Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 379 – 305. mál.Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um eftirlit með raforkuvirkjum.

Frá Ögmundi Jónassyni.     1.      Hverjar hafa afleiðingar verið af því að Rafmagnseftirlit ríkisins var lagt niður og starfsemi þess sameinuð nýrri stofnun, Löggildingarstofunni, sbr. lög 146/l1996? Hefur sú breyting orðið til þess að auka öryggi almennings og mannvirkja, draga úr tilkostnaði og auka hagkvæmni eins og ráðherra hélt fram þegar lögin voru samþykkt?
     2.      Hve margar neysluveitur hafa verið skoðaðar árlega á landinu frá og með árinu 1988 fram á þennan dag, sundurliðað í nýjar veitur og eldri (gamalskoðun)?
     3.      Hver var meðaltalskostnaður á skoðaða neysluveitu árlega, þ.e. fyrir reglugerðarbreytingarnar sem gerðar voru á síðari hluta ársins 1993 (rg. nr. 301/1993 og 543/1993) og eftir að þær komu til framkvæmda, sundurliðað í nýjar veitur og gamlar (gamalskoðun)?
     4.      Hve mikið var skoðað árlega af háspennu- og dreifikerfum rafveitna á tímabilinu, sbr. 2. tölul., og hver var kostnaður hvers árs?
     5.      Hvert hefur heildartímagjald skoðunarstofanna verið að meðaltali (klukkustundargjald + ferða- og uppihaldskostnaður) síðan þær tóku til starfa, sundurliðað í neysluveitu skoðanir og skoðanir háspennuvirkja?
     6.      Hefur samkeppni verið virk milli rafmagnsskoðunarstofanna síðan þær tóku til starfa og hefur samkeppni orðið til þess að lækka gjaldskrá skoðunarstofanna á skoðaða veitu?
     7.      Hve margar voru skoðunarstofur á rafmagnssviði þegar þær voru flestar og hve margar eru þær nú?


Skriflegt svar óskast.


Prentað upp.