem tekjur fólks af sölu veiðileyfa verða líklega skattskyld ar.
     Þar sem hver einstaklingur, börn og gamalmenni meðtalin, fær sinn hlut í árlegum veiðiheimildum og getur selt hann verður ekki eins mikil þörf fyrir barnabætur og opinberan örorku- og ellilífeyri. Þannig yrði létt af ríkinu þeim byrðum að hluta.
     Tekjur fólks af sölu ávísana á hlut í árlegri veiðireynslu yrðu væntanlega skattskyldar eins og aðrar tekjur. Skattstofninn stækkaði og lækka mætti tekjuskatt þegar fram í sækti. Í kerfinu er auk þess fólgin svo mikil tekjujöfnun, þar sem allir fá sömu upphæð, að hugsanlega mætti í kjölfarið taka upp flata skatta.
     Tillagan hefur í för með sér mikla markaðsvæðingu kvótans. Þar sem kvóta er úthlutað þrjú ár fram í tímann færu 30% af árlegum kvóta á markað fyrsta árið; 5% fyrir fyrsta fiskveiðiárið, 10% fyrir það næsta og 15% fyrir hið þriðja. Við næstu úthlutun færu svo á markað 20%, 25% o.s.frv. Þessi mikla markaðsvæðing mun valda mikilli verðlækkun á árlegum leigukvóta, úr 80 kr. á kíló í hugsanlega 50 til 60 kr. á kíló. Útgerðin mun ekki geta né vilja greiða jafnhátt verð og nú tíðkast þegar hún þarf að kaupa stóran hluta þess afla sem hún veiðir. Ella mun hún ekki skila hagnaði. Þessi verðlækkun mun gera nýjum aðilum kleift að hefja útgerð en það er nánast óhugsandi í dag. Það mun svo aftur bæta stöðu þeirra byggðarlaga sem misst hafa mikinn kvóta og liggur við landauðn í dag.
     Það kerfi, sem hér er lagt til að tekið verði upp, gerir ráð fyrir að einstaklingar selji kvóta sinn á markaði. Þegar vel gengur í útgerðinni, hátt verð er á mörkuðum eða mikill afli mun verð á kvótanum hækka. Allir vilja auka við sig og kaupa kvóta. Þá munu fjöl skyldurnar geta keypt sér bíl eða farið í ferðalag. Þegar illa árar munu útgerðirnar vilja draga saman seglin og verða ekki reiðubúnar til að greiða eins hátt verð fyrir kvótann. Þá verða heimilin að sleppa einhverju af útgjöldum sínum. Sveiflujöfnunin sem talsmenn iðnaðarins hafa lagt svo mikla áherslu á mun eiga sér stað hjá fjölskyldunum og kvóta sjóðum. Það hefur enda sýnt sig að þau eru betur til þess fallin að draga saman seglin en t.d. ríkið.
     Þetta nýja kerfi mun bæta samkeppnisstöðu Íslands gagnvart útlöndum. Fyrirtæki sem ræður launþega hér á landi nýtur þess að hann og fjölskylda hans fá árlegar tekjur af kvótasölu á meðan erlend fyrirtæki njóta ekki þess sama.
     Útgerðin mun ætíð geta keypt allan kvóta sem hún þarfnast á verði sem ræðst á markaði. Hún mun kaupa kvóta á sama hátt og olíu og önnur aðföng.
     Kvótaeign útgerðanna verður viss og afskrifast á 20 árum í stað þeirrar óvissu sem ríkir um núverandi „eign“. Sumum útgerðum kann að þykja sú eign betri en óvissan sem fylg ir núverandi kvóta. Þessi langi afskriftatími mun gefa útgerðinni og lánastofnunum næg an tíma til að ganga frá skuldum og mynda eign.

Ókostir núverandi fyrirkomulags.

    Það eignarhald, sem tekið var upp til bráðabirgða árið 1984, hefur eftirfarandi ókosti:
     Eignarhaldið er bundið við hugtakið „Íslendingur“. Það er aftur á móti einstaklingur sem hegðar sér aðallega í samræmi við eigin hagsmuni en ekki nema að litlu leyti í sam ræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Þegar um mikla fjármuni er að ræða, hundruð eða þús undir milljóna kr., verða einkahagsmunir ávallt teknir fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Þessu hafa Vestfirðingar fengið að kynnast þegar hagsmunir byggðarlagsins rekast á hagsmuni einstaklinga sem „eiga“ kvótann.
     Í auknum mæli hafa íslensk útgerðarfélög keypt útgerðir í mörgum löndum, orðið alþjóðleg. Þessi þróun er í fullum gangi. Þegar slíkt alþjóðafyrirtæki stundar útgerð í 25 löndum heims, þar á meðal á Íslandi, er nokkuð víst að arðsmiðja þess mun ekki vera á Íslandi heldur yrði Ísland verstöð jafnsett hinum verstöðvum fyrirtækisins. Verk smiðjuskip fyrirtækisins kæmu jafnvel aldrei til hafnar á Íslandi. Auðlindin væri orðin alþjóðleg. Staðsetning höfuðstöðva fyrirtækisins skiptir hér engu.
     Til þess að halda auðlindinni í eigu þjóðarinnar hafa verið sett viðamikil og fókin lög á Alþingi sem takmarka fjárfestingar útlendinga í útgerð og fiskvinnslu. Útgerðin skal vera í höndum Íslendinga og íslenskra fyrirtækja. Vandamálin sem skapast vegna eignatengsla eru nánast óyfirstíganleg og reglurnar verða afar flóknar. Ekki er komið í veg fyrir raunveruleg yfirráð vegna lánveitinga sem oftast eru sterkari en bein eignaraðild. Mörkin á milli útgerðar, fiskiðnaðar og annars iðnaðar eru oft mjög óljós. Þessar flóknu reglur hamla allri eðlilegri fjármögnun atvinnugreinarinnar. Þær eru krampakennd til raun til þess að halda auðlindinni í eigu þjóðarinnar. Með þeirri lausn, sem hér er stefnt að, er allsendis óþarfi að setja allar þessar hömlur og kvaðir því arðurinn af auðlindinni rennur til þjóðarinnar sem leigugjald.
     Vegna þess að auðlindin er sameign þjóðarinnar en gengur samt kaupum og sölum hafa komið upp mikil og vaxandi vandkvæði. Minna má á lögin um samningsveð sem sam þykkt voru á síðasta þingi. Enn fremur má minna á vandamál í sambandi við afskriftir kvóta, skattalega eignfærslu kvóta, erfðir og skiptingu kvótaeignar við búskipti. Allt vandamál sem ekki hafa verið leyst.
     Framsal kvóta, sem er grundvöllur fyrir hagkvæmni fiskveiðistjórnunarkerfisins, hefur valdið miklum deilum. Reynt hefur verið að takmarka framsal en allar slíkar takmarkan ir eru til baga og valda tjóni. Þessi vandræði stafa af því að ekki liggur fyrir hver á kvót ann og fólk sættir sig ekki við fjárhagslegar afleiðingar kerfisins fyrir einstaklinga, þ.e. að verið sé að selja það sem er í sameign þjóðarinnar.
     Núverandi kerfi gerir nýjum aðilum ókleift að hefja útgerð. Þeir þurfa að keppa við aðila sem hafa fengið kvóta gefins. Myndast hefur óeðlilega hátt verð fyrir leigukvóta, þ.e. um 80 kr. á þorskígildiskíló. Þetta verð er mjög hátt í samanburði við markaðsverð á fiski upp úr sjó. Þetta verð geta þeir einir greitt sem hafa fengið stóran hluta af kvóta sínum gefinn og greiða því í raun lágt meðalverð fyrir leigukvótann. Afleiðingarnar eru vandræði margra byggðarlaga sem misst hafa kvóta og fá hann ekki aftur vegna þess að nýir aðilar geta ekki hafið útgerð.
     Flest stærstu fyrirtæki í útgerð hafa aflað sér fjár á hlutabréfamarkaði og notað það fé til að kaupa veiðiheimildir. Þannig hefur nýtt fé streymt til þeirra útgerðarmanna sem fyrir voru, ýmist til að greiða tap á óhagkvæmum rekstri, lækka skuldir eða til að kaupa kvóta af útgerðarmönnum sem hætta útgerð og fá þannig fé fyrir sameign þjóðarinnar.
     Þrátt fyrir ákvæði í kjarasamningum um að sjómenn skuli ekki taka þátt í kvótakaupum útgerðarinnar er töluvert um slíkt, enda er auðvelt að sjá fyrir sér stöðu þar sem skip er búið með kvótann og áhöfnin stendur frammi fyrir því að taka pokann sinn eða taka þátt í kvótakaupum sem ekki borga sig fyrir útgerðina nema sjómenn taki þátt í þeim. Angi af þessu máli eru t.d. samningar útgerðar við fiskvinnsluhús um tonn á móti tonni sem lækka verðið á aflanum.
     Þetta býður svo aftur upp á misnotkun sem felst í því að útgerðarmaður stofnar fyrirtæki og leigir því skipið en selur því leigukvóta.
     Samtök iðnaðarins hafa bent á skaðleg áhrif sem sjávarútvegurinn hefur á aðrar atvinnugreinar. Þegar vel gengur í sjávarútvegi keppir hann við aðrar greinar um fólk. Laun hækka, aðrar greinar geta ekki borið þann kostnað og hætta starfsemi því gengisþróun tekur mið af stöðu sjávarútvegs. Þegar illa gengur hjá sjávarútveginum er gengið fellt og aftur myndast grundvöllur fyrir aðrar atvinnugreinar. Þessar sveiflur eru öðrum at vinnugreinum mjög dýrkeyptar. Núverandi eignarhald kemur ekki í veg fyrir slíkar sveiflur.
     Fiskvinnslan er oft samtvinnuð útgerð en ekki alltaf. Það hefur í för með sér að sum fiskvinnslufyrirtæki njóta kvótagjafarinnar á meðan önnur þurfa að kaupa til sín við skipti. Auk þess er fiskvinnslan í mikilli samkeppni við frystitogara. Þannig þrengir sí fellt að fiskvinnslunni og það kemur niður á því fólki sem þar starfar.
     Einn stærsti ókostur við núverandi eignarhald er að það byggist á tilviljanakenndri veiðireynslu á tilviljanakenndu árabili og hefur því öll einkenni happdrættis. Fólk skilur ekki slíkt réttlæti því einungis þröngur hópur fólks fékk að taka þátt í happdrættinu. Þeir sem hlutu vinning fengu hann ekki endilega vegna eigin snilli, dugnaðar eða frumkvæð is. Eignarhaldið hefur valdið þvílíkri röskun á tekjuskiptingu í þjóðfélaginu að leita þarf aftur til verðbólgutímans og neikvæðu vaxtanna til að finna sambærilega eignatilfærslu og dugir ekki til. Þessi eignatilfærsla hefur valdið sárindum og gremju almennings sem skilur ekki svona réttlæti.
     Það er og ókostur við núverandi eignarhald að stöðug umræða er um að skattleggja veiðiheimildir, breyta eignarhaldinu eða afnema það. Þannig skapast mikil óvissa og dýr fyrir útgerðarmenn.
    Bent hefur verið á að þegar sé kominn vísir að veiðileyfagjaldi sem er gjaldtaka Þróunar sjóðs að upphæð 1,10 kr. á hvert úthlutað þorskígildiskíló miðað við afla á fiskveiðiárinu 1994–95. Þetta gjald rennur til hagræðingar í sjávarútvegi, svo sem til úreldingar fiskiskipa, og gæti því flokkast undir þjónustugjald.

Fiskveiðistjórnunarkerfi – eignarhald.

    Umræðan um nýtingu fiskistofnanna er í reynd tvíþætt. Annars vegar er rætt um fiskveiði stjórnunarkerfið, t.d. hvort notað er aflamark eða sóknarmark. Hins vegar snýst umræðan um eignarhaldið á þeim verðmætum sem myndast við að aðgang að auðlindinni verður að takmarka.
    Aflamark felst í því að magn sem veiða má af hverri tegund er takmarkað en sóknarmark ið felst í því að takmörkuð er notkun á einstökum veiðarfærum, ákveðnum gerðum fiskiskipa og að svæðum er lokað. Bæði kerfin hafa galla og kosti. Sóknarmarkskerfi veldur hættulega mikilli sókn, óarðbærum veiðitoppum, flóknum reglum um veiðigetu en nýtir hvern fisk. Aflamarkskerfið líður fyrir brottkast en skilar jafnframt jafnri og rólegri sókn. Þessi þings ályktunartillaga tekur ekki afstöðu til þess hvort stjórnunarkerfið eigi að nota heldur tekur hún einungis á eignarhaldi á þeim verðmætum sem verða til þegar takmarka þarf aðgang að auðlindinni.
    Verðmæti myndast í fiskveiðistjórnunarkerfinu óháð því hvort stjórnunarkerfið er valið. Annars vegar sem verð á einhvers konar staðlaðan togtíma eða sóknareiningu og hins vegar verð á veitt kíló. Verðmætin verða til vegna þess að aðgangur að auðlindinni er takmarkaður, þ.e. menn mega ekki veiða eins og þá lystir. Takmörkun sem er nauðsynleg vegna mikillar sóknar umfram afrakstursgetu auðlindarinnar segir okkur að gróði fylgi því að veiða, jafnvel í síminnkandi afla. Annars væri fólk ekki að þessu. Þegar aðgangurinn er takmarkaður verð ur meira til skiptanna fyrir þá sem enn mega veiða, þeir verða færri en ella og hagnaður þeirra vex. Þannig myndast verðmæti kvótans.
    Framsalsrétturinn skiptir miklu máli í sambandi við hagkvæmni veiðanna. Það má jafnvel álykta að hann skapi verðmætin eða sé forsenda þess að verðmæti myndist. Ef tveir útgerðar menn eiga hvor sitt skipið og tilheyrandi kvóta og annað skipanna gæti vel veitt sameiginleg an kvóta beggja skipanna getur sú hagræðing ekki átt sér stað án framsals.
    Hagkvæmni í útgerð hefur aukist mikið og mun líklega aukast enn frekar en eðlilega eru takmörk fyrir því hvað hægt er að auka hana mikið. Verðmæti kvótans hefur jafnframt aukist og mun enn aukast um hríð. Þörf fyrir hagræðingu er þó aðallega hjá þeim útgerðum sem hafa keypt hluta af veiðiheimildum sínum. Hinar, sem ekkert hafa greitt fyrir kvótann, búa ekki við sömu nauðsyn á hagræðingu og geta jafnvel selt kvóta öðru hverju til að fela lakan rekstur. Núverandi eignarhald vinnur þannig gegn hámarksarðsemi í útgerðinni og skerðir um leið hag þjóðarinnar.

Úthlutun á veiðiheimildum.

    Sú ráðstöfun að úthluta aflaheimildum til útgerða í samræmi við veiðireynslu ákveðinna þriggja ára í fortíðinni hefur vakið upp margar spurningar.
    Hvers vegna fengu útgerðirnar verðmætin en ekki skipstjórar og sjómenn sem þó sóttu afl ann? Voru útgerðarmennirnir ekki búnir að fá þann arð af rekstrinum sem fyrir lá að þeir gætu og ættu að fá miðað við þekktar aðstæður á rekstrartímanum, nákvæmlega eins og skip stjórarnir og sjómennirnir höfðu fengið launin sín. Var ekki úthlutunin til útgerðarmannanna miklu seinna happdrætti. Á það má benda að ef ekki hefði verið takmarkaður aðgangur að auðlindinni hefði hún sennilega horfið og þessi eign hefði aldrei orðið til. Þannig skapaði ríkisvaldið auðlindina.
    Hvers vegna voru þessi ár, 1981, 1982 og 1983, valin? Margir útgerðarmenn höfðu veiði reynslu bæði fyrir og eftir þetta tímabil og fengu þó ekki neitt. Hjá öðrum voru skipin í við gerð eða breytingum á þessu tímabili og þeir fengu því minni heimildir. Er hægt að koma löngu seinna og breyta forsendum fyrir ráðstöfunum fólks, t.d. viðgerðum sem þannig urðu mjög dýrar og afdrifaríkar?
    Hvers vegna fengu fiskverkunarhúsin eða starfsmenn þeirra engan hlut í verðmætunum þótt þau hafi gert fiskinn að söluvöru og séu háð aflanum?
    Hvers vegna fengu sveitarfélögin engan hlut þó að þau hafi skapað aðstöðu og þjónustu fyrir allt það fólk sem vann við veiðar og vinnslu og séu sum hver mjög háð aflanum?
    Hvers vegna fékk ríkið engan beinan hlut þó að það hafi lagt til ríkisábyrgð á lán til skipa, kostað rannsóknir og byggt hafnir?
    Ef ekki hefði komið til aðgerða ríkisvaldsins til að takmarka aðgang að auðlindinni hefði hún sennilega horfið, útgerðarmenn gætu ekki veitt neitt og eign þeirra eða hefðarréttur væri orðinn verðlaus. Sums staðar erlendis, þar sem sjávarútgerð skiptir hlutfallslega mjög litlu máli, hafa stjórnvöld ekki gripið til ráðstafana nógu snemma og þar hafa fiskistofnar hrunið. Eiga útgerðarmenn að eignast verðmæti vegna þess að ríkisvaldið greip til ráðstafana?
    Hvers vegna fékk fólkið í landinu ekkert?

Framkvæmd þingsályktunartillögunnar.

    Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að kannaðir verði kostir og gallar þeirrar tillögu sem hér hefur verið kynnt. Þar sem efni frumvarpsins tekur til svo margra þátta, fjármála, efna hagsmála, sjávarútvegs, byggðarmála og félagsmála, verður að teljast eðlilegt að forsætis ráðherra hafi forgöngu um að gera könnunina. Ef niðurstaðan er jákvæð yrði samið frumvarp til laga um að árlegum afnotarétti á nytjastofnum á Íslandsmiðum verði skipt jafnt milli allra íbúa landins.
    Við könnunina verði athugað hvaða áhrif breytingar á eignarhaldi hafa á ýmis tiltekin atriði. Í því sambandi kann að vera nauðsynlegt að leita til innlendra og erlendra sérfræðinga á ýmsum sviðum.
    Jafnframt verði kannað hvernig unnt væri að setja fram svipaðar tillögur um önnur verð mæti sem verða til við takmörkun á aðgengi, svo sem orku, hálendi og útvarpsrásir.