Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 319 – 259. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um hlutfall útskrifaðra kennara við kennslu.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



1.      Hversu margir þeirra sem hafa útskrifast með kennararéttindi undanfarin tíu ár eru við kennslu?
2.      Hversu margir þeirra sem hafa útskrifast frá Háskólanum á Akureyri eru við kennslu?
3.      Hversu margir þeirra sem hafa útskrifast frá Kennaraháskóla Íslands undanfarin tíu ár eru við kennslu?
4.      Hversu margir þeirra sem lokið hafa kennsluréttindanámi við Háskóla Íslands undanfarin tíu ár eru við kennslu?
5.      Hve margir leiðbeinendur hafa lokið réttindanámi síðan lög nr. 48/1986, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, tóku gildi og hversu margir þeirra eru við kennslu?
6.      Hversu margir þeirra sem hafa menntað sig til raungreinakennslu eru við kennslu
       a.      í grunnskólum,
       b.      í framhaldsskólum?
7.      Hver er meðalstarfsaldur kennara í grunnskólum eftir kjördæmum?


Skriflegt svar óskast.