Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 1/122.

Þingskjal 381  —  256. mál.


Þingsályktun

um Goethe-stofnunina í Reykjavík.

    
    Alþingi ályktar, með hliðsjón af hinum góðu samskiptum Íslands og Þýskalands, að lýsa yfir stuðningi við þau tilmæli ríkisstjórnarinnar til þýskra stjórnvalda að tryggja að Goethe-stofnunin í Reykjavík verði starfrækt áfram.
    Jafnframt hvetur Alþingi ríkisstjórnina til að stuðla að því að af Íslands hálfu verði aukin kynning á íslenskri menningu í Þýskalandi.

Samþykkt á Alþingi 20. nóvember 1997.