Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 372 – 256. mál.
                             


Nefndarálit



um till. til þál. um Goethe-stofnunina í Reykjavík.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Helga Ágústsson ráðuneytisstjóra og Guðna Bragason frá utanríkisráðuneytinu.
    Ríkisstjórnin hefur haft samband við þýsk stjórnvöld í því skyni að fá þau til að endurskoða ákvörðun um að loka Goethe-stofnuninni í Reykjavík. Meðal annars hefur utanríkisráðherra sent hinum þýska starfsbróður sínum bréf þar að lútandi. Nefndin styður þessi tilmæli ríkis stjórnarinnar. Breytingartillaga nefndarinnar lýtur að orðalagi en er ekki efnisleg.
    Gunnlaugur M. Sigmundsson gerir fyrirvara um málið sem felst í því að hann telur eðlilegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld þrýsta á um að þýsk stjórnvöld haldi áfram rekstri Goethe-stofnunar í Reykjavík lýsi þau sig jafnframt reiðubúin til að taka þátt í þeim kostnaði sem af því hlýst.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 19. nóv. 1997.



Geir H. Haarde,


form.


Tómas Ingi Olrich,


frsm.


Össur Skarphéðinsson.



                        

Siv Friðleifsdóttir.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Árni R. Árnason.



Svavar Gestsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson,

með fyrirvara.


Kristín Ástgeirsdóttir.