Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 378 – 304. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88 31. desember 1991, sbr. lög nr. 1/1992, lög nr. 50/1994 og lög nr. 140/1995.

    (Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.200 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 2. og 3. tölul. 1. mgr. kemur: 3.500 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 1., 2., 3. og 5. tölul. 2. mgr. kemur: 11.500 kr.
d.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 3.500 kr.
e.     Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 5.700 kr.
    

2. gr.     

    Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 3.500 kr.

3. gr.     

    Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ kemur: 3.500 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 3.500 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 11.500 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 5.700 kr.


5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „9.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 10.300 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „30.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 35.000 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 3.500 kr.
d.     Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 11.500 kr.
e.     Í stað fjárhæðarinnar „15.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 17.200 kr.
f.     Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.700 kr.


6. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 6. gr. laganna kemur: 5.700 kr.

7. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 8. gr. laganna kemur: 1.200 kr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 1.200 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 2.300 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 3.500 kr.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna, sbr. lög nr. 140/1995:
a.    6. tölul. orðast svo: Leyfisbréf fyrir verðbréfafyrirtæki,
         sbr. 8. gr. laga nr. 13/1996     100.000 kr.
b.    7. tölul. orðast svo: Leyfisbréf fyrir verðbréfafyrirtæki,
         sbr. 9. gr. laga nr. 13/1996     50.000 kr.
c.    8. tölul. orðast svo: Leyfisbréf fyrir erlent fyrirtæki í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. 46. gr. laga nr. 13/1996,
    a.     sem starfar skv. 8. gr. laganna     100.000 kr.
    b.     sem starfar skv. 9. gr. laganna     50.000 kr.
d.    Í stað orðanna „10. tölul.“ í 13. tölul. greinarinnar kemur: 12. tölul. og í stað orðanna „13.–15. tölul.“ í 18. tölul. greinarinnar kemur: 15.–17. tölul.
e.     20. tölul. orðast svo: Leyfi fyrir áfengisveitingastað
    a.     til eins árs     100.000 kr.
    b.     til lengri tíma en árs og til og með fjögurra ára     200.000 kr.
    

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 4.600 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „1.500 kr.“ í 2. tölul. kemur: 1.700 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „2.500 kr.“ í 4. tölul. kemur: 2.800 kr.
d.     Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 5. og 6. tölul. kemur: 2.300 kr.
e.     Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 7., 8., 9. og 11. tölul. kemur: 1.200 kr
f.     Í stað fjárhæðarinnar „800 kr.“ í 10. tölul. kemur: 900 kr.
g.     Í stað fjárhæðarinnar „300 kr.“ í 12. tölul. kemur: 500 kr.
h.     Við bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    13.    Leyfi til nafnbreytinga, þó ekki nafnbreytinga skv. 2. málsl.
                 1. mgr. 11. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn          4.000 kr.
    14.     Fyrir vottorð um íslenskan ríkisborgararétt          1.200 kr.

11. gr.

    Á eftir X. kafla laganna, sbr. lög nr. 1/1992, kemur nýr kafli, XI. kafli, Gjöld fyrir staðfestingu skipulagsskráa og birtingu reglugerða lífeyrissjóða með einni grein, 17. gr., og breytist tölur kafla og greina í samræmi við það. Hin nýja grein verður svohljóðandi:
    Fyrir staðfestingu á skipulagsskrá samkvæmt lögum nr. 19/1988, um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, skal greiða 5.000 kr. Þeir sem fara fram á staðfestingu dómsmálaráðuneytisins á skipulagsskrá skulu endurgreiða ráðuneytinu kostnað við birtingu skipulagsskráar í B-deild Stjórnartíðinda.
    Lífeyrissjóðir, sem senda reglugerðir sínar til fjármálaráðuneytis til staðfestingar samkvæmt lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, skulu endurgreiða ráðuneytinu kostnað af birtingu reglugerða í B-deild Stjórnartíðinda.

12. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.
    Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu er heimilt að fella meginmál þeirra inn í lög nr. 88 31. desember 1991, um aukatekjur ríkissjóðs, sbr. lög nr. 1/1992, lög nr. 50/1994 og lög nr. 140/1995, og gefa þau út svo breytt.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Breytingum, sem lagðar eru til með frumvarpi þessu, má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi er lögð til hækkun á dómsmálagjöldum og ýmsum gjöldum sem snerta dómsmálaráðuneytið í I.–III. og VIII. kafla laganna. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á V. kafla laganna sem varða leyfi fyrir verðbréfafyrirtæki og leyfi fyrir áfengisveitingastað. Í þriðja lagi er lagt til að við lögin bætist nýr kafli um gjöld fyrir staðfestingu skipulagsskráa og birtingu reglugerða lífeyrissjóða.

Um 1.–8. gr.

    Ákvæði 1.–8. gr. fela í sér 15% hækkun á gjöldum í I.–III. kafla laganna. Engin hækkun hefur orðið á dómsmálagjöldum frá gildistöku laga um aukatekjur ríkissjóðs en á þeim tíma hefur neysluverðsvísitala hækkað um 13,5% og launavísitala um 24,2%. Frá árinu 1993 sem er fyrsta heila árið eftir aðskilnað dóms- og framkvæmdarvalds hefur rekstrarkostnaður héraðsdómstóla hækkað úr 281.000 þús. kr. í 341.000 þús. kr. árið 1996 sem er um 21% hækkun. Með hliðsjón af framansögðu er því lagt til í frumvarpinu að dómsmálagjöld hækki um 15%. Þar sem leitast er við að tölurnar hlaupi á sléttu hundraði er hækkunin að meðaltali 14–15%. Þessi hækkun hefur í för með sér að tekjur ríkissjóðs hækka um 99.000 þús. kr. á ári.

Um 9. gr.

    Með ákvæðum a–c-liðar eru lagðar til breytingar á 6., 7. og 8. tölul. 11. gr. í V. kafla laganna, um leyfi fyrir atvinnustarfsemi og tengd leyfi. Um er að ræða leyfi fyrir verðbréfa fyrirtæki skv. 8. og 9. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, og fyrirtæki í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. 46. gr. s.l.
    Með lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996, var verðbréfamiðlurum gert að breyta rekstri sínum í hlutafélag með a.m.k. 4,5 millj. kr. hlutafé. Framvegis verður verðbréfamiðlun því einungis rekin sem verðbréfafyrirtæki. Lögin gera ráð fyrir því að verðbréfafyrirtæki geti verið tvenns konar, þ.e. fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem starfar skv. 8. gr. laganna og fyrirtæki sem starfar skv. 9. gr. Með hliðsjón af þessu er lagt til að 6. og 7. tölul. 11. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs, breytist til samræmis við lögin um verðbréfaviðskipti, sbr. a- og b-lið 9. gr. frumvarpsins. Skv. c-lið er gert ráð fyrir að erlendum fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins verði gert að greiða fyrir leyfisbréf, enda verður að telja að eðlilegt sé að jafnræði sé í gjaldtöku fyrir starfsleyfi til innlendra og erlendra aðila.
    Með ákvæði d-liðar greinarinnar er verið að leiðrétta villu í texta 13. og 18. tölul. 11. gr. laganna.
    Með ákvæði e-liðar greinarinnar er lögð til hækkun á leyfi fyrir áfengisveitingastað. Samkvæmt núgildandi lögum um aukatekjur ríkissjóðs er þetta gjald á bilinu 20.000– 100.000 kr. eftir því til hve langs tíma leyfið er veitt og eru þær upphæðir að mati þeirra sem telja að herða þurfi skilyrði gagnvart leyfishöfum of lágar. Auk þess greiða áfengisveitingastaðir í Reykjavík sérstakt víneftirlitsgjald sem ætlað er að standa undir kostnaði við eftirlit. Nefnd um endurskoðun áfengislaga hefur lagt til að víneftirlit í núverandi mynd verði lagt niður og eftirlit með áfengisveitingum verði hluti af almennu starfi lögreglunnar. Með tilliti til þess að almennt er ekki farið fram á sérstaka gjaldtöku vegna starfa lögreglunnar þykir óeðlilegt að krefjast sérstaks víneftirlitsgjalds eins og verið hefur. Því er lagt til að leyfi til áfengisveitinga verði hækkað þannig að í leyfisgjaldinu felist einnig eftirlitsgjald sem standi straum af kostnaði lögreglunnar við þetta eftirlit. Telja verður þetta heppilegri aðferð en að vera með mörg mismunandi gjöld vegna starfseminnar og er þetta jafnframt til einföldunar í framkvæmd. Skv. 12. gr. áfengislaga skal ekki veita leyfi til áfengisveitinga til lengri tíma en fjögurra ára. Er því lagt til að leyfin verði tvískipt. Gjald fyrir leyfi til eins árs verður 100.000 kr. og gjald fyrir leyfi til lengri tíma en eins árs og til og með fjögurra ára verður 200.000 kr.

Um 10. gr.

    Í a–g-lið er lögð til hækkun á gjöldum í 14. gr. í VIII. kafla laganna um ýmis vottorð og leyfi sem samsvarar hækkun skv. 1.–8. gr. frumvarpsins og er vísað til athugasemda með þeim greinum.
    Í h-lið er lagt til að við 14. gr. laganna bætist tveir nýir töluliðir varðandi leyfi fyrir nafn breytingu, þó ekki nafnbreytinga skv. 2. málsl. 1. mgr. 11. gr. laga um mannanöfn, nr. 45/1996, þegar maður með erlendu nafni fær íslenskt ríkisfang og vottorð um íslenskan ríkisborgararétt.
    Samkvæmt VI. kafla laga nr. 45/1996, um mannanöfn, er dómsmálaráðherra heimilt að leyfa manni breytingu á eiginnafni, millinafni og kenninafni. Þeim sem æskja nafnbreytinga hefur, skv. 14. tölul. 13. gr. laga nr. 88/1991, verið gert að greiða 4.000 króna gjald til ríkissjóðs. Nokkrum umsækjendum um nafnbreytingar hefur komið þessi gjaldtaka á óvart og borið hefur á fyrirspurnum um heimild til hennar. Er því talið æskilegt að lög um aukatekjur ríkissjóðs geymi sérákvæði um þetta efni. Enn fremur þykir rétt að geta sérstaklega um gjald fyrir vottorð um íslenskan ríkisborgararétt.
    

Um 11. gr.

    Í 11. gr. frumvarpsins er lagt til að á eftir X. kafla laganna komi nýr kafli, XI. kafli, sem heitir Gjöld fyrir staðfestingu skipulagsskráa og birtingu reglugerða lífeyrissjóða.
    Samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988, er dómsmálaráðherra gert að staðfesta skipulagsskrár sjóða og sjálfseignar stofnana, sé þess farið á leit, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Enn fremur staðfestir ráð herrann breytingar á skipulagsskrám sem áður hafa hlotið staðfestingu. Samkvæmt sömu lögum skal birta staðfestar skipulagsskrár og breytingar á þeim í B-deild Stjórnartíðinda. Töluverð vinna hvílir á ráðuneytinu við staðfestingu skipulagsskráa. Birting í Stjórnar tíðindum hefur eðlilega einnig talsverðan kostnað í för með sér. Hingað til hefur ekkert gjald verið tekið fyrir þessa þjónustu. Er talið eðlilegt að gjald sé lagt á hana svo sem tíðkast um aðra samsvarandi þjónustu ráðuneytisins. Því er lagt til í 11. gr. frumvarpsins að gjald fyrir staðfestingu á skipulagsskrám verði 5.000 kr. Enn fremur er lagt til að heimilað verði að krefja þá sem fá staðfestar skipulagsskrár um endurgreiðslu til ráðuneytisins vegna kostnaðar af birtingu skipulagsskráa í B-deild Stjórnartíðinda.
    Samkvæmt lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyris réttinda, er fjármálaráðherra gert að staðfesta reglugerðir lífeyrissjóða. Reglugerðirnar eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda og hefur kostnaður við birtingu þeirra verið umtalsverður. Þykir rétt að lífeyrissjóðir beri sjálfir kostnað af birtingu reglugerða sem frá þeim stafa og er það því lagt til í 11. gr. frumvarpsins að kveðið verði á um að lífeyrissjóðir endurgreiði fjármálaráðuneytinu kostnað af birtingu reglugerða lífeyrissjóða í B-deild Stjórnartíðinda.

Um 12. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringar.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um
aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88 31. desember 1991,
með síðari breytingum.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að aukatekjutaxtar ríkissjóðs, sem staðið hafa óbreyttir frá árinu 1991, verði hækkaðir sem næst til jafns við hækkun verðlags frá þeim tíma. Frá gildistöku laganna hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13,5% og launavísitala um rúm 24%. Hér er hins vegar lagt til að taxtar hækki sem næst um 15%. Launakostnaður vegur þyngst við framkvæmd ýmissa aðgerða á sviði dómsmála og er því ljóst að þessi hækkun nær því vart að halda í við þann kostnaðarauka sem orðið hefur í starfsemi dómstóla og sýslumannsembætta á þessum tíma.
    Verði frumvarpið samþykkt er ekki gert ráð fyrir að vinna í ráðuneytum og öðrum stjórn völdum aukist af þeirri ástæðu. Því verður ekki séð að samþykkt frumvarpsins hafi kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkissjóð.