Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 390 – 310. mál.



Frumvarp til laga



um ábyrgðarmenn.

Flm.: Lúðvík Bergvinsson, Ágúst Einarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir,


Ásta B. Þorsteinsdóttir, Gísli S. Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson,
Guðný Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Ástgeirsdóttir,
Kristín Halldórsdóttir, Ragnar Arnalds, Rannveig Guðmundsdóttir,
Sighvatur Björgvinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svanfríður Jónasdóttir,
Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.


I. KAFLI
Gildissvið.
1. gr.

    Lög þessi gilda um samninga og skuldabréf þar sem einstaklingur hefur skuldbundið sig persónulega til að tryggja efndir peningakröfu á hendur aðalskuldara. Enn fremur gilda ákvæði laganna um sams konar samninga þar sem einstaklingar hafa veðsett eigur sínar til tryggingar efndum aðalskuldara.
    Um samninga um kaup og sölu á tékkum og víxlum fer samkvæmt ákvæðum laga um tékka og víxillaga.

Skilgreiningar.
2. gr.

    Í lögum þessum hafa eftirtalin orð merkingu eftir því sem hér segir:
     Ábyrgðarmaður: Einstaklingur sem skuldbindur sig persónulega gagnvart öðrum til tryggingar efndum fjárskuldbindinga þriðja manns.
     Aðalskuldari: Sá sem gengist er í ábyrgð fyrir.
     Kröfuhafi: Eigandi eða handhafi kröfu sem ábyrgðarmaður hefur ábyrgst.
    

Framsal.
3. gr.

    Við framsal kröfu, sem ábyrgðarmaður er í ábyrgð fyrir eða eigur standa að veði til trygg ingar efndum, gilda ákvæði þessara laga um samband framsalshafa og ábyrgðarmanns. Framseljandi kröfu skal tilkynna ábyrgðarmanni um framsalið.


II. KAFLI
Stofnun, efni og form ábyrgðarsamnings.
4. gr.

    Ábyrgðarsamningur skal vera skriflegur. Skilyrði sem ekki kemur fram í ábyrgðarsamn ingi er ekki bindandi fyrir ábyrgðarmann, nema lög kveði á um annað.


Prentað upp.

    Ábyrgðarsamningur, sem ekki kveður skýrt á um höfuðstól kröfu á hendur aðalskuldara, er ógildur. Enn fremur er ábyrgðarsamningur, sem kveður á um afhendingu viðskiptabréfs með ábyrgðarmönnum í því skyni að tryggja kröfu sem kann að stofnast í framtíðinni, ógildur. Ákvæði í ábyrgðarsamningi sem fara í bága við ákvæði laga þessara eru ógild.
    Ekki verður gerð aðför í fasteign þar sem ábyrgðarmaður býr eða fjölskylda hans, ef krafa á rót sína að rekja til ábyrgðarloforðs. Á sama hátt getur kröfuhafi ekki, ef krafa á rót sína að rekja til ábyrgðarloforðs, krafist gjaldþrotaskipta á búi ábyrgðarmanns.
    Ábyrgðarmanni skal afhent eintak af lánssamningi, auk eintaks af ábyrgðarsamningi ef hann er gerður sérstaklega.

5. gr.

    Áður en ábyrgðarmaður undirritar ábyrgðarsamning skal kröfuhafi upplýsa skriflega um hvers konar ábyrgð er að ræða og hversu víðtæk hún er. Auk þess skal kröfuhafi upplýsa ábyrgðarmann um eftirtalin atriði:
     a.      kröfu þá sem ábyrgðarmaður vill ábyrgjast, auk upplýsinga um þann tíma sem ábyrgðinni er ætlað að gilda, fjárhæð kröfu, hlutfall ábyrgðar eða hæstu fjárhæð sem ábyrgðar manni er ætlað að ábyrgjast og kostnað sem ábyrgðarmanni er ætlað að ábyrgjast vegna vanefnda aðalskuldara,
     b.      veð og tryggingar sem auk ábyrgðarloforðs er ætlað að standa til tryggingar efndum kröfu, þar með talið virði eigna sem aðalskuldari hefur sett til tryggingar efndum,
     c.      að fengnu samþykki aðalskuldara, aðrar skuldir lántakanda hjá viðkomandi lánveitanda og hvort þær eru í vanskilum.

III. KAFLI
Réttarsamband kröfuhafa og ábyrgðarmanns.
6. gr.

    Kröfuhafi skal tilkynna ábyrgðarmanni skriflega um vanefndir aðalskuldara. Ábyrgðar maður verður ekki krafinn um greiðslur á dráttarvöxtum eða öðrum kostnaði sem fellur til eftir að tvær vikur eru liðnar frá gjalddaga, nema honum hafi áður verið send tilkynning um vanefnd aðalskuldara. Þá skal kröfuhafi tilkynna ábyrgðarmanni ef veð eða aðrar trygginga ráðstafanir eru ekki lengur tiltækar. Jafnframt skal kröfuhafi tilkynna ábyrgðarmanni, svo skjótt sem auðið er, um lát aðalskuldara eða að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta.
    Vanefni kröfuhafi tilkynningarskyldu sína ber hann ábyrgð á því tjóni sem ábyrgðarmaður kann að verða fyrir vegna þess.

7. gr.

    Kröfuhafi getur ekki gert fyrirvara um það í ábyrgðarsamningi að hann geti einhliða breytt skilmálum samnings í óhag fyrir ábyrgðarmann. Breyting á upphaflegum lánssamningi kröfuhafa og aðalskuldara hefur engin áhrif á ábyrgðarsamning nema samhliða sé á honum gerð sams konar breyting. Ákvæði þetta gildir þó ekki um breytingar á vöxtum eða kostnað arliðum sem lánveitandi hefur rétt til að breyta samkvæmt samningi við aðalskuldara.
    Ákvæði í samningi, um að ábyrgðarmaður afsali sér rétti til að gera kröfur á hendur lán veitanda vegna vanefnda á skyldum hans gagnvart ábyrgðarmanni, eru ógild.


8. gr.

    Vanefni aðalskuldari skyldur sínar þannig að kröfuhafi gjaldfellir kröfu ásamt vöxtum og kostnaði, gildir sú gjaldfelling ekki gagnvart ábyrgðarmanni, nema honum hafi áður verið tilkynnt um vanefnd aðalskuldara og jafnframt gefinn kostur á því að greiða kröfuna. Ábyrgðarmaður verður ekki krafinn um dráttarvexti eða kostnað við innheimtu eða aðrar fullnustuaðgerðir, nema honum hafi áður verið gefinn kostur á því að greiða kröfuna. Ef ábyrgðarmaður ákveður að greiða kröfuna eða koma henni í skil skal hann tilkynna kröfu hafa og aðalskuldara um það, um leið og greiðsla hefur átt sér stað.
    

IV. KAFLI
Takmarkanir á ábyrgð.
9. gr.

    Hafi kröfuhafi keypt tryggingu vegna hugsanlegs greiðslufalls aðalskuldara og greiðslu skylda fellur til samkvæmt skilmálum tryggingar takmarkar sú greiðsla ábyrgð ábyrgðar manns sem nemur þeirri fjárhæð sem greidd er inn á kröfuna.
    Ef kröfuhafi vanrækir að lýsa kröfu í þrota- eða dánarbú aðalskuldara lækkar krafa á hendur ábyrgðarmanni sem nemur þeirri fjárhæð sem ella hefði fengist greidd úr þrota- eða dánarbúi aðalskuldara.
    Nauðasamningur eða önnur eftirgjöf, sem kveður á um lækkun kröfu á hendur aðalskuld ara, hefur sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmanni.


V. KAFLI
Brottfall ábyrgðar að hluta eða öllu leyti.
10. gr.

    Ábyrgðarmaður verður ekki skuldbundinn af ábyrgðaryfirlýsingu hafi aðalskuldari aldrei orðið skuldbundinn til að inna greiðslu af hendi samkvæmt samningi.
    Ef lánveitandi samþykkir að veð eða aðrar tryggingarráðstafanir, sem gerðar voru til að tryggja efndir samnings, skuli ekki lengur standa til tryggingar, og breytingin hefur í för með sér að staða ábyrgðarmanns er mun verri en hún var, er ábyrgðarmaður ekki lengur bundinn af samningi sínum.
    Ef kröfuhafi veitir aðalskuldara greiðslufrest er ábyrgðarmaður ekki bundinn af samningi sínum hvað varðar ábyrgð á efndum þeirrar greiðslu, nema kröfuhafi geti sýnt fram á að gjaldfresturinn hafi ekki haft áhrif á greiðslugetu aðalskuldara.

VI. KAFLI
Gildistaka.
11. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Í núgildandi lögum er hvergi að finna almennar reglur um ábyrgðarmenn fjárskuldbind inga eða hvernig staðið skuli að slíkri samningsgerð. Bankar og lánastofnanir hafa því í gegnum tíðina að mestu mótað eigin reglur um samskipti sín og ábyrgðarmanna fjárskuld bindinga.
    Samkvæmt skýrslu nefndar, sem viðskiptaráðherra skipaði til að fara yfir framkvæmd ábyrgðarveitinga, kemur fram að gera má ráð fyrir að um 90 þús. einstaklingar yfir 18 ára aldri séu í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum þriðja aðila. Það eru um það bil 47% allra Ís lendinga á þessum aldri.
    Flest bendir til þess að ábyrgðarskuldbindingar hér á landi séu mun algengari en annars staðar á Norðurlöndum eða Vestur-Evrópu. Þannig kemur fram í áðurnefndri skýrslu iðnað ar- og viðskiptaráðuneytisins, Ábyrgðarmenn fjárskuldbindinga (nóvember 1996), að höfundur norrænnar skýrslu um ábyrgðarveitingar telur að á 10% heimila á Norðurlöndum megi finna einstaklinga sem eru í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum annarra. Ef aðeins er tekið mið af upplýsingum sem fram koma í skýrslunni er ekki óvarlegt að ætla að á 60–80% heimila hér á landi megi finna einstaklinga yfir 18 ára aldri sem eru í persónulegri ábyrgð fyrir fjár skuldbindingum annarra. Því má fullyrða að þróun ábyrgðarskuldbindinga hér á landi hefur orðið önnur en annars staðar á Norðurlöndum.
    Með framlagningu þessa frumvarps, sem skiptist í sex kafla, er gerð tilraun til þess að sporna við þessari þróun sem flutningsmenn telja óásættanlega. Ýmsir möguleikar voru kannaðir í því sambandi en niðurstaðan varð sú að leggja til að reglurnar næðu til allra samninga og skuldabréfa þar sem einstaklingar skuldbinda sig persónulega til að tryggja efndir peningakröfu á hendur aðalskuldara. Reglunum er því ætlað að gilda um samninga þar sem einstaklingar takast á hendur persónulega ábyrgð eða ábyrgð fyrir hönd einkafirma síns og aðalskylda skuldara er greiðsla peninga.
    Reglunum er ekki ætlað að breyta ákvæðum laga um tékka eða víxillaga því þau eiga sér alþjóðlega skírskotun með rætur í alþjóðasamningum sem flestar vestrænar þjóðir eiga aðild að og einhliða breytingar aðildarríkja eru því óæskilegar. Rétt er þó að vekja athygli á 2. málsl. 2. mgr. 4. gr., sem kveður á um bann við afhendingu viðskiptabréfa með ábyrgðar mönnum í því skyni að tryggja kröfu á hendur aðalskuldara sem kann að stofnast í framtíð inni. Það ákvæði gildir um tékka og víxla en breytir ekki ákvæðum þeirra laga.
    Markmiðið með frumvarpinu er að lögfesta almennar reglur um stofnun, form og efni ábyrgðarsamninga, samskipti ábyrgðarmanna og kröfuhafa, upplýsingaskyldu kröfuhafa og ógildingarástæður.
    Frumvarpið byggist einkanlega á sjónarmiðum um neytendavernd. Nauðsyn hennar birtist meðal annars í aðstöðumun sem jafnan er á stöðu ábyrgðarmanna og viðsemjanda þeirra. Í flestum tilvikum er öll sérfræðiþekking í lánsviðskiptum hjá lánveitanda (kröfuhafa), auk þess sem ábyrgðarmaður sjálfur hefur sjaldnast nokkurn hag af samningum. Ástæður einstak linga fyrir því að gangast í ábyrgð eru oftar en ekki krafa lánastofnana eða annarra stórfyrir tækja um auknar tryggingar, auk þrýstings frá fjölskyldumeðlimum, vinum og kunningjum sem erfitt getur verið að standast þar sem afkoma og afdrif einstaklinga geta verið undir því komin að umbeðin fyrirgreiðsla fáist.
    Hér á landi virðist hafa verið lögð ríkari áhersla á að þriðji maður ábyrgðist efndir aðal skuldara en þekkist í nágrannalöndunum. Minni áhersla virðist hafa verið lögð á að lánveit andi láti fara fram faglegt mat á greiðslugetu lántakenda eins og skýrslan sem vitnað er til hér að framan ber með sér. Lánastofnanir virðast þess í stað hafa reynt að tryggja sér ábyrgð þriðja manns í því skyni að takmarka áhættu sína. Markmiðið með framlagningu frumvarps ins er því öðrum þræði að reyna að breyta vinnubrögðum lánastofnana frá því sem nú tíðkast í allt of ríkum mæli.
     Þá er eitt af markmiðum frumvarpsins að tryggja að upplýsingar um áhættu ábyrgðar manns liggi fyrir þegar ábyrgðarsamningur er undirritaður og styrkja eins og kostur er réttar stöðu ábyrgðarmanna. Þessi upplýsingagjöf kröfuhafa er forsenda samningsins og liggi upp lýsingar ekki nægjanlega skýrt fyrir við samningsgerð getur það leitt til þess að samning megi ógilda á grundvelli reglna frumvarpsins og almennra reglna um brostnar forsendur í samningum, sbr. III. kafla laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.
    Finna má mörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi um að forsenda þess að samningar tókust er að þriðji aðili, einstaklingur, tókst á herðar ábyrgð á efndum. Dæmi eru um tilvik þar sem samningsaðilum sjálfum var ljóst að aðalskuldari gæti aldrei efnt samning, en hann komist á þrátt fyrir það. Þetta hefur leitt til þess að ábyrgðarmenn hafa misst heimili sín og þannig hefur verið kippt stoðum undan fjárhagslegu og félagslegu öryggi heilu fjölskyldnanna, án þess að ábyrgðarmenn hafi nokkurn tíma haft af því hagsmuni að samningi væri komið á. Afleiðingarnar hafa oft verið mjög alvarlegar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild.
    Róttækustu breytingarnar sem frumvarpið felur í sér er þó að finna í 4. gr. Þar er í fyrsta lagi kveðið á um að ábyrgðarsamningar skuli vera skriflegir. Það er formskilyrði fyrir gildi þeirra. Rökin fyrir þessari breytingu eru þau að sönnunaraðstaða um efni ábyrgðarsamnings væri annars mjög erfið. Í reynd er það svo að flestir ábyrgðarsamningar eru skriflegir og því mun þetta ekki hafa mikla „praktíska“ breytingu í för með sér frá því fyrirkomulagi sem nú ríkir. Í 2. mgr. er kveðið á um að ábyrgðarsamningar, þar sem ekki er kveðið skýrt á um höf uðstól kröfu á hendur aðalskuldara, séu ógildir, auk þess sem óheimilt er að afhenda við skiptabréf með ábyrgðarmönnum til að tryggja kröfu. Þá er í 3. mgr. kveðið á um að ekki verði gerð aðför í fasteign ábyrgðarmanns, sem hann býr í, ef krafa á rót sína að rekja til ábyrgðarloforðs, auk þess sem þar er að finna ákvæði þess efnis að krafa um gjaldþrotaskipti verði ekki höfð uppi vegna kröfu sem á rót sína að rekja til ábyrgðarsamnings.
    Reglur 4. gr. frumvarpsins eiga sér sumpart fyrirmynd í reglu sem hefur verið lögfest víða í Bandaríkjunum, svokallaðri „Homestead exemption“-reglu (Homestead exemption for the house in wich the debtor lives, þ.e. „homestead“ merkir heimili skuldara). Í öllum saman burði við þessa reglu er rétt að hafa í huga að bandaríska reglan á við um gjaldþrotaskipti, en hér er ætlunin að setja almennar reglur um ábyrgðarmenn. „Homestead exemption“-reglan kveður á um að heimili skuldara renni ekki inn í gjaldþrotabú við skipti. Rökin að baki henni eru þau að það þjóni ekki hagsmunum samfélagsins að reka einstaklinga og fjölskyldur á dyr í kjölfar gjaldþrots; það auki aðeins á þann vanda sem fyrir er en leysi engan. Samfélagsleg vandamál vegna sundraðra heimila vegi þyngra en hagsmunir einstakra kröfuhafa af því að geta leitað efnda kröfu með því að selja hús ofan af skuldaranum. Tilvist reglunnar leiðir sjálfkrafa af sér að ríkar kröfur eru gerðar til samningsaðilanna sjálfra um fagleg vinnubrögð við samningsgerð. Sú staðreynd að gagnaðili eigi fasteign undanþiggur ekki viðsemjanda hans frá því að sýna ýtrustu aðgæslu við samningsgerð. Reglan sem er almenn tekur jafnt til aðalskuldara og ábyrgðarmanna og gengur því mjög langt í því að vernda fjölskylduna, mun lengra en hér er ætlunin, enda gildir þetta frumvarp aðeins um ábyrgðarmenn.
    Það er mat flutningsmanna að með framlagningu frumvarpsins sé á engan hátt vegið að eðlilegu samningsfrelsi í landinu. Samningsfrelsi er og verður ein af grundvallarreglum sam félagsins, þótt sú regla verði að sæta eðlilegum undantekningum sem finna má ýmis dæmi um í löggjöfinni. Má í því sambandi benda á ákvæði laga um nauðsyn þess að vernda vissa einstaklinga fyrir eigin gjörðum, eins og finna má dæmi um í ákvæðum lögræðis- og samn ingalaga. Þá hafa undantekningar frá meginreglunni um samningsfrelsi einstaklinga verið réttlættar með tilvísun til félagslegra þarfa, en dæmi um það má finna á víð og dreif í vinnu markaðslöggjöfinni. Þá má nefna ýmis ákvæði samkeppnislaga sem leggja hömlur á samn ingsfrelsi. Aðalmarkmið þeirra laga er að vernda eðlilega samkeppni og í hennar þágu eru lagðar kvaðir á óheft samningsfrelsi. Vernd samkeppninnar er því markmið í sjálfu sér sem löggjafinn hefur talið ástæðu til að vernda sérstaklega í þágu almennings. Að baki þeirri ákvörðun hvílir sú hugmyndafræði að verið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
    Rökin að baki þeim reglum sem hér er ætlunin að lögfesta er markmiðið um vernd einstak lingsins sökum þeirrar yfirburðastöðu sem lánveitendur hafa jafnan við samningsgerð, auk þess sem það er mat flutningsmanna að þróunin hér á landi hvað varðar fjölda ábyrgðar manna sé óþolandi, eins og skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber með sér. Það er því mat flutningsmanna að hindranirnar sem hugsanlega má finna í frumvarpinu verði réttlættar með þeim rökum að verið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Af framansögðu má ljóst vera að takmarkanir á óheftu samningsfrelsi borgaranna eru langt í frá nýlunda í íslenskri löggjöf þótt flutningsmenn séu almennt þeirrar skoðunar að jafnan þurfi að ígrunda og rökstyðja vel alla löggjöf sem skerðir á einhvern hátt meginregluna um óheft samningsfrelsi borgaranna. Það frelsi telja flutningsmenn að heyri til almennra mannréttinda.

Athugasemdir um einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.

    Lögum þessum er ætlað að gilda um samninga og skuldabréf þar sem einstaklingur hefur skuldbundið sig persónulega eða fyrir hönd einkafirma, til að tryggja efndir peningakröfu. Enn fremur er lögunum ætlað að gilda um sams konar samninga þar sem einstaklingar hafa veðsett eigur sínar til tryggingar efndum peningakröfu á hendur aðalskuldara. Lögin gilda um alla samninga einstaklinga þar sem þeir hafa ákveðið að gangast í ábyrgð gagnvart þriðja aðila og breytir engu hvort ábyrgðin er in solidum, pro rata, einföld eða annars konar ábyrgð, nema hvað lögunum er ekki ætlað að gilda um víxil- eða tékkaábyrgð. Aðalatriðið við mat á því hvort lögin taka til gerningsins er hvort einstaklingur hafi tekist á hendur ábyrgð þar sem aðalskylda aðalskuldara er greiðsla peninga. Lögin gilda um alla, í tilvikum þar sem fleiri en einn einstaklingur hefur undirritað ábyrgðarsamning.
    Lögunum er því ekki ætlað að gilda um ábyrgðaryfirlýsingar vegna verk- og/eða vinnu samninga eða annarra samninga þar sem kveðið er á um aðra aðalskyldu aðalskuldara en greiðslu peninga. Aðalskuldari getur verið hvort heldur einstaklingur eða lögaðili.
    Lögunum er ekki ætlað að breyta ákvæðum laga um tékka og víxillaga.

Um 2. og 3. gr.

    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.     

Um 4. gr.

    Í þessari grein kemur fram það formskilyrði fyrir gildi ábyrgðarsamnings að hann sé skriflegur. Í ábyrgðarsamningi eiga að koma fram hvaða upplýsingar lágu fyrir við samn ingsgerðina. Enn fremur skulu koma fram hvaða réttindi kröfuhafi áskilur sér gagnvart ábyrgðarmanni umfram það sem leiðir af lögum og venjum, ef einhverjar eru, því að ábyrgð armaður er ekki bundinn af öðrum skilyrðum en þeim sem fram koma í samningnum, nema lög eða venjur kveði á um annað. Ákvæðið nær einnig til handhafabréfa.
    Í 2. mgr. kemur fram að ábyrgðarsamningur, þar sem ekki kemur skýrt fram hver höfuð stóll kröfu er á hendur aðalskuldara, er ógildur. Jafnframt er óheimilt að kveða á um afhend ingu viðskiptabréfs með ábyrgðarmönnum til tryggingar óákveðinni kröfu. Þetta ákvæði hef ur í för með sér að óheimilt er að afhenda viðskiptabréf með ábyrgðarmönnum í því skyni að tryggja kröfu sem kann að stofnast á hendur aðalskuldara í óskilgreindri framtíð. Sem dæmi má nefna að verði frumvarpið að lögum geta bankar, lánastofnanir eða greiðslukorta fyrirtæki ekki lengur krafist þess að einstaklingar leggi fram viðskiptabréf, t.d. tryggingar víxil, með ábyrgðarmönnum áður en umbeðin fyrirgreiðsla fæst því slíkur samningur væri ógildur. Lögin eru ófrávíkjanleg og ákvæði í ábyrgðarsamningi sem fara í bága við ákvæði laganna eru ógild.
    Í 3. mgr. er að finna reglur sem þrengja efni ábyrgðarloforðs frá því sem nú er. Í fyrsta lagi verður ekki gerð aðför í fasteign ábyrgðarmanns, sem hann býr í eða fjölskylda hans, ef krafa á rót sína að rekja til ábyrgðarloforðs. Markmiðið með þessu ákvæði er að undan skilja heimili ábyrgðarmanns aðför vegna krafna sem eiga rætur að rekja til ábyrgðarsamn ings. Engu breytir hvort einn eða fleiri eru í ábyrgð, reglan gildir gagnvart öllum.
    Heimili ábyrgðarmanns og fjölskyldu hans telst sá staður þar sem fjölskyldan hefur að jafnaði bækistöð. Í því felst að heimilið er sá staður þar sem viðkomandi einstaklingur geym ir þá hluti sem honum eru nauðsynlegir í dagsins önn og eru til þess fallnir að halda eðlilegt heimili. Það má orða þessa skilgreiningu svo að heimili manns sé sá staður hvaðan viðkom andi gerir út sína tilveru. Við skilgreiningu á orðinu heimili þarf að sjálfsögðu að athuga hvar viðkomandi einstaklingur hefur skráð lögheimili, en það þarf þó ekki að vera úrslitaat riði. Á hinn bóginn takmarkar reglan ekki að aðför verði gerð í öðrum fasteignum eða eign um ábyrgðarmanns sem ekki eru undanskildar aðför, sbr. lög nr. 90/1989, þó svo að aðfarar heimild eigi rót sína að rekja til ábyrgðarloforðs. Ef ábyrgðarmaður heldur tvö heimili skal ekki gerð aðför í þeirri fasteign sem vegur þyngra í heimilishaldi fjölskyldunnar.
    Til að því markmiði verði náð að undanþiggja heimili aðför telja flutningsmenn nauðsyn legt að lögfesta reglu um að gjaldþrotaskipta verði ekki krafist á búi ábyrgðarmanns vegna kröfu sem á rót að rekja til ábyrgðarsamnings. Hins vegar ef til gjaldþrotaskipta kemur á búi ábyrgðarmanns njóta ábyrgðarkröfur stöðu samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti.     Reglan takmarkar ekki möguleika kröfuhafa á að ganga að veði, ef ábyrgðarsamningur er í formi veðsetningar á eign ábyrgðarmanns.
    Ábyrgðarmanni skal afhent eintak af ábyrgðarsamningi.
         

Um 5. gr.

    Greinin kveður á um upplýsingaskyldu kröfuhafa við samningsgerð. Vanræksla kröfuhafa á því að upplýsa ábyrgðarmann um atriði sem talin eru upp í greininni geta leitt til þess að ábyrgðarmaður er ekki bundinn við samning sinn, a.m.k. ekki ef vitneskja um atriði hefði getað haft áhrif á ákvörðun ábyrgðarmanns um að takast á hendur ábyrgð samkvæmt samn ingi. Í vafatilvikum hvílir sönnunarbyrðin um vanrækslu kröfuhafa á upplýsingagjöf á honum sjálfum.
    Markmiðið með þessu ákvæði er að ábyrgðarmanni sé ljós sú fjárhagslega áhætta sem hann tekst á herðar með undirritun ábyrgðarsamnings. Upptalningin er ekki tæmandi um hvaða upplýsingar þurfa að liggja fyrir við gerð ábyrgðarsamnings. Aðalatriðið við skýringu á því hvort kröfuhafi hafi uppfyllt upplýsingaskyldu sína lýtur að því hvort öll atriði sem gátu varpað ljósi á áhættu ábyrgðarmanns hafi legið fyrir við undirritun. Vanræksla kröfu hafa við samningsgerð getur leitt til þess að ábyrgðarloforðið sé ógildanlegt, sbr. III. kafla laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.
    Samkvæmt a-lið skal upplýsa ábyrgðarmann um kröfu sem hann ábyrgist, hvort tímamörk eru á ábyrgðinni, fyrningarreglur og hvernig henni verði slitið, höfuðstól kröfu, greiðslubyrði aðalskuldara, hlutfall ábyrgðar, kostnað sem ábyrgðarmanni er ætlað að ábyrgjast vegna inn heimtu og fullnustugerða o.s.frv.
    Í b-lið kemur fram að upplýsa skuli ábyrgðarmann um hvaða tryggingar hafa verið settar til að tryggja efndir aðalskuldara og hvers virði þær séu. Þar þarf að liggja til grundvallar mat á markaðsvirði eigna.
    Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að í c-lið kemur fram að ábyrgðarmaður eigi rétt á því að fá að vita um aðrar skuldbindingar aðalskuldara hjá viðkomandi lánveitanda og stöðu þeirra. Þessar upplýsingar verða þó ekki veittar nema að fengnu samþykki aðalskuld ara. Á hinn bóginn á ábyrgðarmaður rétt á því að fá að vita um neitun aðalskuldara um að ábyrgðarmaður fái upplýsingar um aðrar skuldir sínar hjá viðkomandi kröfuhafa áður en hann undirritar ábyrgðarsamning.

Um 6. gr.

    Hér er kveðið á um upplýsingaskyldu kröfuhafa vegna vanefnda aðalskuldara, auk þess sem kveðið er á um skyldu kröfuhafa til að tilkynna ábyrgðarmanni sérstaklega ef veð eða aðrar tryggingar, sem kunna að hafa áhrif á réttarstöðu hans, eru ekki lengur tiltækar eða líklegt að þær fari forgörðum á einhvern hátt. Þá skal kröfuhafi tilkynna ábyrgðarmanni um gjaldþrot eða andlát aðalskuldara verði hann þess vís.
    Hér er sú kvöð lögð á kröfuhafa að hann verði að tilkynna ábyrgðarmanni um vanefnd aðalskuldara ef hann ætlar að innheimta dráttarvexti hjá ábyrgðarmanni eða annan kostnað vegna vanefndanna.
    Vanræki kröfuhafi að sinna þessari tilkynningarskyldu ber hann ábyrgð á því tjóni sem ábyrgðarmaður kann að verða fyrir.
    Kröfuhafi skal tryggja sér sönnur á því að hann hafi uppfyllt þessa tilkynningarskyldu. Þetta á við að breyttu breytanda um 7. og 8. gr.

Um 7. gr.

    Í þessari grein kemur fram að kröfuhafi geti ekki svo gilt sé áskilið sér rétt til einhliða breytinga á ábyrgðarsamningi ef þær breytingar munu leiða til tjóns fyrir ábyrgðarmann. Þetta á þó ekki við um eðlilegar breytingar sem leiðir af upphaflega samningnum milli aðal skuldara og kröfuhafa, eins og breytingar á vöxtum, vísitölu eða öðrum kostnaði sem kröfu hafi hafði í upphaflegum samningi við aðalskuldara áskilið sér rétt til að breyta. Hér er enn fremur hnykkt á sjálfstæði réttarsambands ábyrgðarmanns og kröfuhafa og tekið fram að breyting á upphaflegum samningi kröfuhafa og aðalskuldara hefur ekki sjálfkrafa áhrif á ábyrgðarsamning. Þá er kröfuhafa óheimilt að krefja ábyrgðarmann um yfirlýsingu þess efnis að hann afsali sér öllum rétti til frambúðar á því að krefja kröfuhafa um bætur vegna van rækslu hans á að uppfylla þær kröfur sem ákvæði laga þessa gera til hans. Slík ákvæði eru ógild.

Um 8. gr.

    Hér er kveðið á um réttarstöðu ábyrgðarmanns í þeim tilvikum þegar kröfuhafi hefur gjaldfellt kröfu. Gjaldfelling kröfunnar hefur ekki áhrif gagnvart ábyrgðarmanni nema hon um hafi áður verið gefinn kostur á því að koma kröfunni í skil eða greiða hana upp. Í tilkynn ingunni skal greina skilmerkilega frá fjárhæðum sem ábyrgðarmaður þarf að greiða hyggist hann koma kröfunni í skil eða greiða hana upp. Að öðru leyti skýrir greinin sig sjálf.

Um 9. gr.

    Í greininni er hnykkt á þeirri meginreglu að kröfuhafi geti ekki fengið kröfu sína tví greidda. Hér er skírskotað til þeirrar þróunar, sem orðið hefur annars staðar á Norðurlönd um, að kröfuhafar geta keypt sér greiðslufallstryggingu vegna hugsanlegra vanefnda aðal skuldara.
    Ábyrgð á því að kröfu sé lýst í bú þrotamanns er kröfuhafa og hann ber hallann af því gagnvart ábyrgðarmanni ef hann vanrækir að lýsa kröfu í bú.
    Ef kröfuhafi gerir samning við aðalskuldara um að hann greiði aðeins hluta kröfu hefur slíkur samningur sams konar áhrif gagnvart ábyrgðarloforði ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmaður ábyrgist aðeins skuld aðalskuldara eins og hún eru hverju sinni gagnvart kröfuhafa þannig að ábyrgðarmaður verður ekki sóttur sérstaklega vegna greiðslna sem felldar eru niður í samningi kröfuhafa og aðalskuldara.

Um 10. gr.

    Það er ljóst að ábyrgðarmaður getur aldrei orðið ábyrgur fyrir efndum aðalskuldara ef aðalskuldari hefur aldrei orðið skuldbundinn samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slík til vik má nefna að ef aðalskuldari getur ekki skuldbundið sjálfan sig vegna lögræðisskorts verður ábyrgðarmaður ekki bundinn við efndir samningsins. Með öðrum orðum felst í yfirlýsingu ábyrgðarmanns að hann ábyrgist efndir aðalskuldara gagnvart kröfuhafa en ekki gildi samningsins sjálfs.
    Ef kröfuhafi samþykkir einhliða breytingar á öðrum tryggingarráðstöfunum, sem gerir stöðu ábyrgðarmanns verri en ella, er hann ekki lengur bundinn af ábyrgðarsamningi. Við skýringu á þessu ákvæði verður þó að hafa til hliðsjónar reglur kröfuréttarins um brostnar forsendur.
    Ef kröfuhafi veitir aðalskuldara einhliða greiðslufrest á gjalddaga og hann reynist ógjald fær þegar kemur að nýjum gjalddaga er ábyrgðarmaður ekki bundinn af ábyrgðarsamningi vegna þeirrar greiðslu, nema kröfuhafi geti sýnt fram á að gjaldfresturinn hafi ekki haft áhrif á greiðslugetu aðalskuldara á upphaflegum gjalddaga.

Um 11. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.