Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 359 – 288. mál.
Frumvarp til sveitarstjórnarlaga.
(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)
I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Almennt.
Sveitarfélög eru lögaðilar.
Hver maður telst íbúi þess sveitarfélags þar sem hann á lögheimili.
2. gr.
Yfirstjórn sveitarstjórnarmála.
Engu málefni sem varðar sérstaklega hagsmuni sveitarfélags skal ráðið til lykta án um
3. gr.
Staðarmörk sveitarfélaga.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur ráðuneytið breytt mörkum sveitarfélaga í sambandi við sameiningu þeirra eða til staðfestingar á samkomulagi milli sveitarstjórna.
4. gr.
Heiti sveitarfélaga.
5. gr.
Byggðarmerki.
Félagsmálaráðherra skipar þriggja manna nefnd sem fjalla skal um útlit byggðarmerkja og önnur tengd atriði. Ráðuneytið setur almennar reglur um byggðarmerki og hlutverk byggðar
Viðkomandi sveitarfélag hefur einkarétt á notkun byggðarmerkis sem skráð er hjá Einka
6. gr.
Lágmarksíbúatala.
Nú hefur íbúafjöldi sveitarfélags verið lægri en 50 í þrjú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga frumkvæði að því að sameina það nágrannasveitarfélagi. Einnig má þá skipta hinu fá
Undantekningu frá þessu ákvæði skal gera ef sérstakar aðstæður hindra það að mati ráðu
7. gr.
Almennar skyldur sveitarfélaga.
Sveitarfélög skulu vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma.
Sveitarfélög geta tekið að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum.
Sveitarfélög skulu hafa sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrá eigin fyrirtækja og stofnana til þess að mæta kostnaði við framkvæmd þeirra verkefna sem fyrirtækin og stofn
II. KAFLI
Sveitarstjórnir og sveitarstjórnarfundir.
8. gr.
Sveitarstjórn.
9. gr.
Hlutverk og verksvið sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna sveitarfélagsins og um fram
Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundin verkefni sveitarfélagsins séu rækt og að fylgt sé þeim reglum um meðferð sveitarstjórnarmála sem ákveðnar eru í lögum, reglugerðum og sam
Sveitarstjórn getur ályktað um hvert það málefni sem hún telur að varði sveitarfélagið.
10. gr.
Samþykkt um stjórn og stjórnsýslu.
11. gr.
Heiti sveitarstjórna o.fl.
Í Reykjavíkurborg nefnist sveitarstjórnin borgarstjórn, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins borgarstjóri og byggðarráð sveitarfélagsins borgarráð.
Heiti sveitarstjórnar, byggðarráðs og framkvæmdastjóra er ákveðið í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
12. gr.
Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
a. þar sem íbúar eru innan við 200 3–5 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 200–999 5–7 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 1.000–9.999 7–11 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 10.000–49.999 11–15 aðalmenn,
e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 15–27 aðalmenn.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ekki skylt að fækka eða fjölga aðalmönnum í sveitarstjórn fyrr en íbúatala sveitarfélags hefur verið hærri eða lægri en viðmiðunarmörkin í átta ár samfellt.
Kveðið skal á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
13. gr.
Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar.
14. gr.
Kjör oddvita og varaoddvita.
Kjörtímabil oddvita og varaoddvita er eitt ár. Nú nýtur oddviti ekki lengur stuðnings meiri hluta þeirra sem sæti eiga í sveitarstjórn og skal hann þá víkja sæti og oddvitakjör fara fram á ný.
Sá er rétt kjörinn oddviti eða varaoddviti sem hefur fengið atkvæði meiri hluta þeirra sem sæti eiga í sveitarstjórn. Verði þeim atkvæðafjölda eigi náð skal kjósa að nýju og skal þá kjósa um þá tvo er flest fengu atkvæðin. Ef þrír eða fleiri sem um skyldi kjósa hafa fengið jafnmörg atkvæði skal varpa hlutkesti um hverja tvo skuli kjósa. Verður þá sá rétt kjörinn sem fleiri atkvæði fær þó að hann fái ekki helming atkvæða. Verði atkvæði jöfn ræður hlutkesti.
Tilkynna skal kjör oddvita og varaoddvita til ráðuneytisins þegar að því loknu.
Ef oddviti deyr, verður varanlega forfallaður frá sveitarstjórnarstörfum eða nýtur ekki lengur trausts sveitarstjórnar sem oddviti áður en kjörtími hans er á enda skal kjósa oddvita í hans stað það sem eftir er kjörtímabilsins.
15. gr.
Sveitarstjórnarfundir.
Skylt er að kveðja sveitarstjórn saman til fundar þegar a.m.k. þriðjungur sveitarstjórnar
16. gr.
Opnir fundir.
17. gr.
Boðun sveitarstjórnarfunda.
18. gr.
Auglýsing sveitarstjórnarfunda.
Sveitarstjórn skal í upphafi kjörtímabils taka ákvörðun um hvernig fundir hennar eru aug
Miðað skal við að sem flestir íbúar sveitarfélags hafi greiðan aðgang að auglýsingu um sveitarstjórnarfundi.
Þegar dagskrá sveitarstjórnarfundar hefur verið samin og send sveitarstjórnarmönnum skal hún vera aðgengileg íbúum sveitarfélagsins, svo sem á auglýsingatöflu sveitarfélagsins, skrif
19. gr.
Hæfi sveitarstjórnarmanna.
Sveitarstjórnarmenn eru ekki vanhæfir þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarstjórnar eða ákveða þóknun fyrir slík störf.
Sveitarstjórnarmenn sem jafnframt eru starfsmenn sveitarfélaga og hafa sem slíkir átt þátt í að undirbúa mál sem lagt er fyrir sveitarstjórn eru alltaf vanhæfir þegar sveitarstjórnin fjallar um málið. Ákvæði þetta á þó ekki við um framkvæmdastjóra sveitarfélags.
Ákvæði 3. mgr. á ekki við þegar sveitarstjórn fjallar um og afgreiðir fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélagsins.
Sveitarstjórnarmanni sem veit hæfi sitt orka tvímælis ber að vekja athygli á því. Sveitar
Sveitarstjórnarmaður sem vanhæfur er við úrlausn máls skal yfirgefa fundarsal sveitar
20. gr.
Ályktunarhæfi og atkvæðagreiðsla.
Á sveitarstjórnarfundum ræður afl atkvæða úrslitum mála. Hjáseta telst þátttaka í atkvæða
Ef jafnmörg atkvæði eru með málefni og móti því fellur það en við kosningar ræður hlut
Þegar um meirihlutakosningu er að ræða, svo sem við kjör eins fulltrúa, skal kosning fara fram eins og við oddvitakjör.
21. gr.
Tvær umræður í sveitarstjórn.
a. fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja,
b. ársreikninga sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja,
c. samþykktir og reglugerðir sem samkvæmt lögum eiga að hljóta staðfestingu ráðherra,
d. áætlanir fyrir sveitarfélagið sem gilda eiga til lengri tíma, svo sem skipulags- og framkvæmdaáætlanir,
e. beiðni um aðstoð skv. 75. gr.
22. gr.
Hlutverk oddvita.
23. gr.
Fundargerðir.
Allir kjörnir sveitarstjórnarmenn sem mættir eru skulu undirrita fundargerðir sveitar
Sveitarstjórn er heimilt að ákveða að fundargerðir verði skráðar í tölvu. Sé það gert skal bóka í gerðabók sveitarstjórnar númer fundar, hvar og hvenær fundurinn er haldinn og að fundargerð sé færð í tölvu. Þá skal færa í gerðabók fundarslit og greina blaðsíðutal fundar
Í lok fundar skal tölvuskráð fundargerð prentuð út og hún undirrituð af fundarmönnum. Einnig skal oddviti og a.m.k. einn fundarmanna setja upphafsstafi sína undir hverja blaðsíðu fundargerða, sem blaðsíðusettar skulu í áframhaldandi töluröð.
Undirritaðar tölvuskráðar fundargerðir skulu reglulega bundnar inn í fundargerðabók sveitarstjórnar til varanlegrar varðveislu.
24. gr.
Varamenn.
Nú er framboðslisti borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum og geta þá aðalmenn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðal
Nú næst ekki samkomulag milli stjórnmálaflokka eða samtaka, sem standa að sameigin
Þegar aðalmaður flytur úr sveitarfélaginu um stundarsakir má ákveða að hann skuli víkja úr sveitarstjórn þar til hann tekur aftur búsetu í sveitarfélaginu. Tekur þá varamaður hans sæti samkvæmt framangreindum reglum.
25. gr.
Fundarsköp sveitarstjórnar.
Ráðuneytið semur fyrirmynd að fundarsköpum fyrir sveitarstjórnir og birtir hana í Stjórn
26. gr.
Sveitarstjórn óstarfhæf vegna neyðarástands.
III. KAFLI
Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.
27. gr.
Mæting á fundi o.fl.
Hver sveitarstjórnarmaður er skyldur til að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar.
28. gr.
Afstaða til einstakra mála o.fl.
Vilji sveitarstjórnarmaður eigi una úrskurði oddvita varðandi stjórn og fundarsköp getur hann skotið úrskurðinum til sveitarstjórnar sem sker úr án umræðna.
29. gr.
Málfrelsi, tillöguréttur, atkvæðisréttur o.fl.
30. gr.
Aðgangur að gögnum.
31. gr.
Bókanir í fundargerðir.
32. gr.
Þagnarskylda.
33. gr.
Skylda til að taka kjöri.
Sá sem verið hefur oddviti heilt kjörtímabil eða lengur eða gegnt ákveðnu starfi innan sveitarstjórnar jafnlangan tíma eða lengur getur skorast undan kosningu til þess starfs jafnlangan tíma og hann hefur haft starfið með höndum.
34. gr.
Lausn frá störfum.
Missi fulltrúi í sveitarstjórn kjörgengi skal hann víkja úr sveitarstjórninni, sbr. þó ákvæði 4. mgr. 24. gr.
Nú er sveitarstjórnarmaður af einhverjum ástæðum sviptur fjárforræði og skal sveitarstjórn þá veita honum lausn frá störfum þann tíma er sviptingin gildir.
35. gr.
Þóknun og ferðakostnaður.
Nú tekst sveitarstjórnarmaður ferð á hendur í þágu sveitarfélagsins samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar og á hann þá rétt til greiðslu hæfilegs ferða- og dvalarkostnaðar.
36. gr.
Orlof o.fl.
Sveitarstjórn er heimilt að setja í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins ákvæði um réttindi sveitarstjórnarmanna, svo sem varðandi lífeyrissjóði, barnsburðarleyfi, biðlaun o.þ.h.
37. gr.
Réttindi og skyldur varamanna.
IV. KAFLI
Nefndir, ráð og stjórnir.
38. gr.
Kosning byggðarráðs.
Byggðarráð skal kjörið til eins árs í senn nema annað sé ákveðið í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
Í sveitarstjórnum, sem skipaðar eru sjö eða níu fulltrúum, skal byggðarráð skipað þremur aðalmönnum úr hópi aðalfulltrúa í sveitarstjórn, en fimm eða sjö aðalmönnum þar sem ellefu eða fleiri fulltrúar eru í sveitarstjórn. Jafnmargir varamenn skulu kosnir. Sveitarstjórn er þó heimilt að ákveða í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins að þeir aðalfulltrúar og varafulltrúar, sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista og hinn kjörni byggðarráðsmaður, verði varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann.
Formaður byggðarráðs skal valinn úr hópi kjörinna byggðarráðsmanna.
Sveitarstjórn, sem kjörin er bundinni hlutfallskosningu, getur heimilað framboðsaðila, sem fulltrúa á í sveitarstjórn en eigi nær kjöri í byggðarráð, að tilnefna fulltrúa til að sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Skal heimila framboðsaðila, sem fulltrúa á í sveitarstjórn en eigi í byggðarráði, slíkan rétt þann tíma sem sveitarstjórn fellir niður fundi sína vegna sumarleyfis.
Framkvæmdastjóri sveitarfélags situr fundi byggðarráðs með málfrelsi og tillögurétti en atkvæðisrétt hefur hann því aðeins að hann sé kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og kosinn í byggðarráðið.
39. gr.
Hlutverk byggðarráðs.
Heimilt er að láta byggðarráð taka að meira eða minna leyti við starfi fastra nefnda.
Byggðarráði er heimil fullnaðarákvörðun mála sem eigi varða verulega fjárhag sveitar
Um byggðarráð gilda að öðru leyti ákvæði þessa kafla.
40. gr.
Kosning í aðrar nefndir, ráð og stjórnir.
Kosningar í byggðarráð, nefndir, ráð og stjórnir skulu vera leynilegar og bundnar hlutfallskosningar ef þess er óskað.
Þeir einir eru kjörgengir í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélags sem kosningarrétt eiga í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn er heimilt að skipta um fulltrúa í nefndum hvenær sem er á kjörtímabili nefndar, svo sem þegar nefndarmenn njóta ekki lengur trausts meiri hluta þeirra sem sæti eiga í sveitarstjórn. Enn fremur er fulltrúum í nefndum heimilt að segja af sér nefndarstörfum hvenær sem er á kjörtímabilinu.
Sveitarstjórn getur kosið nefndir til að fara með einstaka málaflokka á kjörtímabilinu.
Þá kýs sveitarstjórn fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir sem sveitarfélag á aðild að samkvæmt viðkomandi samþykktum eða lögum.
Sveitarstjórn getur kosið nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda getur sveitarstjórn afturkallað hvenær sem er og fellur það sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils viðkomandi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn getur kosið nefnd til að fara með afmörkuð málefni í hluta sveitarfélags. Ákveða má í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins að slíka nefnd skuli kjósa í almennum kosn
41. gr.
Sameining nefnda.
Í sveitarfélögum þar sem erfiðlega horfir með að manna nefndir er sveitarstjórn heimilt að fara sjálf með verkefni lögskipaðrar nefndar nema verkefni nefndarinnar sé ósamrýmanlegt störfum sveitarstjórnar að mati ráðuneytisins.
42. gr.
Kjörgengi starfsmanna.
43. gr.
Varamenn.
Ef tveir eða fleiri flokkar eða framboðsaðilar hafa haft samstarf um nefndarkosningar skal þó sá aðili, sem tilnefndi viðkomandi mann til setu í nefnd, einnig tilnefna varamann hans sé eigi öðruvísi ákveðið í yfirlýsingu, sbr. 24. gr.
44. gr.
Hlutverk og valdsvið nefnda.
Sveitarstjórn getur falið nefnd, ráði eða stjórn fullnaðarafgreiðslu mála nema lög mæli á annan veg.
Í því skyni að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð er sveitarstjórn heimilt í samþykkt sveitarfélagsins að ákveða að fela öðrum aðilum en nefndum afgreiðslu mála sem ekki varða verulega fjárhag sveitarfélagsins. Slíkri afgreiðslu má þó ætíð skjóta til viðkomandi nefndar, byggðarráðs eða sveitarstjórnar.
45. gr.
Boðun fyrsta fundar.
Framkvæmdastjóri getur kallað saman tvær eða fleiri nefndir til að ræða mál er varða starfssvið fleiri nefnda en einnar.
46. gr.
Kjör formanns, varaformanns og ritara og hlutverk þeirra.
Formaður nefndar boðar nefndarfundi eða lætur boða með hæfilegum fyrirvara.
Nefndarformaður stjórnar fundi. Fundir skulu að jafnaði haldnir fyrir luktum dyrum. Nefnd getur kvatt á sinn fund starfsmenn sveitarfélags ef hún telur þess þörf. Hún getur einnig boðið öðrum aðilum að koma á fund nefndarinnar til viðræðna um tiltekin mál.
47. gr.
Réttindi og skyldur fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum.
Ákvæði II. og III. kafla laga þessara gilda að öðru leyti um fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélags eftir því sem við á.
48. gr.
Fundargerðir.
Sé um ráðgefandi nefnd að ræða, sem ekki hefur verið falin fullnaðarafgreiðsla máls samkvæmt lögum eða samþykkt sveitarfélagsins, teljast ályktanir hennar tillögur til sveitarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar.
49. gr.
Afgreiðsla fundargerða.
Fundargerðir skulu fylgja dagskrá reglulegra sveitarstjórnarfunda.
50. gr.
Þóknun.
Sveitarstjórn er heimilt að ákveða að greiða áheyrnarfulltrúum þóknun fyrir störf þeirra í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélags.
V. KAFLI
Framkvæmdastjórn og starfslið sveitarfélaga.
51. gr.
Almennt.
52. gr.
Ekki ráðinn framkvæmdastjóri.
53. gr.
Laun oddvita þar sem eigi er starfandi framkvæmdastjóri.
Ef um er að ræða sérstakar, umfangsmiklar og tímabundnar framkvæmdir á vegum sveitar
Láti oddviti í té húsnæði og aðra aðstöðu vegna skrifstofuhalds og fundarhalda í þágu sveitarfélags á hann rétt á sérstakri greiðslu fyrir þá þjónustu.
54. gr.
Ráðning framkvæmdastjóra.
Sveitarstjórn skal gera skriflegan ráðningarsamning við framkvæmdastjóra þar sem starfs
Ráðningartími framkvæmdastjóra sveitarfélags skal að jafnaði vera sami og kjörtími sveitarstjórnar. Heimilt er að ráða framkvæmdastjóra sveitarfélags til óákveðins tíma en upp
Taka skal sérstaklega fram í ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra hvort ráðningin miðist við kjörtíma sveitarstjórnar eða gildi um óákveðinn tíma.
55. gr.
Verksvið framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri undirbýr fundi sveitarstjórnar og byggðarráðs og hefur á hendi fram
Framkvæmdastjóri er prókúruhafi sveitarsjóðs. Framkvæmdastjóra er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Prókúruhafar sveitarsjóðs skulu vera fjár síns ráðandi.
Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lán
Framkvæmdastjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins
Í samþykkt um stjórn sveitarfélags skal setja nánari ákvæði um verksvið framkvæmdastjóra og mörk milli þess og ákvörðunarvalds sveitarstjórnar og byggðarráðs.
56. gr.
Ráðning annarra starfsmanna.
Um ráðningu annarra starfsmanna fer eftir ákvæðum í samþykkt um stjórn sveitarfélags. Séu þar eigi sérstök ákvæði þessa efnis gefur sveitarstjórn almenn fyrirmæli um hvernig staðið skuli að ráðningu starfsmanna.
57. gr.
Starfskjör, réttindi og skyldur.
VI. KAFLI
Fjármál sveitarfélaga.
58. gr.
Almennt um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga.
Bókhaldi skal hagað á skýran og aðgengilegan hátt og skulu reikningsskil gefa glögga mynd af rekstri og efnahag sveitarfélagsins í heild. Að svo miklu leyti sem við á gilda ákvæði laga um bókhald og laga um ársreikninga, svo og aðrar góðar bókhalds- og reikningsskilavenjur.
59. gr.
Reikningsárið.
60. gr.
Flokkun í reikningsskilum sveitarfélaga.
a. sveitarsjóður, sem í lögum þessum merkir aðalsjóð sveitarfélags auk annarra sjóða og stofnana er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum,
b. stofnanir sveitarfélaga, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu sveitarfélaga, og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
61. gr.
Fjárhagsáætlun.
Fjárhagsáætlun samkvæmt þessari grein skal vera meginregla um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn sveitarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins á viðkomandi reiknings
Fjárhagsáætlun skal rædd á tveimur fundum í sveitarstjórn með a.m.k. einnar viku millibili.
Í fjárhagsáætlun skal koma fram rekstrar- og framkvæmdaáætlun, áætlun um efnahag í upphafi og lok árs, auk áætlaðra fjármagnshreyfinga. Form fjárhagsáætlunar skal vera í sam
62. gr.
Breytingar á fjárhagsáætlun.
Samþykki sveitarstjórn fjárveitingu sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun skal hún jafnframt kveða á um hvernig útgjöldum skuli mætt. Samþykki slíkrar fjárveitingar telst breyting á fjárhagsáætlun.
63. gr.
Þriggja ára áætlun.
64. gr.
Útgjöld úr sveitarsjóði.
65. gr.
Fjárfrekar framkvæmdir.
66. gr.
Skil á fjárhagsáætlun o.fl. til ráðuneytisins.
67. gr.
Ársreikningur.
Ársreikningurinn skal gerður samkvæmt lögum, reglum og góðri reikningsskilavenju.
Ársreikningur skal sýna yfirlit um rekstur og framkvæmdir á reikningsárinu og efnahags
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga að höfðu samráði við Hagstofu Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga.
68. gr.
Endurskoðun ársreiknings.
Heimilt er þó sveitarstjórn að ákveða að endurskoðun sveitarsjóðs, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins verði falin sérstakri endurskoðunarstofnun á vegum sveitarfélagsins. Skal slík endurskoðunarstofnun vera undir stjórn forstöðumanns sem skal hafa löggildingu sem endur
Endurskoðandi sveitarfélags skal haga endurskoðun í samræmi við lög og reglur og góðar endurskoðunarvenjur eins og þær eru á hverjum tíma hjá opinberum aðilum. Með endurskoðun sinni skal hann komast að rökstuddri niðurstöðu um áreiðanleika ársreiknings og ganga úr skugga um að fylgt hafi verið ákvæðum laga, reglna og samþykkta um meðferð fjármuna og upplýsingaskyldu sveitarfélaga.
Endurskoðandi sveitarfélags skal kynna skoðunarmönnum skv. 69. gr. athugun sína og endurskoðun tímanlega fyrir áritun ársreiknings.
69. gr.
Skoðunarmenn.
Skoðunarmenn skulu yfirfara ársreikning sveitarfélagsins. Einnig skulu þeir athuga einstök fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja eftir því sem þeim þykir ástæða til.
Skoðunarmenn skulu koma tímanlega á framfæri við endurskoðanda sveitarfélags þeim ábendingum og upplýsingum sem þeir telja að við eigi og geti orðið innlegg í endurskoðunar
70. gr.
Aðgangur að upplýsingum.
71. gr.
Áritun ársreiknings.
Endurskoðandi skal gefa yfirlýsingu um að ársreikningurinn hafi verið endurskoðaður og að hann hafi verið saminn í samræmi við ákvæði laga, reglna og samþykkta. Endurskoðandi skal enn fremur láta í ljós skriflegt álit sitt á ársreikningnum og greina frá niðurstöðu endur
Skoðunarmenn skulu í áritun sinni staðfesta að þeir hafi yfirfarið ársreikninginn og jafn
Telji endurskoðandi og skoðunarmenn að í ársreikningi séu ekki þær upplýsingar, sem þar eiga að koma fram, skulu þeir geta þess í áritun sinni, gera grein fyrir því í greinargerð og veita viðbótarupplýsingar, ef þess er kostur. Að öðru leyti geta þeir greint frá þeim atriðum, sem þeir telja eðlilegt að fram komi í ársreikningi.
Ábendingar og athugasemdir, sem endurskoðandi og skoðunarmenn vilja koma á framfæri við sveitarstjórn eða framkvæmdastjóra sveitarfélags, skal bera fram skriflega og skal aðilum veittur hæfilegur frestur til svara.
Ef endurskoðanda eða skoðunarmönnum þykir ástæða til skulu þeir gera tillögur til sveitar
Sveitarstjórn skal varðveita á öruggan hátt öll gögn um endurskoðunina og samskiptin við endurskoðanda og skoðunarmenn.
Endurskoðanda eða skoðunarmönnum er hvorki heimilt að gefa óviðkomandi upplýsingar um hag sveitarfélags, stofnana þess eða fyrirtækja né annað það er þeir komast að í starfi sínu.
Ráðherra getur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga sett með reglugerð nánari ákvæði um endurskoðun hjá sveitarfélögum, svo sem um verkaskiptingu endurskoðanda og skoðunarmanna.
72. gr.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á ársreikningi.
Sveitarstjórn skal taka til umfjöllunar og afgreiðslu álit, greinargerðir og tillögur endurskoðanda og skoðunarmanna skv. 71. gr.
Sveitarstjórnir skulu hafa lokið fullnaðarafgreiðslu ársreiknings sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess eigi síðar en 1. júní. Sveitarstjórn og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins skulu árita ársreikninginn og senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands fyrir 15. júní ár hvert ásamt greinargerð endurskoðanda og skoðunarmanna.
Vanræki sveitarstjórn að afgreiða eða skila ársreikningum sínum innan tilskilins frests getur ráðuneytið stöðvað greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til viðkomandi sveitarfélags og með lögsókn komið fram ábyrgð á hendur þeim aðila sem ábyrgð ber á vanrækslunni.
73. gr.
Tryggingar og ábyrgðir.
Eigi má sveitarfélag veðsetja öðrum tekjur sínar né heldur fasteignir sem nauðsynlegar eru til þess að sveitarfélagið geti rækt lögskyld verkefni sín. Aðrar eignir getur sveitarfélag veðsett í þágu sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja þess.
Sveitarfélag getur veitt Lánasjóði sveitarfélaga tryggingar í tekjum sínum vegna lána sem það tekur hjá sjóðnum. Félagsmálaráðherra getur sett í reglugerð nánari ákvæði um tryggingar Lánasjóðs sveitarfélaga í tekjum sveitarfélaga.
Eigi má framkvæma aðför í þeim eignum sveitarfélaga sem nauðsynlegar eru til fram
Kröfur á hendur sveitarsjóði má eigi nota til skuldajafnaðar við kröfu sveitarfélags um lögboðin gjöld til sveitarsjóðs eða stofnana sveitarfélagsins.
Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitar
74. gr.
Eftirlitsnefnd.
Nefndin skal árlega athuga reikningsskil sveitarfélaga og bera þau saman við viðmiðanir skv. 4. mgr. Leiði athugun í ljós að fjármál sveitarfélags stefni í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarfélag og samhliða upplýsa ráðuneytið um álit sitt. Sveitarstjórn er skylt í slíkum tilvikum að gera eftirlitsnefndinni innan tveggja mánaða grein fyrir hvernig sveitar
Þóknun til eftirlitsnefndarmanna skal ákveðin af ráðherra. Þóknunin og annar kostnaður af starfi nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
Ráðherra setur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga reglugerð um störf og máls
Ákvarðanir eftirlitsnefndar eru endanlegar og verða eigi kærðar til ráðherra.
75. gr.
Fjárþröng.
Eftirlitsnefnd skal þá tafarlaust láta fara fram rannsókn á fjárreiðum og rekstri sveitar
Eftirlitsnefnd er heimilt að grípa til aðgerða skv. 2. mgr. hafi sveitarstjórn ekki sinnt að
Komi í ljós við rannsókn að fjárhagur sveitarfélags sé slíkur að það geti ekki með eðlilegum rekstri staðið straum af lögboðnum útgjöldum eða öðrum skuldbindingum sínum er ráðu
76. gr.
Svipting fjárforráða.
Áður en sveitarstjórn verður svipt fjárforráðum sveitarfélags samkvæmt þessari grein skal ráðuneytið þó skora á sveitarstjórn að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl og er ráðuneytinu heimilt að veita sveitarstjórn allt að sex mánaða frest í því skyni. Ráðuneytið getur þá jafnframt óskað eftir að sveitarfélaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eftir almennum reglum.
Heimilt er sveitarstjórn að höfða mál fyrir dómi til ógildingar ákvörðun ráðherra um svipt
77. gr.
Fjárhaldsstjórn.
Fjárhaldsstjórn skal skipuð til tiltekins tíma og eigi lengur en til eins árs í senn.
Þóknun til fjárhaldsmanna skal ákveðin af ráðherra og greiðist úr ríkissjóði.
Birta skal ákvörðun um sviptingu fjárforræðis og skipun fjárhaldsstjórnar í Lögbirtinga
78. gr.
Hlutverk fjárhaldsstjórnar.
Fjárhaldsstjórn skal rannsaka fjárreiður sveitarfélagsins og allan rekstur þess og gera nýja áætlun um tekjur og gjöld sveitarfélagsins fyrir næstu tvö fjárhagsár.
Áætlun þessa skal senda ráðuneytinu til staðfestingar ásamt umsögn sveitarstjórnar. Að lokinni staðfestingu ráðuneytis gildir áætlunin sem fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, a.m.k. meðan sveitarfélagið er undir fjárhaldsstjórn.
Fjárhaldsstjórn getur með samþykki ráðuneytisins selt eigur sveitarfélagsins til lúkningar skuldum, þó eigi þær eigur sem nauðsynlegar eru til framkvæmda á lögskyldum verkefnum, sbr. 73. gr. Með sama móti getur fjárhaldsstjórn ákveðið að færa tiltekna starfsemi, sem rekin hefur verið á vegum sveitarfélagsins, í hendur einkaaðila.
79. gr.
Sameining við annað sveitarfélag.
80. gr.
Brottfall sviptingar fjárforráða.
VII. KAFLI
Samvinna sveitarfélaga.
81. gr.
Almennt.
82. gr.
Stofnun byggðasamlags.
Í samningi sem gera skal um byggðasamlag skulu vera ákvæði meðal annars um stjórn samlagsins og kjör fulltrúa til hennar, fjölda þeirra, kjörtímabil, um varafulltrúa og annað sem máli skiptir í því sambandi.
Í samningnum skulu vera ákvæði um hvenær stjórnarfundur er ályktunarhæfur og um umboð stjórnar til að skuldbinda sveitarsjóði. Þá skulu vera ákvæði um í hvaða tilvikum þörf er staðfestingar sveitarstjórna á samþykktum sem gerðar eru í stjórn byggðasamlags.
Þar sem eigi er öðruvísi ákveðið í samþykktum byggðasamlags gilda eftir því sem við eiga meginreglur laga þessara um meðferð mála, skyldur og réttindi stjórnarmanna, starfslið, meðferð fjármála og endurskoðun ársreikninga.
Sveitarsjóðir bera einfalda ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum byggðasamlags sem þeir eru aðilar að en innbyrðis skiptist ábyrgðin í hlutfalli við íbúatölu.
83. gr.
Endurskoðun samþykkta byggðasamlaga.
Til þess að breyting á samþykktum fyrir byggðasamlag nái fram að ganga þurfa 2/ 3 hlutar sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga að staðfesta hana eða hún hafi verið samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu á starfssvæði byggðasamlagsins, en 2/ 3 hlutar stjórnarmanna geta krafist þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram um tillögu til breytinga á samþykktunum.
84. gr.
Úrganga úr byggðasamlagi.
Óski sveitarstjórnin eftir því að fá nettóeignarhluta sinn í byggðasamlagi innleystan er eigi skylt að greiða hann á skemmri tíma en 20 árum. Náist eigi samkomulag um verðmæti eignarhlutans eða greiðslukjör skal það úrskurðað af þremur dómkvöddum, hæfum og óvilhöllum mönnum sem meðal annars skulu taka tillit til áframhaldandi hagræðis íbúa viðkomandi sveitarfélags af starfsemi byggðasamlagsins og greiðslugetu byggðasamlagsins eða þeirra sveitarfélaga sem halda rekstri þess áfram.
85. gr.
Starfsemi byggðasamlags hætt.
Nú er ákveðið að hætta starfsemi byggðasamlags eða svo er fyrir mælt í lögum og skal þá skipa því sérstaka skiptastjórn er gerir upp eignir þess og skuldir og slítur rekstri þess. Heimilt er skiptastjórn að auglýsa eftir kröfum á hendur byggðasamlaginu með opinberri innköllun. Eftir að kröfur hafa verið greiddar skal afgangi eigna eða eftirstöðvum skulda jafnað á viðkomandi sveitarsjóði í hlutfalli við íbúatölu.
Skiptastjórn skal kjörin af stjórn byggðasamlags.
86. gr.
Landshlutasamtök sveitarfélaga.
Sveitarstjórnir kjósa fulltrúa á ársfund landshlutasamtaka eftir þeim reglum sem ákveðnar eru í samþykktum samtakanna.
87. gr.
Samband íslenskra sveitarfélaga.
VIII. KAFLI
Stækkun sveitarfélaga.
88. gr.
Almennt.
89. gr.
Skyldubundin sameining sveitarfélaga.
Nefndin skal gera tillögu um hverra kosta skuli leita varðandi sameiningu sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög.
Þegar tillaga nefndarinnar liggur fyrir skal ráðuneytið fara þess á leit við viðkomandi sveitarfélag eða sveitarfélög að þau tilnefni til viðbótar fulltrúa í nefndina þannig að hvort eða hvert sveitarfélag eigi þar tvo fulltrúa. Nú berst ráðuneytinu eigi tilnefning í nefndina innan tilskilins frests og skal þá ráðuneytið skipa fulltrúa í nefndina án tilnefningar.
Nefndin skal síðan gera tillögu til viðkomandi sveitarstjórna um það hvernig að sameiningu sveitarfélaganna skuli staðið.
Sé um fleiri en eina tillögu að ræða getur ráðuneytið ákveðið að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa viðkomandi sveitarfélaga um tillögurnar.
Ráðuneytið skal óska eftir umsögn viðkomandi sveitarstjórna um sameiningarmálið en síðan ákveður ráðuneytið hvernig að sameiningu sveitarfélaganna skuli staðið.
Heimilt er ráðuneytinu að fresta sameiningu sveitarfélaga þar sem svo stendur á sem segir í 3. mgr. 6. gr.
90. gr.
Frjáls sameining sveitarfélaga.
Skal hvor eða hver sveitarstjórn kjósa tvo fulltrúa eða fleiri í nefndina eftir samkomulagi. Nefndin kýs formann úr sínum hópi.
Samstarfsnefnd skal starfa í samráði við ráðuneytið og skal það láta henni í té þá aðstoð er það telur nauðsynlega og úrskurða um vafaatriði er upp kunna að koma.
Þegar samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu um sameiningu skulu viðkomandi sveitar
Að lokinni umræðu sveitarstjórna skal síðan fara fram atkvæðagreiðsla innan sveitar
Samstarfsnefndin eða viðkomandi sveitarstjórnir skulu kynna íbúum sveitarfélaganna þá tillögu sem greiða skal atkvæði um með hæfilegum fyrirvara og með tryggum hætti, svo sem með dreifibréfi eða almennum fundi.
Sveitarstjórn lætur gera atkvæðaseðil til afnota við atkvæðagreiðsluna í samráði við ráðuneytið. Um atkvæðagreiðslur samkvæmt þessari grein fer eftir ákvæðum laga um kosn
91. gr.
Skilyrði fyrir frjálsri sameiningu.
Hljóti tillaga samstarfsnefndar skv. 90. gr. ekki samþykki í öllum hlutaðeigandi sveitar
92. gr.
Fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykki sameiningartillögu.
93. gr.
Staðfesting ráðuneytisins.
Séu sveitarfélög þau, sem sameinuð eru, í umdæmi tveggja eða fleiri sýslumanna skal ráðu
94. gr.
Sameining yfir mörk kjördæma.
95. gr.
Birting ákvörðunar um sameiningu.
96. gr.
Kosning nýrrar sveitarstjórnar.
97. gr.
Endurskoðun reglugerða og samþykkta.
98. gr.
Fjárhagsleg aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
99. gr.
Afsláttur af fasteignaskatti.
IX. KAFLI
Samskipti ríkis og sveitarfélaga.
100. gr.
Samstarfssáttmáli.
101. gr.
Breyting á verkaskiptingu eða fjármálalegum samskiptum.
102. gr.
Eftirlitshlutverk ráðuneytisins.
Vanræki sveitarstjórn skyldur sínar skal ráðuneytið veita henni áminningu og skora á hana að bæta úr vanrækslunni.
Verði sveitarstjórn eigi við áskorun ráðuneytisins innan frests sem ráðuneytið tiltekur er því heimilt að stöðva greiðslur til sveitarsjóðs úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar til bætt hefur verið úr vanrækslunni. Jafnframt getur ráðuneytið með lögsókn krafist dagsekta af þeim sem ábyrgð bera á vanrækslunni og mega dagsektir nema allt að fimmföldum daglaunum viðkomandi manns.
103. gr.
Úrskurðarvald ráðuneytisins.
Ráðuneytið skal leitast við að kveða upp úrskurð innan tveggja mánaða frá því að því berst mál til úrskurðar.
Ráðuneytið skal árlega gefa út úrskurði sína í sveitarstjórnarmálefnum.
X. KAFLI
Önnur ákvæði.
104. gr.
Almennar atkvæðagreiðslur og borgarafundir.
Skylt er að halda almennan borgarafund ef 1/ 4 hluti atkvæðisbærra manna í sveitarfélaginu óskar þess.
Til almenns borgarafundar skal boðað með opinberri auglýsingu og skal þar taka fram hverjir hafi atkvæðisrétt á fundinum ef ætlunin er að atkvæðagreiðsla fari þar fram.
Ályktanir slíkra funda eru ekki bindandi fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn getur efnt til almennrar atkvæðagreiðslu í sveitarfélagi eða hluta þess til þess að kanna vilja kosningabærra íbúa um tiltekið málefni. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er ekki bindandi um afgreiðslu málsins fyrir sveitarstjórn nema hún hafi fyrir fram ákveðið að svo skuli vera.
Við framkvæmd atkvæðagreiðslu skv. 5. mgr. skal farið eftir meginreglum laga um kosningar til sveitarstjórna eftir því sem við getur átt.
105. gr.
Gildistaka.
Jafnframt falla úr gildi sveitarstjórnarlög, nr. 8/1986, með síðari breytingum, og lög um heimild sveitarfélaga til stofnunar og starfrækslu atvinnu- og þjónustufyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð, nr. 24/1972.
Ákvæði til bráðabirgða.
Gengið skal út frá að staðarmörk sveitarfélaga, sem liggja að miðhálendi Íslands, verði framlengd inn til landsins. Sama gildir um staðarmörk sveitarfélaga á jöklum. Skal miðað við sýslumörk þar sem það á við, en heimilt er að víkja frá þeim með samkomulagi viðkomandi sveitarstjórna. Í öðrum tilvikum skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir koma sér saman um mörk sveitarfélaganna.
Verði ágreiningur um stjórnsýslumörk ekki leystur með samkomulagi viðkomandi sveitar
Félagsmálaráðherra skipar fimm manna úrskurðarnefnd sem hafa skal það hlutverk að leysa úr ágreiningi skv. 3. mgr. Þrjá nefndarmanna skipar ráðherra án tilnefningar en tveir skulu tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kostnaður vegna starfa úrskurðarnefnd
Staðarmörk sveitarfélaga sem ákveðin eru samkvæmt bráðabirgðaákvæði þessu skulu stað
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Hinn 8. janúar 1996 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að endurskoða sveitarstjórnarlög, nr. 8/1986. Í nefndina voru skipuð Jón Kristjánsson alþingismaður, formaður nefndarinnar, Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Sesselja Árnadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig sat fundi nefnd
Við umfjöllun nefndarinnar um kosningar til sveitarstjórna fékk nefndin til ráðgjafar Skúla Guðmundsson, skrifstofustjóra hjá Hagstofu Íslands. Enn fremur fékk nefndin til ráðgjafar Halldór Hróarr Sigurðsson, löggiltan endurskoðanda, þegar fjallað var um VIII. kafla laganna um fjármál sveitarfélaga.
Fengist hefur mikil reynsla af framkvæmd sveitarstjórnarlaga og þótti tími til kominn að taka þau til heildarendurskoðunar til að sníða af annmarka og bæta við ákvæðum sem reynslan hefur leitt í ljós að vantað hefur. Sú reynsla er fyrst og fremst fengin frá sveitarfélögunum og félagsmálaráðuneytinu.
Í upphafi starfs nefndarinnar var ákveðið að rita öllum sveitarfélögum bréf og gefa þeim kost á að koma á framfæri hugmyndum og tillögum að breytingum á sveitarstjórnarlögum. Svör bárust aðeins frá 14 sveitarfélögum.
Reynsla félagsmálaráðuneytisins byggist fyrst og fremst á skriflegum og munnlegum erindum um túlkun á einstökum ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Með gildistöku stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fjölgaði erindum til ráðuneytisins geysilega. Fjölgun slíkra erinda má þó jafnan tengja við þau ár er sveitarstjórnarkosningar fara fram. Enn fremur hefur umfang hvers máls að jafnaði aukist mikið. Hér á eftir fara upplýsingar um fjölda úrskurða og skriflegra álita ráðuneytisins sem birt hafa verið með vísan til 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga:
Ár | Fjöldi úrskurða eða álita | Ár | Fjöldi úrskurða eða álita |
1986 | 9 | 1992 | 9 |
1987 | 12 | 1993 | 19 |
1988 | 14 | 1994 | 69 |
1989 | 6 | 1995 | 49 |
1990 | 22 | 1996 | 41 |
1991 | 19 |
Nefndin skoðaði sérstaklega sveitarstjórnarlöggjöf Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og unnin var skýrsla þar sem borin er saman löggjöf þessara landa og sveitarstjórn
Nefndin ákvað að leggja til að sett yrðu sérstök lög um kosningar til sveitarstjórna. Er þar meðal annars fylgt fordæmi annarra Norðurlanda. Helsta ástæða þess er að nauðsynlegt þykir að öll lagaákvæði um sveitarstjórnarkosningar verði á einum stað en ekki að hluta til í sveitar
Miðað við núgildandi sveitarstjórnarlög er breytt nokkuð skipulagi og uppröðun einstakra ákvæða, en helstu efnislegu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu frá núgildandi lögum eru eftirfarandi:
— Felldur er brott allur greinarmunur sem gerður er á sveitarfélögum eftir fjölda íbúa. Þannig hafa öll sveitarfélög sömu stjórnsýslulegu stöðuna burtséð frá íbúafjölda.
— Lagt er til að landið allt skiptist í sveitarfélög en ekki einvörðungu byggðin og afréttir, sbr. 1. gr. og ákvæði til bráðabirgða.
— Rýmkuð eru ákvæði laganna varðandi nafngiftir sveitarfélaga, sbr. 4. gr. Í tengslum við það er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir ákveði heiti sveitarstjórna, byggðarráða og fram
— Felldur er brott III. kafli laganna um kosningu sveitarstjórna og samið nýtt frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna.
— Í III. kafla frumvarpsins er leitast við að gera ákvæði varðandi sveitarstjórnarfundi skýrari, m.a. ákvæði varðandi auglýsingu fundanna, hæfi sveitarstjórnarmanna, tölvu
— Kaflanum um fjármál sveitarfélaga er breytt nokkuð í því skyni að samræma betur fjárhagslegt uppgjör sveitarfélaga, sbr. m.a. 58., 60., 67. og 72. gr., skýra nánar hlutverk endurskoðanda og skoðunarmanna, sbr. 68.–71. gr., og setja fram úrræði svo unnt sé að bregðast fyrr við alvarlegum fjárhagsvanda sveitarfélags ef sveitarstjórn hefur ekki um það frumkvæði, sbr. 74.–80. gr. Einnig er felld brott heimild fyrir sveitarstjórnir til að veita einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar, sbr. 73. gr.
— Felld er brott 99. gr. gildandi laga um að sveitarfélögum geti í einhverjum tilvikum verið skylt að hafa með sér samvinnu.
— Felld er brott 100. gr. gildandi laga um stofnun og starfsrækslu atvinnu- og þjónustufyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð í samræmi við lög nr. 24/1972.
— Felld er brott 117. gr. gildandi laga þar sem ákvæðið er talið úrelt í ljósi breyttra aðstæðna, m.a. breytinga varðandi aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
Að öðru leyti er vísað til athugasemda við einstakar greinar frumvarpsins.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Gerð er sú tillaga að í stað fyrirmæla í 1. mgr. um að byggðin í landinu skiptist í sveitar
Ákvæði um að einungis byggðin í landinu og afréttir skiptist í sveitarfélög koma fyrst með beinum hætti fram í sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986. Áður voru ákvæðin á annan veg og er rétt að gera í stuttu máli grein fyrir þeim.
Tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi var sett 4. maí 1872 og átti hún sér u.þ.b. 20 ára aðdraganda. Í 1. gr. tilskipunarinnar var svohljóðandi ákvæði: „Stjórn sveitamálefna í sveitum Íslands skal falin á hendur hreppsnefnd í hverjum hreppi, sýslunefnd í sýslu hverri, og amts
Sveitarstjórnarlög voru sett 33 árum síðar, lög nr. 7/1905. Í 1. gr. þeirra laga sagði: „Sýslur á landinu skulu vera sömu og nú eru, sömuleiðis sýslnamörk. Sama er um hreppa í hverri sýslu og hreppamörk.“
Samhljóða ákvæði var í sveitarstjórnarlögum, nr. 12/1927.
Hinn 1. janúar 1962 tóku gildi sveitarstjórnarlög, nr. 58/1961, en í 1. mgr. 1. gr. þeirra sagði: „Ríkið skiptist í sveitarfélög, sem ráða sjálf málefnum sínum, undir yfirstjórn ríkis
Núgildandi sveitarstjórnarlög, nr. 8/1986, tóku að mestu gildi 1. janúar 1987. Ákvæði 1. mgr. 1. gr. laganna hljóðar svo: „Byggðin í landinu skiptist í sveitarfélög sem stýra sjálf mál
Um tiltekin svæði utan byggðar er síðan fjallað í 3. mgr. 3. gr. gildandi laga og hljóðar ákvæðið svo: „Nú eiga íbúar tiltekins sveitarfélags upprekstrarrétt í afrétt sem ekki hefur verið skipað innan staðarmarka neins sveitarfélags og skal hann þá teljast til þess sveitar
Samkvæmt gildandi lögum er því byggðinni í landinu skipað innan staðarmarka sveitar
Talið er rétt nú að breyta þessu ákvæði sveitarstjórnarlaga til að skýrt komi fram að stjórn
Sem dæmi um stjórnsýslu sem eðlilegt er að heyri jafnt undir sveitarfélög, hvort sem um byggð svæði og afrétti er að ræða eða ekki, eru heilbrigðiseftirlit, skipulagsmál og byggingar
Á grundvelli 1. gr. laga nr. 73/1993, um breytingu á skipulagslögum, nr. 19/1964, er starf
Í athugasemdum við ákvæði til bráðabirgða er nánar fjallað um hvernig þeim hluta miðhá
Verði þetta ákvæði frumvarpsins að lögum er því gert ráð fyrir að skipting landsins í sveitarfélög verði að meginstefnu til eins og hún er nú á grundvelli 1. mgr. 1. gr. og 3. mgr. 3. gr. gildandi laga, að viðbættu því sem fram kemur í ákvæði til bráðabirgða.
2. mgr. er samhljóða 2. mgr. 1. gr. gildandi laga.
Í 3. mgr. er einvörðungu um orðalagsbreytingu frá gildandi ákvæði að ræða en ekki efnis
Um 2. gr.
Um 3. gr.
Um 4. gr.
Í 2. mgr. 1. gr. gildandi laga segir að sveitarfélög nefnist hreppar, bæir eða kaupstaðir. Í þessari grein frumvarpsins er hins vegar lagt til að rýmkuð verði töluvert ákvæði laganna varðandi nafngiftir sveitarfélaga. Sveitarstjórn verði þannig heimilað að ákveða nafn við
Talin er ástæða til að rýmka núgildandi ákvæði, sérstaklega með hliðsjón af þeirri þróun sem orðin er og stendur yfir í sameiningu sveitarfélaga. Í umræðu um þau mál hefur margoft komið fram af hálfu sveitarstjórnarmanna og annarra að ákvæði laganna séu of þröng að þessu leyti. Enn fremur hefur komið fram að svo þröng ákvæði geti í raun staðið í vegi fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Að auki má nefna að kröfur núgildandi laga leiða til þess að heiti sveitarfélaga samræmast í sumum tilvikum ekki landfræðilegum aðstæðum í viðkomandi sveitarfélagi, t.d. þegar endingunni -bær er skeytt aftan við heiti sveitarfélags sem að stærstum hluta er dreifbýli þótt meiri hluti íbúa búi í þéttbýli.
Um 5. gr.
Gert er ráð fyrir að sveitarstjórnum sé áfram heimilt að ákveða byggðarmerki fyrir sveitarfélag. Að öðru leyti er ákvæðunum breytt nokkuð.
Lagt er til að sveitarstjórnum verði gert skylt að tilkynna um ákvörðun um byggðarmerki til sérstakrar nefndar sem félagsmálaráðherra skipar. Á grundvelli núgildandi laga hafa verið settar almennar reglur um byggðarmerki, nr. 74/1992, þar sem m.a. er fjallað um hlutverk svokallaðrar fastanefndar um byggðarmerki. Í þessari grein frumvarpsins er á skýran hátt kveðið á um skipan byggðarmerkjanefndar og síðan gert ráð fyrir að ráðuneytið setji almennar reglur um hlutverk nefndarinnar og útlit byggðarmerkja.
Í 3. mgr. lagt til það nýmæli að skráning byggðarmerkja fari fram hjá Einkaleyfastofunni og að slík skráning sé forsenda fyrir því að sveitarfélag hafi einkarétt á notkun byggðarmerkis. Er þar stuðst við danskar reglur um skráningu byggðarmerkja sem þykja hafa gefist vel. Eðlilegt þykir að fela Einkaleyfastofunni þessa skráningu, því að þar er fyrir hendi sérþekking um slíka skráningu og þýðingu hennar m.a. á alþjóðlegum grundvelli. Lagt er jafnframt til að iðnaðarráðuneytið setji nánari reglur um þessa skráningu byggðarmerkja þar sem Einkaleyfa
Um 6. gr.
Um 7. gr.
Orðalagi fyrri málsliðar 4. mgr. þessarar greinar frumvarpsins er þó breytt til að gera ákvæðið skýrara, en ekki er um efnislega breytingu að ræða.
Lagt er til að felld verði brott 4. mgr. 6. gr. laganna svo enginn vafi leiki á að það eru sveitarfélögin sem ákveða sjálf hvort þau eigi aðild að héraðsnefnd og þá hvernig hún skuli starfrækt.
Enn fremur er lagt til að felld verði brott 6. mgr. 6. gr. laganna, en þar eru í upplýsingaskyni talin upp helstu verkefni sveitarfélaga. Talið er að slík upptalning sé til þess fallin að valda ruglingi þar sem kveðið er á um verkefni sveitarfélaga í sérlögum hverju sinni. Upptalningin hefur ekki að öllu leyti þótt vera í takt við sérlög á hverjum tíma.
Um 8. gr.
Um 9. gr.
Um 10. gr.
Um 11. gr.
Um 12. gr.
Um 13. gr.
Um 14. gr.
Þó er lagt til í 2. mgr. að breytt verði ákvæði um kjörtímabil oddvita. Í 2. mgr. 46. gr. núgildandi laga segir að kjörtímabil oddvita og varaoddvita sé eitt ár, en heimilt sé þó sveitar
Enn fremur er að finna nýmæli í 2. málsl. 2. mgr. þessarar greinar. Lagt er til að skýrt verði kveðið á um að ef oddviti nýtur ekki lengur stuðnings meiri hluta þeirra sem sæti eiga í sveitarstjórn þá skuli hann víkja sæti og oddvitakjör fara fram á ný. Ákvæði 2. mgr. 46. gr. laganna hefur verið túlkað á þann hátt að kjörtímabil oddvita sé bindandi þannig að ef oddviti nýtur ekki lengur trausts meiri hluta sveitarstjórnarmanna þá geti hann samt sem áður setið til loka kjörtímabilsins. Hefur sú staða í nokkrum tilfellum skapað vandkvæði hjá sveitar
Um 15. gr.
Um 16. gr.
Um 17. gr.
Um 18. gr.
Við framkvæmd gildandi laga hafa hins vegar komið upp fjölmörg álitamál um hvenær sveitarstjórn telst hafa fullnægt skilyrðum laga um auglýsingu á sveitarstjórnarfundum.
Af þeim sökum er lagt til það nýmæli í 2. mgr. að sveitarstjórn er gert að taka ákvörðun í upphafi kjörtímabils um hvernig fundir hennar verði auglýstir á kjörtímabilinu og með hvaða fyrirvara. Jafnframt er lögð sú skylda á sveitarstjórn að kynna íbúum sveitarfélagsins þá ákvörðun með tryggum hætti, svo sem í dreifibréfi eða auglýsingu í staðbundnu fréttablaði. Tilgangur með þessu ákvæði er að stuðla að betri festu í þessum málum en verið hefur. Félags
Í 3. mgr. er sett fram sú viðmiðun að sem flestir íbúar sveitarfélags hafi greiðan aðgang að auglýsingu um sveitarstjórnarfundi.
Þá er enn fremur lagt til það nýmæli í 4. mgr. að þegar dagskrá sveitarstjórnarfundar hefur verið samin og send sveitarstjórnarmönnum í samræmi við samþykkt um stjórn og fundarsköp skuli hún vera aðgengileg íbúum sveitarfélagsins, svo sem á auglýsingatöflu sveitarfélagsins, skrifstofu sveitarfélagsins á venjulegum afgreiðslutíma eða með öðrum hætti er sveitarstjórn ákveður. Tilgangurinn með þessu ákvæði er að stuðla að því að auðveldara verði fyrir almenna borgara að fylgjast með starfsemi sveitarstjórnar í sínu sveitarfélagi.
Um 19. gr.
Enn fremur er í 2. mgr. bætt við ákvæði sem kveður skýrt á um að sveitarstjórnarmenn teljist ekki vera vanhæfir þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarstjórnar eða ákveða þóknun fyrir slík störf.
Í 3. mgr. er að auki bætt við nýju ákvæði varðandi hæfi sveitarstjórnarmanna til meðferðar mála sem þeir hafa komið að á fyrri stigum þess sem starfsmenn sveitarfélagsins.
Ákvæði 2. og 3. mgr. eru bæði tekin upp úr norsku sveitarstjórnarlögunum og eru þau til þess fallin að fækka ágreiningsmálum um hæfi sveitarstjórnarmanna.
Þó er talin ástæða til að taka sérstaklega fram að ákvæði 3. mgr. eigi ekki við um framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Ef gera ætti slíka kröfu til þeirra mætti draga í efa almennt hæfi framkvæmdastjóra sveitarfélaga til að vera jafnframt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og öfugt, með hliðsjón af stöðu hans innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Enn fremur er ekki talin ástæða til að beita ákvæði 3. mgr. þegar verið er að fjalla um og afgreiða fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, þar sem um heildaráætlanir og heildaruppgjör fyrir sveitarfélagið er að ræða.
Ekki er talin ástæða til að gera jafnstrangar hæfiskröfur í sveitarstjórnarlögum og eru í stjórnsýslulögunum, þar sem flest sveitarfélögin eru of fámenn til að geta staðið undir þeim kröfum.
Um 20. gr.
Um 21. gr.
Um 22. gr.
Um 23. gr.
Jafnframt er lagt til það nýmæli að í lögunum verði ákvæði um heimild sveitarstjórnar til að ákveða að fundargerðir verði skráðar í tölvu. Í fjölmörgum sveitarfélögum eru fundargerðir sveitarstjórnarfunda nú skráðar beint inn á tölvu en ekki ætíð jafnframt í fundargerðabók. Eðlilegt er því að sett verði skýr ákvæði um þetta. Í ákvæðinu koma fram helstu reglur sem fylgja ber þegar slíkur háttur er hafður á ritun fundargerða. Tilgangurinn með þeim er að tryggja sem best að fundargerðir séu réttar og að þær verði varðveittar á fullnægjandi hátt.
Almenna reglan er því sú að fundargerðir skuli rita í sérstaka gerðabók, en heimilt er að víkja frá þeirri reglu þegar fundargerðir eru skráðar í tölvu að nánari skilyrðum uppfylltum.
Um 24. gr.
Lagt er til að fellt verði brott ákvæði 3. málsl. 4. mgr. 35. gr. gildandi laga um að ef aðalmaður forfallast um stundarsakir vegna veikinda eða af öðrum ástæðum geti hann valið sjálfur þann varamann sem taka skal sæti hans á meðan. Gert er því ráð fyrir að varamenn taki ætíð sæti eftir þeirri röð sem þeir eru kjörnir. Samsvarar sú regla ákvæði 130. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 80/1987, sbr. 115. gr. sömu laga, um hvernig varamenn taka þingsæti. Verður því um að ræða eina skýra reglu um hvernig varamenn taka sæti í sveitarstjórn.
Um 25. gr.
Um 26. gr.
Til upplýsingar má nefna að slíkt neyðarákvæði um stjórn sveitarfélaga í Danmörku ef neyðarástand skapast eða stríð verður er að finna í 69. gr. dönsku sveitarstjórnarlaganna. Það er þó ekki efnislega samhljóða.
Um 27. gr.
Um 28. gr.
Um 29. gr.
Jafnframt er lagt til að fellt verði brott sérákvæði um málfrelsi sveitarstjórnarmanna á fundum nefnda. Eðlilegt er að þeir einir hafi almennt málfrelsi á fundum nefnda sem eru kjörnir fulltrúar í viðkomandi nefnd eða eru áheyrnarfulltrúar samkvæmt lögum eða samþykkt sveitarstjórnar. Rétt er þó að taka fram að nefndir geta hins vegar almennt heimilað sveitar
Um 30. gr.
Um 31. gr.
Um 32. gr.
Jafnframt er talið rétt að taka skýrt fram svo enginn vafi leiki á að þagnarskylda haldist áfram eftir að sveitarstjórnarmaður lætur af þeim störfum.
Um 33. gr.
Um 34. gr.
Það nýmæli er lagt til í 3. mgr. að ef sveitarstjórnarmaður er af einhverjum ástæðum sviptur fjárforræði skuli sveitarstjórn veita honum lausn frá störfum þann tíma er sviptingin gildir. Er hér því gert ráð fyrir að sveitarstjórnarmaður víki sæti í sveitarstjórn þegar t.d. bú hans er til gjaldþrotaskipta, en ekki þykir rétt í þessu samhengi að einstaklingar sem persónulega hafa verið sviptir fjárforræði geti haft heimild til að sýsla með opinbert fé þann tíma sem svipting fjárforræðis gildir. Ef bú sveitarstjórnarmanns er tekið til gjaldþrotaskipta ber honum því að víkja úr sveitarstjórn þann tíma sem skiptameðferð á grundvelli gjaldþrotalaga stendur. Er ákvæði þetta m.a. í samræmi við ákvæði 66. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, um hæfi til að sitja í stjórnum hlutafélaga, og enn fremur í samræmi við breytingartillögur sem gerðar eru í 3. mgr. 55. gr. frumvarps þessa varðandi prókúruhafa sveitarsjóðs.
Um 35. gr.
Um 36. gr.
Um 37. gr.
Um 38. gr.
Fellt er brott ákvæði 1. mgr. 55. gr. laganna er fjallar um heiti byggðarráða. Um það er fjallað í 11. gr. frumvarpsins.
Í 4. mgr. er hins vegar bætt við ákvæði um að formaður byggðarráðs skuli valinn úr hópi kjörinna fulltrúa í byggðarráði. Rétt er þó að taka skýrt fram að slíkt ákvæði telst ekki koma í veg fyrir að byggðarráð geti í einhverjum tilvikum falið öðrum fundarstjórn, t.d. fram
Um 39. gr.
Um 40. gr.
Í 3. mgr. er tekið skýrt fram að þeir einir séu kjörgengir í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélags sem kosningarrétt eiga í sveitarfélaginu. Ástæða þykir til að taka þetta skýrt fram, en nokkur vafatilvik hafa komið upp um kjörgengi í nefndir á vegum sveitarfélaga.
Jafnframt er bætt við í 4. mgr. skýru ákvæði um að sveitarstjórn sé heimilt að skipta um fulltrúa í nefndum hvenær sem er á kjörtímabili nefndar ef hún telur sérstakar ástæður mæla með því, svo sem þegar nefndarmenn njóta ekki lengur trausts meiri hluta sveitarstjórnar. Er slík heimild til handa sveitarstjórn nauðsynleg til þess að stuðla að betri starfsemi stjórnsýslu sveitarfélagsins og skilvirkni. Að auki er talin ástæða til samræmis við framangreint að taka skýrt fram í 4. mgr. að fulltrúum í nefndum sé enn fremur heimilt að segja af sér nefndar
Í 7. mgr. er síðan lögð til sú breyting að umboð lausanefnda falli niður við lok kjörtímabils þeirrar sveitarstjórnar sem kaus nefndina, en skv. 5. mgr. 57. gr. laganna er gert ráð fyrir að umboð slíkra nefnda falli niður þegar liðin eru fjögur ár frá því að nefndin var kosin. Eðlilegra er að umboð slíkra nefnda nái eingöngu til yfirstandandi kjörtímabils sveitarstjórnar.
Um 41. gr.
Um 42. gr.
Um 43. gr.
Um 44. gr.
Um 45. gr.
Um 46. gr.
Um 47. gr.
Um 48. gr.
Um 49. gr.
Um 50. gr.
Orðalagi 1. mgr. er þó breytt á þann veg að sveitarfélögum er á skýran hátt gert skylt að greiða kjörnum fulltrúum í nefndum, ráðum og stjórnum hæfilega þóknun fyrir störf sín.
Enn fremur er tekið fram í 2. mgr. að sveitarstjórnum sé heimilt að ákveða að greiða áheyrnarfulltrúum þóknun fyrir störf þeirra. Núgildandi sveitarstjórnarlög hafa verið túlkuð á þann veg að sveitarstjórn sé ekki ótvírætt skylt að greiða áheyrnarfulltrúum þóknun, en þeim sé það heimilt. Ekki þykir ástæða til að gera efnislega breytingu á þessu.
Um 51. gr.
Um 52. gr.
Um 53. gr.
Um 54. gr.
Þó er lagt til að felld verði út viðmiðun við 500 íbúa markið, en í staðinn verði ákvæði 1. mgr. á þá leið að tilgreind er almenn heimild til að ráða framkvæmdastjóra.
Jafnframt er talin ástæða til að taka skýrt fram í 3. mgr. að gerður skuli skriflegur ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra sem staðfestur verði af sveitarstjórn.
Um 55. gr.
Í 3. mgr. er þó að finna nýmæli. Gert er ráð fyrir skýrum ákvæðum annars vegar um að framkvæmdastjóra sé heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki sveitarstjórnar og hins vegar um að gerð verði skilyrðislaus krafa um að prókúruhafi sveitarsjóðs sé fjár síns ráðandi, þ.e. að bú hans sé ekki undir gjaldþrotaskiptum og hann hafi ekki verið sviptur fjárforræði af öðrum ástæðum. Er slík krafa eðlileg varðandi þá einstaklinga sem heimild hafa til að sýsla með opinbert fé, sbr. sams konar kröfur til starfsmanna ríkisins í 6. gr. laga nr. 70/1996.
Um 56. gr.
Um 57. gr.
Um 58. gr.
Um 59. gr.
Um 60. gr.
a. sveitarsjóður, sem merki aðalsjóð sveitarfélags auk annarra sjóða og stofnana er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum,
b. stofnanir sveitarfélaga, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
Á undanförnum árum hefur verulegur árangur náðst við samræmingu á ársreikningum sveitarfélaga, m.a. með útgáfu handbókar um reikningsskil þeirra. Þrátt fyrir það þykir enn nokkuð skorta á að ársreikningar sveitarfélaga séu settir fram á sambærilegan hátt.
Í a-lið er lögð áhersla á að fá fram niðurstöðu um rekstur aðalsjóðs sveitarfélags og er þar átt við þá starfsemi sveitarfélags sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Undir a-lið falla því ýmsir „sjóðir“, sem í sumum tilvikum hafa haft sérstök reikningsskil og hafa því oft fallið utan hins hefðbundna reksturs sveitarsjóðs. Þessi framsetning hefur valdið misræmi við samantekt á rekstri sveitarsjóða. Nú er því felld undir a-lið öll slík starfsemi þannig að fram komi heildarniðurstaða um ráðstöfun skatttekna sveitarfélaga.
Undir b-lið falla aðrar rekstrareiningar sveitarfélaga sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu þeirra og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
Um 61. gr.
Ýmis dæmi eru um það á undanförnum árum, sérstaklega hjá stærri sveitarfélögunum, að fjárhagsáætlanir hafi verið afgreiddar fyrir lok desembermánaðar. Því verður ekki annað talið en að sveitarfélög ættu almennt að geta uppfyllt þetta skilyrði.
Um 62. gr.
Í 1. mgr. er lagt til að frestur til að senda breytingartillögur verði styttur úr fimm sólar
Í 3. mgr. er ekki um efnislegar breytingar að ræða, en bætt er við svo ekki leiki vafi á að samþykki á fjárveitingu skv. 2. mgr. telst vera breyting á fjárhagsáætlun.
Um 63. gr.
Um 64. gr.
Um 65. gr.
Með sérfróðum aðila í þessari grein er t.d. átt við viðskipta- eða tæknimenntaða aðila og geta þeir verið starfsmenn viðkomandi sveitarfélaga. Æskilegt er talið að umsögnin feli í sér mat á einstökum efnisþáttum áætlunarinnar, svo og áhrifum fjárfestingarinnar á rekstur sveitarfélagsins í náinni framtíð.
Um 66. gr.
Um 67. gr.
Um 68. gr.
Lögð er til sú breyting í 1. mgr. að öllum sveitarfélögum verði gert að ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal endurskoðun hjá sveitarfélaginu. Í 1. mgr. 84. gr. gildandi laga er eingöngu sveitarfélögum með 500 eða fleiri íbúa gert að ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarstofu. Er ekki talin ástæða til að gera slíkan greinarmun á sveitarfélögum eftir stærð. Þessi nýja krafa er jafnframt til þess fallin að stuðla að öruggari meðferð á opinberum fjármunum. Áfram er gerð krafa um að kjörnir skuli tveir skoðunarmenn, sbr. 69. gr. frumvarpsins.
Í 2. mgr. er að finna sérstaka heimild til handa sveitarstjórn að ákveða að endurskoðun sveitarsjóðs, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins verði falin sérstakri endurskoðunar
Í 3. mgr. er fjallað almennt um hlutverk endurskoðandans og í 4. mgr. er tekið fram að endurskoðandi sveitarfélags skuli kynna skoðunarmönnum athugun sína og endurskoðun tímanlega fyrir áritun ársreiknings.
Um 69. gr.
Í 1. mgr. er tekið fram að á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar skuli hún kjósa tvo skoðunarmenn og jafnmarga til vara til loka kjörtímabils sveitarstjórnar. Er hér um breytingu að ræða þar sem í 2. mgr. 84. gr. gildandi laga er gert ráð fyrir að kjörtímabil skoðunarmanna sé eitt ár. Tilgangurinn með þessu er að stuðla að meiri festu í þessum málum hjá sveitarfélögunum. Þó má geta þess að fjölmörg sveitarfélög kjósa nú sömu einstaklingana sem skoðunarmenn ár eftir ár.
Jafnframt er í 1. mgr. fjallað um kjörgengi skoðunarmanna. Er orðalaginu breytt frá gildandi lögum í því skyni að gera ákvæðin skýrari og fækka hugsanlegum ágreiningsmálum um hæfi og kjörgengi skoðunarmanna. Tekið er því fram að skoðunarmenn skuli hafa kosningarrétt og kjörgengi í hlutaðeigandi sveitarfélagi og að aðal- og varamenn í sveitar
Í 2. mgr. er fjallað um hlutverk skoðunarmanna. Er þar gert ráð fyrir að skoðunarmenn yfir
Að lokum er í 3. mgr. tekið fram að skoðunarmenn skuli tímanlega koma á framfæri við endurskoðanda sveitarfélagsins þeim ábendingum og upplýsingum sem þeir telja að við eigi og geti orðið innlegg í endurskoðunarstarfið.
Um 70. gr.
Um 71. gr.
Um 72. gr.
Af 1. mgr. leiðir að fyrri umræða í sveitarstjórn um ársreikning getur ekki farið fram fyrr en endurskoðun er lokið. Ýmis tilvik hafa verið um að fyrri umræða og jafnvel sú síðari einnig hafi farið fram um óendurskoðaðan ársreikning og þar af leiðandi hafa ekki verið til umræðu í sveitarstjórn hugsanlegar athugasemdir í skýrslum endurskoðanda og/eða skoðunarmanna. Jafnframt er í 1. mgr. lagt til að ársreikningur sveitarfélags skuli fullgerður og endurskoðaður fyrir lok aprílmánaðar. Er sá tímafrestur í samræmi við frest til að skila fullafgreiddum árs
Í 2. mgr. er lagt til að skýrt verði tekið fram að sveitarstjórn sé skylt að taka til umfjöllunar og afgreiðslu álit, greinargerðir og tillögur endurskoðanda og skoðunarmanna skv. 71. gr. frumvarpsins. Er slíkt nauðsynlegt m.a. til að auðvelda eftirlitsnefnd skv. 74. gr. frumvarpsins störf sín.
Í 3. mgr. er lagt til að sveitarstjórnir skuli hafa lokið fullnaðarafgreiðslu ársreikninga sveitarsjóðs og fyrirtækja hans eigi síðar en 1. júní. Núgildandi ákvæði sveitarstjórnarlaga gera ráð fyrir að fullnaðarafgreiðslu sé lokið eigi síðar en í júlímánuði. Er talið eðlilegt að flýta afgreiðslu ársreikninga sveitarfélaga, enda leyfir nútímabókhaldstækni slíkt. Rétt er að taka fram í þessu samhengi að með samþykkt sveitarstjórnar á ársreikningi er verið að stað
Jafnframt er í 3. mgr. lagt til að kveðið verði á um að sveitarstjórn og framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sé skylt að árita ársreikning sveitarsjóðs að lokinni síðari umræðu um hann. Er slík krafa eðlileg meðal annars með vísan til reglna sem gilda um ársreikninga hlutafélaga.
Að lokum er í 3. mgr. lögð til sú breyting að ársreikningum beri að skila til ráðuneytisins og Hagstofu Íslands eigi síðar en 15. júní. Í núgildandi lögum er hins vegar gert ráð fyrir að ársreikningunum skuli skila fyrir 31. júlí ár hvert.
4. mgr. er samhljóða 2. mgr. 88. gr. gildandi laga.
Um 73. gr.
Bætt er við í 6. mgr. heimild til prókúruhafa sveitarsjóðs að ábyrgjast fyrir hönd sveitar
Lagt er til að felld verði brott 5. mgr. 89. gr. gildandi laga þar sem kveðið er á um að sveitarstjórn geti veitt einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar.
Sem rök fyrir þeirri niðurfellingu ber fyrst að nefna mikla hættu á að raskað sé jafnræði fyrirtækja og samkeppnisstöðu þegar veittar eru slíkar ábyrgðir. Í þessu sambandi verður að hafa í huga 61. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, en í 1. mgr. kemur fram eftir
Jafnframt er það almennt álitið, m.a. af félagsmálaráðuneytinu og sveitarfélögum, að slæm reynsla hafi verið af þessu ákvæði og það hafi í ýmsum tilvikum stuðlað að áföllum í fjár
Til upplýsingar er að lokum rétt að geta þeirra reglna sem gilda um ábyrgðaveitingar sveitarfélaga í Danmörku og Noregi.
Í dönsku sveitarstjórnarlögunum er í 56. gr. kveðið á um að innanríkisráðherra geti sett reglur um heimild sveitarstjórna m.a. til að skuldbinda sveitarfélagið með ábyrgðum. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins nr. 343/1994 er sveitarfélagi óheimilt að taka á sig ábyrgð nema í tengslum við lántökur sveitarfélagsins eða stofnana þess.
Í norsku sveitarstjórnarlögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti veitt ábyrgðir fyrir skuldbindingum annarra þegar sérstakir hagsmunir sveitarfélagsins tengjast þeim eða það er ákveðið í lögum eða af þinginu. Ekki er heimilt að veita ábyrgð vegna fjárhagslegra skuldbindinga sem tengdar eru almennum atvinnufyrirtækjum. Sveitarstjórnarmálaráðuneytið þarf að samþykkja ákvarðanir sveitarstjórna um að veita ábyrgðir og getur sett nánari reglur um ábyrgðaveitingar.
Um 74. gr.
Ljóst er að núgildandi lagaákvæði um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og til hvaða aðgerða ráðuneytið getur gripið ef í óefni stefnir eru of veik. Þetta hefur í för með sér að ef viðkomandi sveitarstjórn gerir sér ekki grein fyrir vandanum eða viðurkennir hann ekki er mikil hætta á að ekki sé brugðist nægjanlega skjótt við með þeim afleiðingum að skaðinn verður meiri en vera þyrfti ef strax væri brugðist við vandanum. Eftirlitsnefndinni er ætlað að bæta úr þessu. Með samsetningu hennar er lögð áhersla á fagleg vinnubrögð. Henni er einnig gefið visst sjálfstæði.
Árið 1989 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að kanna fjárhagsstöðu verst stöddu sveitarfélaganna og gera tillögur til úrbóta. Nefndin lagði m.a. til að unnar væru vissar lykil
Viðmiðanir þessar væru m.a. peningaleg staða sem hlutfall af sameiginlegum tekjum, heildarskuldir, nettó- og brúttóskuldir á íbúa, útgjöld og tekjur á íbúa og önnur helstu atriði sem máli skipta við mat á efnahag og rekstri sveitarfélaga.
Lagt er til að þetta verði nánar skilgreint í reglugerð ásamt öðrum atriðum varðandi störf og málsmeðferð eftirlitsnefndarinnar.
Um 75. gr.
Um 76. gr.
Um 77. gr.
Um 78. gr.
Um 79. gr.
Um 80. gr.
Um 81. gr.
Jafnframt er vakin athygli á að lagt er til að felld verði brott ákvæði 99. og 100. gr. gildandi laga. Í 99. gr. laganna er kveðið á um að sveitarfélögum geti verið skylt að mynda byggðasam
Um 82. gr.
Um 83. gr.
Um 84. gr.
Um 85. gr.
Um 86. gr.
Um 87. gr.
Um 88. gr.
Um 89. gr.
Um 90. gr.
Um 91. gr.
Í 2. mgr. er lagt til nýmæli er varðar sameiningu sveitarfélaga. Er þar gert ráð fyrir að hljóti tillaga samstarfsnefndar skv. 90. gr. ekki samþykki í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en þó meiri hluta greiddra atkvæða í a.m.k. 2/ 3 þeirra og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/ 3 íbúa á svæðinu, sé viðkomandi sveitarstjórnum heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameininguna.
Sams konar ákvæði var sett í ákvæði til bráðabirgða við sveitarstjórnarlög varðandi atkvæðagreiðslu um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum 2. desember 1995, sbr. lög nr. 123/1995.
Ákvæði þetta er jafnframt sams konar og 3. mgr. 2. tölul. 1. gr. laga nr. 75/1993, um breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986, með þeirri viðbót þó að gert er að skilyrði að í þeim sveitarfélögum sem samþykkja tillöguna búi a.m.k. 2/ 3 íbúa á svæðinu. Með lögum nr. 75/1993 voru sett ákvæði til bráðabirgða við sveitarstjórnarlögin, sem fjölluðu um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga á árunum 1993 og 1994. Í athugasemdum við frumvarp það, sem varð að lögum nr. 75/1993, var tekið fram að ekki þætti rétt að ef kjósendur í miklum minni hluta hlutaðeigandi sveitarfélaga felldu tillögu um sameiningu sveitarfélaga þyrfti það að koma í veg fyrir sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykktu sameininguna.
Á árunum 1993 og 1994 ákváðu nokkrar sveitarstjórnir að nýta sér þetta heimildarákvæði í framhaldi af atkvæðagreiðslum um sameiningu sveitarfélaga. Hefur ákvæðið því reynst vel og í raun einfaldað leið sveitarfélaga til sameiningar. Núgildandi lög hafa hins vegar að sumu leyti þótt til þess fallin að torvelda sveitarfélögum að vinna að sameiningu.
Um 92. gr.
Um 93. gr.
Sú breyting er þó lögð til í 1. mgr. að það verði í höndum viðkomandi sveitarstjórna að ákveða hvenær sameiningin taki gildi, en skv. 2. mgr. 109. gr. laganna er gert ráð fyrir að ráðuneytið ákveði slíkt. Eðlilegra er að ákvörðunin sé í höndum sveitarstjórnanna, enda hefur ráðuneytið ætíð leitað eftir tillögum þeirra um það atriði áður en sameining hefur verið staðfest.
Jafnframt er í 2. mgr. lagt til að í stað orðins „lögsagnarumdæmi“ í núgildandi lögum verði miðað við að umsagnar dómsmálaráðuneytisins skuli leita ef um er að ræða sameiningu sveitarfélaga sem eru í umdæmi tveggja eða fleiri sýslumanna. Er slíkt orðalag eðlilegra í ljósi breytinga sem orðið hafa með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
Um 94. gr.
Um 95. gr.
Um 96. gr.
Um 97. gr.
Um 98. gr.
Um 99. gr.
Um 100. gr.
Um 101. gr.
Um 102. gr.
Um 103. gr.
Um 104. gr.
Þó er felld út viðmiðun í 2. mgr. um að einungis sé skylt við tilteknar aðstæður að halda almenna borgarafundi í sveitarfélögum með færri en 500 íbúa. Rétt er að sama regla gildi fyrir öll sveitarfélög óháð íbúafjölda.
Enn fremur er í 6. mgr. nýtt ákvæði þar sem gert er ráð fyrir að við framkvæmd atkvæða
Um 105. gr.
Að auki er lagt til að úr gildi falli lög um heimild sveitarfélaga til stofnunar og starfrækslu atvinnu- og þjónustufyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð, nr. 24/1972, sbr. athugasemdir við 81. gr.
Um ákvæði til bráðabirgða.
Í 1. mgr. ákvæðisins er lagt til að félagsmálaráðuneytið beiti sér fyrir því að vinnu við frágang þessara mála verði lokið fyrir 31. desember 1998. Í 2. mgr. er síðan kveðið á um að miða skuli að jafnaði við sýslumörk þar sem þau liggja fyrir, en annars komi viðkomandi sveitarfélög sér saman um mörkin.
Frá febrúarmánuði 1996 hefur verið starfandi vinnuhópur sem hefur það hlutverk að aðstoða samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Íslands og leiðbeina um málsmeðferð í tengslum við skilgreiningar á stjórnsýslumörkum á miðhálendinu. Í hópnum hafa setið fulltrúar frá umhverfisráðuneyti, sem leiðir hann, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og félags
Talið er hins vegar rétt að kveða á um í 3. og 4. mgr. þessa ákvæðis til bráðabirgða að ef ágreiningur um stjórnsýslumörk verður ekki leystur með samkomulagi viðkomandi sveitar
Eins og fyrr segir er lagt til að félagsmálaráðuneytið beiti sér fyrir því að vinnu við frágang þessara mála verði lokið fyrir 31. desember 1998. Ekki þykir ástæða til að setja þrengri eða ákveðnari tímamörk um gildistíma ákvæðisins, en það fellur úr gildi þegar óljós eða óákveðin staðarmörk sveitarfélaga hafa verið ákveðin með samkomulagi eða úrskurði fyrrgreindrar nefndar.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga.
Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi sveitarstjórnarlög, nr. 8/1986, með síðari breytingum. Veigamestu efnislegu breytingarnar eru þríþættar. Í fyrsta lagi er lagt til að öllu landinu verði skipt í sveitarfélög en ekki einungis byggðum og afréttum. Í öðru lagi er lagt til að felld verði á brott öll ákvæði gildandi laga um kosningu sveitarstjórna. Samhliða verður lagt fram frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna þannig að ein lög gildi um þær kosningar en ekki tvenn eins og nú er. Í þriðja lagi eru gerðar breytingar á skyldum sveitar
Samkvæmt ákvæði í 1. gr. frumvarpsins verður landinu öllu skipt í sveitarfélög, en ekki einungis byggðum og afréttum eins og nú er. Í þeim tilgangi að leysa úr ágreiningi um stjórnsýslumörk á miðhálendinu skal starfa sérstök fimm manna úrskurðarnefnd. Í ákvæði til bráðabirgða er lagt til að starfstími þessarar úrskurðarnefndar verði framlengdur um eitt ár, þ.e. að nefndin ljúki störfum sínum fyrir 31. desember 1998. Gera má ráð fyrir að kostnaðar
Samkvæmt 74. gr. frumvarpsins skal félagsmálaráðherra skipa þriggja manna eftirlitsnefnd sem hefur það hlutverk að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga og er hér um nýmæli að ræða. Ætla má að árlegur kostnaður við þessa nefnd verði um 1,5 m.kr.
Gera má ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs, verði frumvarp þetta að lögum, verði um 2,5 m.kr. á árinu 1998 og um 1,5 m.kr. árlega eftir það.