Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 337 – 269. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins.

Flm.: Hjörleifur Guttormsson.



     Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera Hafrannsóknastofnuninni kleift að gera átak í rannsóknum á áhrifum veiða og veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum. Til verkefnisins verði veitt afmörkuð fjárveiting næstu þrjú ár með hliðsjón af áætlun frá stofnuninni.
    

Greinargerð.


Víðtækar breytingar á hafsbotni.
    Líkur benda til að botnvörpuveiðar hafi frá því þær hófust í byrjun 20. aldar gjörbreytt yfirborði hafsbotnsins víða á Íslandsmiðum, sem og annars staðar þar sem þær eru stundað ar. Verka þær ekki ósvipað og plógar og herfi á landi, þ.e. þær brjóta niður ójöfnur og slétta botninn auk þess sem botngerðin breytist við endurtekið umrót. Margir þeirra sem lengi hafa stundað sjómennsku telja sig hafa orðið vitni að gagngerum breytingum á landslagi botnsins á stórum svæðum á landgrunninu. Sem næst sléttur botn er forsenda þess að stunda togveiðar áfallalaust og því hafa þessar breytingar verið taldar jákvæðar með tilliti til togveiða. Margir sjómenn hafa þó haft áhyggjur af áhrifum þessarar röskunar á lífsskilyrði á sjávarbotni, bæði staðbundnum og einnig hugsanlegum áhrifum á klak fiskstofna. Með stækkun veiðarfæra og aukinni sókn hefur röskunin augljóslega orðið meiri og víðtækari.
    Viðhorf til jarðrasks eru afar ólík eftir því hvort um er að ræða röskun á landi eða í sjó. Á þurrlendi hefur verið reynt að setja reglur um jarðrask og draga úr áhrifum þess, en sömu sögu er ekki að segja um hafsbotninn. Kemur þar eflaust til að hann er flestum hulinn og óað gengilegur og aðstæður til beinna rannsókna erfiðar og kosta meira en á þurrlendi.

Helmingi af botni Norðursjávar raskað árlega.
    Rannsóknir í Norðursjó benda til að um 50% af yfirborði sjávarbotns þar verði fyrir raski af völdum botnveiðarfæra einu sinni til fimm sinnum á ári og eigi stóran þátt í að tegundasamsetning þar sé nú ólík því sem hún var fyrir um hálfri öld. Áhyggjur manna og rannsóknir erlendis hafa einkum beinst að veiðum með bjálkatrolli, en um áhrif dragnóta- og botnvörpu veiða á botndýralíf er minna vitað. Botnvarpa er sem kunnugt er algengasta veiðarfæri sem notað er hér við land og er því mikil nauðsyn að afla vitnesku um áhrif af notkun hennar á botngerð og lífríki botnsins.

Röskun af völdum botnvörpu.
    Toghlerar botnvörpu eru sá hluti veiðarfærisins sem mestu raski veldur á botni, en einnig geta fótreipi og grandarar valdið raski. Það fer eftir botngerð og dýpi hversu stórt far mynd ast eftir botnvörpuhlerana, en oft er það nálægt einum metra á breidd og dýpt þess 15–20 sm. Skurðirnir sem hlerarnir skilja eftir sig eru þannig oft um tveir metrar samanlagt og þeim mun breiðari að talið er sem undirlag er mýkra. Stálkúlur (bobbingar) á fótreipi geta hugsan lega kramið lífverur, en lítið er vitað um áhrif þeirra.

Rannsóknir til þessa.

    Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af áhrifum botnveiðarfæra á lífríki hafa rannsóknir hérlendis til þessa verið afar takmarkaðar. Hafrannsóknastofnunin hefur hins vegar um árabil stundað rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á fiskstofna. Fyrir 2–3 árum lýsti stofnunin áhuga á að hefja rannsóknir á áhrifum botnveiðarfæra á botninn. Árið 1996 veitti Lýðveldissjóður tveimur umsækjendum, Sigmari Arnari Steingrímssyni og Stefáni Áka Ragnarssyni, styrk til rann sókna á áhrifum botnvörpuveiða á samfélög botndýra sem svaraði til launa sérfræðings í 5–6 mánuði. Var rannsóknaáætlun þeirra felld að áætlun Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir árið 1997 (verkefni nr. 16.19 innan sjó- og vistfræðisviðs). Felst rannsóknin í forkönnun þar sem nýttur er gagnagrunnur stofnunarinnar til að meta veiðiálag við landið, staðbundinni könnun á botndýralífi á fyrirhuguðu rannsóknasvæði og útitilraun þar sem borið er saman botn dýralíf á röskuðu og óröskuðu svæði. Leggur Hafrannsóknastofnunin til aðstöðu fyrir verk efnið og skip til útitilraunar. Rannsóknarráð Íslands greiðir að hluta laun sérfræðings með svonefndum stöðustyrk og auk þess styrk upp í kaup á neðansjávarmyndavél til nota við rannsóknirnar. Einnig hefur Lýðveldissjóður styrkt verkefnið. Gert er ráð fyrir að það taki þrjú ár, en fjármagn er aðeins tryggt til eins árs.
    Hér er um lofsvert framtak að ræða sem vonandi getur markað upphaf að víðtækum rann sóknum á áhrifum veiða á vistkerfi hafsbotnsins hér við land.

Botndýr á Íslandsmiðum (Bioice-verkefnið).
    Rannsóknarverkefnið Botndýr á Íslandsmiðum hófst árið 1992 og hefur því staðið yfir í um fimm ár. Með tilkomu þess efldust verulega rannsóknir á flokkun íslenskra botndýra og á lífsháttum þeirra. Markmið verkefnisins eru að rannsaka hvaða botndýrategundir lifa innan íslenskrar efnahagslögsögu, skrá útbreiðslu þeirra og magn og tengsl við aðrar lífverur sjáv ar. Slík vitneskja um botndýralíf skapar mikilvægan þekkingargrunn sem m.a. nýtist til al mennrar umhverfisvöktunar og til að kanna eftirtalin atriði:
     1.      samsetningu botndýrafánunnar og útbreiðslu tegunda,
     2.      samfélagsgerð botndýra og magn þeirra við landið,
     3.      ætiskilyrði fiskstofna í tengslum við fjölstofnasamspil,
     4.      breytingar á botndýralífi í tengslum við breytingar á ástandi sjávar og mengun,
     5.      frekari nýtingu botndýra við Ísland.
    Þó að gögnunum hafi ekki verið sérstaklega safnað til að meta áhrif togveiða á botndýralíf verður mögulegt að nýta þau til þess að bera saman botndýralíf á svæðum sem eru undir mis munandi álagi frá togveiðum.
    Á þeim tíma sem liðinn er frá því verkefnið hófst hefur fjölmörgum sýnum verið safnað í alls 11 leiðöngrum. Við sýnatöku hafa unnið 47 sérfræðingar og námsmenn frá 10 löndum. Í rannsóknastöð verkefnisins í Sandgerði starfa nú 11 manns auk sérfræðinga og vinna flestir þeirra að frumúrvinnslu sýna. Nú eru á Íslandi og í 14 öðrum löndum yfir 70 manns að full vinna þessi sýni og greina dýr til tegunda. Mikið hefur fundist af dýrategundum sem ekki var vitað áður að væru hér við land og einnig hafa fundist margar áður óþekktar dýrategundir. Allt stuðlar þetta að aukinni þekkingu og skilningi á lífríki sjávar sem aftur er forsenda fyrir forsjálli nýtingu og vernd þessarar mikilvægu auðlindar.

Nýtt átaksverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar.
    Tillagan gerir ráð fyrir að Hafrannsóknastofnuninni verði gert kleift á næstu þremur árum að ráðast í sérstakt átaksverkefni til rannsókna á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á landgrunninu. Fylgja með tillögunni drög að verklýsingu og fjárþörf vegna slíks verkefnis til þriggja ára, tekin saman af Hafrannsóknastofnuninni (sjó- og vistfræðisvið) að beiðni flutningsmanns. Að þremur árum liðnum yrði verkefnið endurmetið með tilliti til frekari rannsókna.
    Þær afmörkuðu rannsóknir sem nú fara fram á vegum sjó- og vistfræðideildar á áhrifum veiðarfæra á samfélög botndýra hafa þegar leitt í ljós þörfina á mun víðtækari rannsóknum á þessu sviði og munu gagnast við undirbúning þeirra. Reynslan af afmörkuðum átaksverk efnum á vegum stofnunarinnar eru góð, ekki síst af fjölstofnaverkefninu og rannsóknum á klaki og hrygningu þorsks.

Sjálfbærar fiskveiðar.
    Íslensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um sjálfbæra þróun atvinnulífs í landinu. Í því sambandi hlýtur sjávarútvegurinn að skipa háan sess sem undirstöðuatvinnugrein. Íslenskar rannsóknastofnanir hafa sýnt að þær eru færar um að vera í fararbroddi í grunnrannsóknum séu þeim skapaðar til þess aðstæður fjárhagslega. Tilkoma sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna hérlendis leggur okkur jafnframt sérstakar skyldur á herðar að sinna sem flestum sviðum er snerta vistkerfi hafsins og verndun þess gegn ofnýtingu. Tækni við fiskveiðar veld ur sífellt meira álagi á lífrænar sjávarauðlindir og þess þarf vandlega að gæta að sjálfbær nýting sé höfð að leiðarljósi. Rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríki sjávar er svið sem vanrækt hefur verið alltof lengi. Tillagan miðar að því að við því verði nú brugðist með markvissu átaki.
    Í meðfylgjandi áætlun Hafrannsóknastofnunarinnar er að finna samantekt um stöðu rann sókna á áhrifum veiða og veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins og rökstudd er þörfin á skipu legu rannsóknaátaki. Þar kemur meðal annars fram að lítið er vitað um áhrif botnvörpu og ýmissa annarra veiðarfæra á lífríki sjávarbotns og að þau eru einn af þeim þáttum sem geta skipt máli varðandi viðgang fiskstofna. Á undanförnum árum hafa kröfur um bætta umgengni við lífríki hafsbotnsins orðið æ háværari og því er þörf á að efla rannsóknir á þessu sviði. Áætlunardrög Hafrannsóknastofnunarinnar miðast við þrjú ár, 1998–2000, og taka þau til rannsókna á botndýrum og jarðfræði botnsins. Heildarkostnaður er áætlaður um 63 millj. kr., mestur fyrsta árið, um 25 millj. kr. Um áætlunina víasast að öðru leyti til fylgiskjals.
    Flutningsmaður þakkar Hafrannsóknastofnuninni fyrir að hafa brugðist vel við beiðni um að taka saman og móta meðfylgjandi drög að rannsóknaáætlun um þetta mikilvæga verkefni.


Fylgiskjal.


Hafrannsóknastofnunin:

Drög að áætlun um átak í rannsóknum á áhrifum veiða og
veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum.

(Reykjavík 1997.)


Inngangur.
    Á síðari árum hefur mönnum orðið ljóst að veiðar með botnveiðarfærum hafa áhrif á vist kerfi hafsbotnsins. Í ljósi þess hve stór veiðarfæri eru nú til dags og sókn mikil er mjög brýnt að meta hvers eðlis slík áhrif eru. Nú eru samfélög botndýra í Norðursjó og Eystrasalti talin vera ólík því sem var fyrr á öldinni og líklega eiga auknar veiðar með botnveiðarfærum á síðari hluta þessarar aldar sinn þátt í því að lífríkið hefur breyst.
    Við togveiðar rótast fíngert set upp af botni, sem síðan berst í burtu með straumi, en kór allar, hnullungar og steinar festast í veiðarfærinu og flytjast til eða eru fluttir burt af svæð inu. Í tímans rás er líklegt að botngerð á veiðislóð breytist og að jafnframt verði breytingar á samfélögum botndýra vegna þess að útbreiðsla þeirra er mjög nátengd botngerð.
    Veiðar hafa jafnframt áhrif á lífslíkur botndýra. Sýnt hefur verið fram á að bjálkatroll get ur kramið stórgerð botndýr. Mikið af þeim dýrum sem lentu í trollinu drápust á dekki og lífs líkur aukafla, sem var hent fyrir borð, reyndust vera litlar.
    Það er einungis á allra síðustu árum sem áhersla hefur verið lögð á að kanna áhrif veiðar færa á lífríkið. Oftast hefur það verið gert með tilraunum þar sem borin er saman samsetning botndýra á svæðum sem togað hefur verið á (tilraunasvæði) og á óröskuðum svæðum (sam anburðarsvæði). Í öllum þessum tilraunum nema einni, þar sem áhrif botnvörpu voru könnuð, var unnið að rannsóknum á áhrifum bjálkatrolls á botndýralíf. Lítið er því vitað um áhrif botnvörpu á lífríki sjávarbotns en líklegt er þó að áhrif hennar séu verulega frábrugðin bjálkatrollinu þar sem þessi tvö veiðarfæri eru ólík að gerð.
    Togveiðar eru umfangsmestu veiðarnar umhverfis Ísland. Þó að sókn sé meiri á einstök hafsvæði fremur en önnur dreifast veiðarnar engu síður á allt landgrunnið (sjá mynd). Líklegt er að lífríki á botni geti verið undir álagi frá þessum veiðum.
    Á undanförnum árum hefur Hafrannsóknastofnunin stundað rannsóknir á veiðarfærum með tilliti til hagkvæmni í gerð þeirra og notkun, svo og rannsóknir á kjörhæfni veiðarfæra og atferli fisks gagnvart þeim. Gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Síðustu ár hefur verið lögð sérstök áhersla á endurbætur veiðarfæra þannig að seiðum sé sleppt eða að veiðarfærin sleppi einni tegund án þess að aðrar fari út um leið (leggpoki, legggluggi, seiðaskiljur og smáfiskaskiljur). Markmið þessara tilrauna er þannig að bæta umgengni um auðlindina og koma í veg fyrir óþarfa seiða- og smáfiskadráp.
    Takmarkaðar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á áhrifum veiðarfæra á lífríki sjáv arbotns. Í nýlegri rannsókn á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar var reynt að meta áhrif dragnóta- og togveiða gagnvart humri og búsvæðum hans. Talið var ósennilegt að dragnóta veiðar löskuðu eða dræpu humar á botni. Mun líklegra þótti að toghlerar og jafnvel fótreipi humar- og fiskivarpa sköðuðu búsvæði humars og yllu einhverjum afföllum. Eins og áður hefur verið bent á er vísindaleg þekking á áhrifum botnvörpuveiða á hafsbotn mjög takmörk uð en botnvarpa er það veiðarfæri sem mest er notað hér við land. Á þessu ári hófust hjá Hafrannsóknastofnuninni rannsóknir á því hvaða áhrif botnvörpuveiðar hafa á samfélög botndýra en auk stofnunarinnar hafa Lýðveldissjóður og Rannsóknarráð Íslands styrkt verk efnið.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Umfang togveiða við Ísland árið 1996. Hver punktur sýnir einstakt tog með veiðarfæri (dragnót, humar-, rækju- og botnvarpa).

    Íslendingar hafa sett sér það takmark að stunda sjálfbærar veiðar í framtíðinni. Slík stefna felur í sér að almennt sé gengið vel um auðlindir hafsins og að nýting auðlinda valdi sem minnstum skaða. Nauðsynlegt er að þær undirstöður sem tryggja viðgang fiskstofna okkar verði fyrir sem minnstu tjóni. Dýr sem lifa á hafsbotni eru mikilvæg fæða fyrir suma nytja botnfiska okkar eða eru æti fyrir fiska sem nytjafiskar éta. Auk þess er á sjávarbotni að finna sérstök búsvæði (t.d. kóralla) sem talin eru mikilvæg í vistkerfi sjávar. Hafsbotninn er því einn af þeim þáttum sem geta skipt máli varðandi viðgang fiskstofna og nauðsynlegt er að umgengni um hann sé sem best.

Rannsóknir sem nú eru stundaðar á Íslandi á áhrifum veiða á vistkerfi sjávar.
    Á þessu ári hófust rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar á áhrifum botnvörpu á botn dýralíf. Markmiðið er að kanna hvort botnrask, vegna veiða með botnvörpu, hafi marktæk áhrif á samfélög botndýra og botnset. Rannsóknirnar, sem gerðar eru í Stakksfirði, fóru þannig fram að afmörkuð voru átta snið og togað mörgum sinnum með botnvörpu yfir fjögur þeirra en hin sniðin (fjögur) voru látin vera að öllu leyti óröskuð. Með endurteknum söfnun um verður fylgst með útbreiðslu og þéttleika botndýra á sniðunum og kannað hvort marktæk ur munur verði í framvindu þessara þátta á sniðum sem togað var yfir og þeim sem látin voru í friði.
    Um er að ræða fyrstu rannsóknir sinnar tegundar hér á landi og mun reynslan nýtast við rannsóknir á þessu sviði í framtíðinni. Stofnuninni er einungis unnt að veita takmarkað fjár magn til þessara rannsókna og sökum þess gengur úrvinnsla á sýnum hægt og nokkur tími mun líða þar til að búið verður að vinna úr gögnum og niðurstöður liggja fyrir. Með auknu átaki væri unnt að flýta verulega fyrir framgangi verksins svo að niðurstöður fengjust sem allra fyrst. Einnig er brýnt að átakið tryggi framtíð slíkra rannsókna, en til að svo megi verða telur Hafrannsóknastofnunin nauðsynlegt að tryggð verði laun eins sérfræðings, til viðbótar þeim sem þegar starfar á stofnuninni, og þriggja rannsóknarmanna.
    Eins og áður var getið hefur Hafrannsóknastofnunin stundað rannsóknir á veiðarfærum sem stuðlað hafa að bættri umgengni um auðlindir hafsins.

Frekari rannsóknir.
    Ljóst er að mörg önnur veiðarfæri en botnvarpa geta haft áhrif á lífríki botns. Hafrann sóknastofnunin hefur mikinn hug á að efla rannsóknir á þessu sviði. Hér að neðan eru nefnd þau verkefni sem að stofnunin telur brýnust og ætlunin er að sinna, fáist til þess nægilegt fjármagn og mannafli.
     1.      Áhrif humarvörpu á botndýralíf.
                  Markmið rannsóknanna er að meta hvort að veiðar með humarvörpu hafi áhrif á bú svæði humars og lífslíkur humars sem sleppur undan vörpunni. Einnig að meta áhrif veiðarfæris á þéttleika annarra botndýra.
                  Talið er mögulegt að fótreipi og hlerar humarvörpunnar raski búsvæði humars á þann hátt að eyðileggja holur þær sem hann grefur sér í botninn. Einnig er hugsanlegt að rask vörpunnar hafi áhrif á þéttleika og samsetningu annarra botndýra. Holur eru dýrunum nauðsynlegar, m.a. sem griðastaður fyrir ágangi rándýra. Ekki er vitað um afdrif þess humars sem sleppur undan veiðarfærinu en líklegt má telja að hann verði í einhverjum mæli ránfiskum að bráð.
     2.      Áhrif kúfisksplógs á lífríki botns.
                  Markmið verkefnisins er að kanna áhrif veiða með kúfisksplógi á þéttleika og sam setningu botndýra. Einnig er markmiðið að kanna hve lengi botndýralíf er að jafna sig eftir plægingu.
                  Kúfisksplógur er notaður á sand- og leirkenndum botni. Framan við plóginn er vatns þrýstibúnaður sem dælir vatni af miklum krafti niður í botninn og nær plógurinn þannig að grafa sig 15–20 sm niðri í botnsetið. Auk þess að veiða önnur dýr en kúfisk gætu áhrif hans á botndýralíf birst í því að róta upp seti og smáum botndýrum. Enn fremur er hugsanlegt að með plægingu skapist ný skilyrði fyrir nýliðun kúfisks.
    Í framangreindum verkefnum er mikilvægt að kanna samtímis áhrif veiðarfæra á setgerð og botndýr. Líklegt er að veiðar hafi áhrif á setgerð, en náið samband er á milli tegundasam setningu botndýra og botngerðar. Til að fá góðar upplýsingar um gerð botnsets þarf að taka mörg sýni, sem eru tímafrek í úrvinnslu. Með svokallaðri botnsjá ( side scan sonar) má með skjótum hætti greina á milli mismunandi botngerða og auk þess nemur tækið mishæðir á hafsbotni, t.d. för eftir toghlera. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að slík tæki nýtast vel til að meta ummerki eftir veiðarfæri á botni. Engin botnsjá er til í landinu og væri Hafrannsókna stofnuninni akkur í því að eignast slíkt tæki.
     3.      Umfang og dreifing veiðiálags á Íslandsmiðum.
                  Markmið þessa verkefnis er að meta dreifingu togveiða við landið og hvernig veiði álag dreifist á hafsvæði Íslandsmiða. Í þessum tilgangi verður notaður gagnagrunnur Hafrannsóknastofnunarinnar en hann hefur að geyma m.a. upplýsingar um staðsetningu toga og dreifingu veiða yfir árabil. Gagnagrunnur stofnunarinnar er líklega sá besti sinn ar tegundar í heiminum.
                  Úrvinnsla á slíkum gögnum getur veitt margvíslegar upplýsingar um umfang og dreifingu veiðiálags, t.d. um á hve stórum hluta Íslandsmiða hefur verið togað með botn veiðarfærum, hvar er oftast togað og hversu umfangsmikil þau svæði eru.
    Niðurstöður úr þessum verkefnum eru aðeins fyrsta skrefið til að auka skilning okkar á áhrifum veiðarfæra á lífríki botnsins. Á undanförnum árum hafa kröfur um bætta umgengni við lífríki botns orðið æ háværari. Auðlindir hafsins eru Íslendingum mjög mikilvægar og því þörf á að þeir séu í fararbroddi hvað varðar rannsóknir á þessu sviði.

Tafla 1.    Átak í rannsóknum á áhrifum veiða og veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum. Tímaáætlun fyrir næstu þrjú ár.
1998 J F M A M J J A S O N D
Áhrif botnvörpuveiða á samfélag botndýra1
Umfang og dreifing veiða á Íslandsmiðum
1999 J F M A M J J A S O N D
Áhrif botnvörpuveiða á samfélag botndýra
Áhrif kúfisksplógs á lífríki botns
2000 J F M A M J J A S O N D
Áhrif humarvörpu á botndýralíf (lýkur ekki á árinu)
Áhrif kúfisksplógs á lífríki botns (lýkur ekki á árinu)
1 Þetta verkefni er þegar hafið.

Tafla 2.    Sundurliðaður kostnaður við rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins (í millj. kr.).
Botndýr 1998 1999 2000
Stofnkostnaður
0,5
Skip
1,8 1,8 1,8
Starfsmenn (land- og sjóvinna)
    Tveir sérfræðingar
6,2 6,2 6,2
    Þrír rannsóknarmenn
6,3 6,3 6,3
Rekstrarkostnaður
0,5 0,5 0,5
Samtals
15,3 14,8 14,8
Jarðfræði
Stofnkostnaður
    Tæki (botnsjá og fylgihlutir, hugbúnaður)
6 ,0
Starfsmenn
    Jarðfræðingur, tækni-/tölvumaður, rannsóknarmaður, 1,5 stöðugildi
4,0 4,0 4,0
Samtals
10,0 4,0 4,0
Heildarkostnaður hvert ár
25,3 18,8 18,8