Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 306 – 124. mál.



Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar, Kristins H. Gunnarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfun óskiptra liða á fjárlögum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið 8,2 millj. kr. framlagi til ýmissa viðskipta- og bankamála á liðnum 12-190 190 á fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

     Á fjárlögum 1997 er gert ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 8,2 millj. kr. á þessum lið. Einnig eru áætlaðar 2 millj. kr. í sértekjur. Tillögur um sértekjur þessar voru settar í frum varp til fjárlaga 1997, en þá voru uppi áform um að gera breytingar á samkeppnislögum þess efnis að greitt væri gjald er svaraði til kostnaðar við áfrýjun mála til áfrýjunarnefndar sam keppnismála. Áform þessi náðu ekki fram að ganga, en áætlun um 2 millj. kr. sértekjur var ekki tekin út úr fjárlögum 1997. Að áliti ráðuneytisins eru ekki forsendur til innheimtu þess ara sértekna og verður því að gera ráð fyrir að til ráðstöfunar verði 6,2 millj. kr. í stað 8,2 millj. kr.
    Ráðstöfun samkvæmt framangreindum lið kemur fram í eftirfarandi töflu:

Verkefni Þús. kr.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
2.364
Nefnd um framkvæmd ábyrgðartrygginga
270
Samráðsnefnd um bankaeftirlit
180
Vinnuhópur Alþjóðastaðlaráðsins um leikvallartæki
90
Vinna að kaupalögum og lögum um þjónustukaup
1.500
Samtals
4.404














Prentað upp.