Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 347 – 277. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

Flm.: Kristján Pálsson, Tómas Ingi Olrich, Einar K. Guðfinnsson,


Einar Oddur Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir.


1. gr.

    Tollskrárnúmer 9303.2000, 9303. 3000, 9306.2900, 9306.3009 í F-lið í viðauka I við lögin falla brott.

2. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.

Greinargerð.


    Alþingi hefur ákveðið með lögum að ýmsar vörur sem fluttar eru til landsins eða fram leiddar eru hér á landi skuli bera vörugjald. Í lögum um vörugjald og í viðauka við þau lög, sem hér er lögð til breyting á, er kveðið á um gjaldið, á hvaða vörur það leggst og hversu hátt það er. Samkvæmt lögunum leggst vörugjald ekki á allar vörur, en dæmi um vörur sem slíkt gjald er lagt á eru vopn og skotfæri, þar á meðal veiðirifflar og skotfæri í þá og einnig skot færi og vopn sem notuð eru til íþróttaiðkunar. Hins vegar er ekkert gjald lagt á sportvörur eins og veiðistangir, skíði, golfsett, boga og sverð.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að sömu reglur gildi um sportvörur eins og byssur, skot og skyldar vörur og sportvörur eins og veiðistangir og því verði felld brott þau tollskrár númer úr viðauka I við lögin um vörugjald sem taka til vopna og skotfæra til markskota eða sportveiða og skotfæra sem þeim tengjast.