Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 407 – 323. mál.Frumvarp til lagaum ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)Um breytingu á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu
og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingu.

1. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. sbr. 3.–6. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 154/1995, skulu tekjur af sérstökum eignarskatti umfram 315 m.kr. renna í ríkissjóð á árinu 1998.

Um breytingu á lögum nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða.
2. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. laganna skal framlag ríkissjóðs á árinu 1998 eigi nema hærri fjár hæð en 12,5 m.kr.

Um breytingu á lögum nr. 12/1952, um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila.
3. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna skulu tekjur af erfðafjárskatti á árinu 1998 umfram 185 m.kr. renna í ríkissjóð.

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra,
með síðari breytingu.

4. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 161/1996, um hlutverk Framkvæmda sjóðs fatlaðra greiðist á árinu 1998 af ráðstöfunarfé sjóðsins, kostnaður við félagslega hæf ingu og endurhæfingu skv. 27. gr. laganna og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr. laganna.

Um breytingu á lögum nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar.
5. gr.

    Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein, er verður 23. gr. A, svohljóðandi:
    Atvinnuleysistryggingasjóður skal greiða hlutdeild í kostnaði við rekstur svæðisvinnumiðl ana, sbr. 22. gr. laga nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir, eins og kveðið er á um í fjár lögum hverju sinni.

Um breytingu á lögum nr. 46/1997, um Tryggingasjóð sjálfstætt
starfandi einstaklinga.

6. gr.

    Á eftir 4. mgr. 24. gr. laganna kemur ný málsgrein, er verður 5. mgr., svohljóðandi:
    Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga skal greiða hlutdeild í kostnaði við rekstur svæðisvinnumiðlana, sbr. 22. gr. laga nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir, eins og kveðið er á um í fjárlögum hverju sinni.

Um breytingu á lögum nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir.
7. gr.

    22. gr. laganna orðast svo:
    Kostnaður af rekstri Vinnumálastofnunar og svæðisvinnumiðlana greiðist af ríkissjóði og af tekjum Atvinnuleysistryggingasjóðs og Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga, eins og ákveðið er í fjárlögum hverju sinni.

Um breytingar á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar,
með síðari breytingum.

8. gr.

    2. mgr. 18. gr. laganna, sbr. 15. gr. laga nr. 148/1994, fellur brott.

9. gr.

    65. gr. laganna orðast svo:
    Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launa þróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

10. gr.

    6. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við lögin, sbr. 34. gr. laga nr. 144/1995, fellur brott.

11. gr.

    Við ákvæði laganna til bráðabirgða bætist nýr tölul., er verður 7. tölul., svohljóðandi:
  7.      Á árinu 1997 skal heimilt að hækka bætur almannatrygginga um allt að 6,6% umfram forsendur fjárlaga.

Um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald,
með síðari breytingu.

12. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 156/1996:
 a.          Í stað hlutfallstölunnar 1,3% í 1. mgr. kemur: 1,15%.
 b.          Í stað hlutfallstölunnar 3,95% í 3. mgr. kemur: 3,99%.
 c.          Í stað hlutfallstölunnar 3,0% í b-lið 5. mgr. kemur: 3,04%.
 d.          Í stað hlutfallstölunnar 3,5% í c-lið 5. mgr. kemur: 3,54%.
 e.          Í stað hlutfallstölunnar 4,6% í b-lið 6. mgr. kemur: 4,64%.
 f.          Í stað hlutfallstölunnar 4,25% í c-lið 6. mgr. kemur: 4,29%.

Um breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar,
með síðari breytingum.

13. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, sbr. 30. gr. laga nr. 29/1993, 2. gr. laga nr. 68/1996 og 67. gr. laga nr. 111/1992, skulu 1.064 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1998.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun
til framkvæmda í flugmálum, með síðari breytingu.

14. gr.

    Við 14. gr. laganna, sbr. 52. gr. laga nr. 144/1995, bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þó er heimilt að verja hluta þeirra til greiðslu stofnkostnaðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál,
með síðari breytingu.

15. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 23. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 15/1997, skulu tekjur af brunavarnagjaldi umfram 79 m.kr. renna í ríkissjóð á árinu 1998.

Gildistaka.
16. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998. Ákvæði 11. gr. skal þó öðlast gildi við birtingu.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Að venju byggir frumvarp til fjárlaga á ákveðnum forsendum um að lögum verði breytt til að markmið þeirra nái fram að ganga. Í samræmi við þann hátt sem hafður hefur verið á hefur öllum slíkum ákvæðum verið safnað í eitt frumvarp. Ákvæði þessa frumvarps eru þó nokkru færri en oft áður. Það stafar einkum af því að á undanförnum árum hefur verið gerð gangskör að því að afnema þá tilhögun, sem fest hafði rætur alltof víða og fólst í því, að framlög og útgjöld til ýmissa viðfangsefna voru bundin í lög, ýmist með eða án sérstakra tekjustofna. Með slíkum ákvæðum er fjárveitingavald Alþingis í raun fyrirfram bundið þegar að fjárlaga gerðinni kemur, en það dregur um leið úr þeim áhrifum sem fjárstjórnarvaldi Alþingis er með fjárlögum ætlað að hafa á hagstjórn ríkisins, til að gæta aðhalds í ríkisrekstri og ná jafnvægi í ríkisbúskap. Ákvæði um lögmælt framlög er þó enn víða að finna og kunna að vera rétt lætanleg og jafnvel æskileg að nokkru marki í ákveðnum tilvikum, t.d. þegar um sérstök átaks verkefni er að ræða. Slík framlög verða þó að sæta þeim skerðingum sem markmið fjárlaga frumvarpsins setja, enda þótt þörf fyrir sérstakar aðgerðir sé minni nú en oft áður. Af þeim sökum eru í 1., 2., 3., 4., 13. og 15. gr. lagðar til tímabundnar skerðingar á ráðstöfun nokkurra lögbundinna gjalda og tekna, en þær hafa þegar verið kynntar í 6. gr. frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1998. Í ljósi þess hvern áskilnað 1. mgr. 42. gr. stjórnarskrárinnar gerir um efni fjár laga þykir verða að leita eftir heimild til þeirra skerðinga í almennum lögum. Áform sem boðuð voru í 6. gr. fjárlagafrumvarpsins hafa þó breyst að tvennu leyti. Annars vegar er í 14. gr. þessa frumvarps lagt til, að heimild til að verja hluta tekna af flugvallargjaldi til greiðslu stofnkostnaðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir því sem ákveðið er á fjárlögum hverju sinni, verði gerð varanleg. Hins vegar hefur komið í ljós að gjaldstofn gjalds fyrir afnot loft fara í millilandaflugi af Keflavíkurflugvelli skv. 78. gr. laga nr. 34/1964, um loftferðir, með síðari breytingu, er breiðari en ætlað var. Tekjur af gjaldinu mæta því fleiri kostnaðarliðum en áður var talið heimilt þannig að umframtekjur skapast ekki. Áform 7. tölul. 6. gr. fjárlaga frumvarpsins falla því niður.
    Að auki er með frumvarpi þessu lagt til að nokkrum ákvæðum laga um fjárreiður atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða verði breytt. Er það í samræmi við minnkandi atvinnuleysi og aukna áherslu stjórnvalda á virkar vinnumarkaðsaðgerðir. Jafnframt er lagt til að ákvæði til bráðabirgða um árlega endurskoðun á bótum almanna trygginga verði gert varanlegt og bundin við gerð fjárlaga hverju sinni. Endurskoðun fjárhæðar þeirra ber þá að miða við sömu forsendur og fjárlög um almenna þróun launa á fjárlaga árinu, en verður þó bundin við vísitölu neysluverðs þannig að breytingar á þessum fjárhæðum geta aldrei farið niður fyrir það mark sem hún segir til um.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Samkvæmt lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, rennur sérstakur eignarskattur, sem lagður er á samkvæmt lögunum, í sérstakan sjóð sem varið skal til að standa straum af kostnaði við endurbætur á húsakosti menningarstofnana o.fl. Á árinu 1998 er gert ráð fyrir að tekjur af sérstökum eignarskatti verði 515 m.kr. Hér er lagt til að af þessum tekjum renni 200 m.kr. í ríkissjóð, samanborið við 150 m.kr. samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1997.

Um 2. gr.

    Samkvæmt lögum nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, skal verja 25 m.kr. árlega á árunum 1996 til 1999 til átaks verkefnisins. Hér er lagt til að framlag úr ríkissjóði á árinu 1998 verði 12,5 m.kr. í stað 25 m.kr.

Um 3.–4. gr.

    Hér er lagt til að tekjur Framkvæmdasjóðs fatlaðra af erfðafjárskatti verði 185 m.kr. á árinu 1998 og 235 m.kr. af skattinum renni í ríkissjóð. Þá er lagt til að sjóðurinn standi undir kostnaði við félagslega hæfingu og endurhæfingu og kostnaði við starfsemi stjórnarnefndar á árinu 1998 eins og undanfarin ár.

Um 5.–7. gr.

    Lagt er til að Atvinnuleysistryggingasjóður og Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga greiði hluta af kostnaði við svæðisvinnumiðlun samkvæmt lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Alþingi hefur nýlega samþykkt lög um vinnumarkaðsaðgerðir þar sem lögð er áhersla á að hjálpa atvinnulausum að ná fótfestu á vinnumarkaði. Jafnframt hefur ríkissjóður tekið við kostnaði af vinnumiðlun frá sveitarfélögum. Þar sem atvinnuleysistrygg ingasjóðir hafa verulega hagsmuni af því að vel takist til og í samræmi við þá stefnu að virkar aðgerðir komi í auknum mæli í stað óvirkra bótagreiðslna, þykir eðlilegt að sjóðirnir beri hluta kostnaðar við svæðisvinnumiðlun. Er það í samræmi við að atvinnuleysistryggingasjóður hefur styrkt átaksverkefni sveitarfélaga sem nú fara minnkandi vegna betra atvinnuástands. Hér er gerð tillaga um að sjóðirnir greiði um helming kostnaðar við svæðisvinnumiðlun, eða 100 m.kr., í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarpsins. Þegar á heildina er litið lækkar atvinnutryggingagjald hins vegar um 400 m.kr. vegna minna atvinnuleysis.

Um 8.–11. gr.

    Í stað núgildandi bráðabirgðaákvæðis um hækkun bóta almannatrygginga er í 9. gr. lagt til að þær verði framvegis endurskoðaðar árlega og breytt í samræmi við þróun launa, en hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er við það miðað að verðlagsmiðun ráði, ef verðlag hækkar meira en laun. Jafnframt er eðlilegt að fjárhæð bótanna verði ákveðin á fjárlögum hverju sinni, enda byggist viðmiðun þeirra á sömu for sendum og fjárlög um almenna þróun launa og verðlags á fjárlagaárinu. Þá er gert ráð fyrir að fjárhæðir frítekjumarka í 17. gr. laganna og greiðslur skv. 59. gr. verði samhliða bótafjár hæðum einnig ákveðnar árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Er því lagt til að 2. mgr. 18. gr. laganna falli brott. Loks er farið fram á heimild til að hækka bætur á árinu 1997 umfram forsendur fjárlaga.
    Tenging bóta almannatrygginga við vikukaup í almennri verkamannavinnu var afnumin árið 1996 í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að rjúfa sjálfvirkar tengingar skatta og útgjalda við breytingar sem ekki er á verksviði stjórnvalda að ákveða. Þessi stefna hefur átt þátt í þeim stöðugleika sem ríkt hefur hérlendis undanfarin ár. Hér er á hinn bóginn lögð til undantekning frá meginreglunni enda er verðtrygging nú orðið almennt viðhöfð við ákvörðun lífeyris greiðslna m.a. í lífeyrissjóðakerfinu.
    Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í maí sl. er hækkun bóta ákveðin 4% hinn 1. janúar 1998 og 3,65% hinn 1. janúar 1999. Er sú ákvörðun byggð á almennum kjarasamningum og áætlunum um þróun verðlags á tímabilinu. Breyting sú, sem hér er lögð til, veitir bótaþegum almannatrygginga tryggingu fyrir því að fjárhæð bóta geti aldrei farið niður fyrir það mark sem vísitala neysluverðs segir til um.
    Þær hækkanir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið 1998 og 1999 koma til viðbótar samtals 8,7% almennri hækkun á þessu ári, en þar af voru 6,6% umfram forsendur fjárlaga fyrir yfirstandandi ár, sbr. ákvæði 11. gr. frumvarps þessa.

Um 12. gr.

    Í staflið a er lagt til að hlutfall atvinnutryggingagjalds, sem rennur til atvinnuleysis trygginga, lækki um 0,15% í samræmi við minnkandi fjárþörf sjóðsins vegna minna atvinnuleysis. Útgjöld launagreiðenda verða því um 400 m.kr. minni en orðið hefði að óbreyttu skatthlutfalli. Í forsendum fjárlagafrumvarpsins er gert ráð fyrir 3,6% atvinnuleysi á næsta ári samanborið við spá um 4% atvinnuleysi á árinu 1997. Einnig er gert ráð fyrir að nokkuð dragi úr átaksverkefnum sveitarfélaga vegna bætts atvinnuástands, en á móti vegur að áformað er að hluti kostnaðar við svæðisvinnumiðlun verði fjármagnaður af atvinnu leysistryggingasjóðnum og Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga, sbr. 6. og 7. gr. þessa frumvarps. Að öllu samanlögðu er áætlað að lækka megi atvinnutryggingagjald um 0,15% eða 400 m.kr. á næsta ári.
    Í stafliðum b til f er lagt til að almennt tryggingagjald verði hækkað um 0,04% til að mæta um 100 m.kr. kostnaðarauka Tryggingastofnunar af fæðingarorlofi feðra, verði frumvarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þess efnis að lögum.

Um 13. gr.

    Lagt er til að af mörkuðum tekjum til vegagerðar renni 1.064 m.kr. í ríkissjóð á árinu 1998, samanborið við 854 m.kr. í fjárlögum fyrir árið 1997.

Um 14. gr.

    Samkvæmt lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, með síðari breytingum, skal tekjum af flugvallagjaldi varið til framkvæmda í flugmálum og til reksturs flugvalla. Hér er lagt til að heimilað verði að verja hluta þeirra til greiðslu stofnkostnaðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir því sem ákveðið er í fjárlögum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1998 er lagt til að 60 m.kr. af stofnkostnaði flugstöðvarinnar verði greiddar af tekjum af flugvallagjaldi á næsta ári.

Um 15. gr.

    Samkvæmt lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál, skal verja tekjum af bruna varnagjaldi til Brunamálastofnunar ríkisins. Tekjur af gjaldinu árið 1998 eru áætlaðar 90 m.kr. Hér er lagt til að tekjur af brunavarnagjaldi umfram 79 m.kr. renni í ríkissjóð á árinu 1998.

Um 16. gr.

    Gildistökuákvæði þarfnast ekki skýringa.Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um
ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998.

    Í frumvarpinu eru lagðar til nauðsynlegar lagabreytingar til að áform í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1998 nái fram að ganga. Verður fjallað um greinar frumvarpsins og lagt mat á áhrif þeirra á tekjur og gjöld ríkissjóðs.
    1. gr. Samkvæmt lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, rennur sérstakur eignarskattur í sjóð sem varið skal til að standa straum af kostnaði við endurbætur á húsakosti menningarstofnana o.fl. Á árinu 1998 er gert ráð fyrir að tekjur af sérstökum eignarskatti verði 515 m.kr. Í frumvarpinu er lagt til að tekjur umfram 315 m.kr. af skattinum, eða um 200 m.kr., renni í ríkissjóð samanborið við 150 m.kr. í fjárlögum 1997.
    2. gr. Samkvæmt lögum nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, skal verja 25 m.kr. árlega á árunum 1996 til 1999 til átaks verkefnisins. Framlag úr ríkissjóði á árinu 1998 verður 12,5 m.kr. í stað 25 m.kr. samkvæmt frumvarpinu.
    3.–4. gr. Lagt er til að tekjur Framkvæmdasjóðs fatlaðra af erfðafjárskatti verði 185 m.kr. á árinu 1998 og það sem fer umfram það renni í ríkissjóð, eða 235 m.kr. miðað við áætlaðar tekjur árið 1998. Þá er lagt til að sjóðurinn standi undir kostnaði við félagslega hæfingu og endurhæfingu og kostnaði við starfsemi stjórnarnefndar á árinu 1998 eins og undanfarin ár.
    5.–7. gr. Um fjármögnun svæðisvinnumiðlunar. Samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarps fyrir árið 1998 er heildarkostnaður við svæðisvinnumiðlun áætlaður um 200 m.kr. á ári og er áformað að þar af standi Atvinnuleysistryggingasjóður og Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga undir helmingi kostnaðarins, eða 100 m.kr. Lækka framlög úr ríkissjóði til verkefnisins að sama skapi.
    8.–10. gr. Um ákvæði í lögunum og ákvæði til bráðabirgða um hækkun á bótum almannatrygginga. Lagt er til að núgildandi ákvæði verði breytt. Ekki verður séð að breytingin hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs á næsta ári þar sem í forsendum fjárlaga er gert ráð fyrir að bætur hækki um 4% í upphafi árs 1998 sem er í samræmi við launaþróun í almennum kjara samningum og almenna verðlagsþróun, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, dags. 15. maí 1997.
    11. gr. Um hækkun bóta á árinu 1997. Lagt er til að bætur hækki um allt að 6,6% umfram forsendur fjárlaga. Áætlað er að kostnaður af hækkun bóta almannatrygginga um 4% í mars og 2,5% í ágúst sl. kosti ríkissjóð árlega 1.250 m.kr. Þar af er heimilt að hækka bætur um 3% umfram forsendur fjárlaga samkvæmt gildandi lögum, eða um 570 m.kr.
    12. gr. Um lækkun á atvinnutryggingagjaldi og hækkun á almennu hlutfalli tryggingagjalds. Atvinnutryggingagjaldi er ætlað að standa undir útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs og Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga. Miðað við áætlaða fjárþörf sjóðanna á næsta ári, sem tekur mið af spá um atvinnuleysi, og áætlun um rekstrarkostnað og styrki til átaksverkefna má lækka gjaldið um 0,15%, eða sem nemur 400 m.kr. á næsta ári. Á móti hækkar almennt hlutfall tryggingagjalds um 0,04% til að standa undir kostnaði Tryggingastofnunar ríkisins af fæðingarorlofi karla í tvær vikur. Hækka tekjur af almennu tryggingagjaldi um 100 m.kr. á ári vegna þessa. Samtals er nettólækkun tekna af trygginga gjaldi og atvinnutryggingagjaldi því áætluð 300 m.kr.
    13. gr. Lagt er til að af mörkuðum tekjum til vegagerðar renni 1.064 m.kr. í ríkissjóð á árinu 1998 samanborið við 854 m.kr. í fjárlögum 1997.
    14. gr. Samkvæmt lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, með síðari breytingum, skal tekjum af flugvallagjaldi varið til framkvæmda í flugmálum og til reksturs flugvalla. Lagt er til að einnig verði heimilt að verja tekjum af flug vallagjaldi til greiðslu stofnkostnaðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 er lagt til að 60 m.kr. af stofnkostnaði flugstöðvarinnar verði greiddar af tekjum af flugvallagjaldi.
    15. gr. Samkvæmt lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál, skal verja tekjum af brunavarnagjaldi til Brunamálastofnunar ríkisins. Tekjur af gjaldinu árið 1998 eru áætlaðar 90 m.kr. Lagt er til að tekjur af brunavarnagjaldi umfram 79 m.kr. renni í ríkissjóð á árinu 1998.
    Samanlagt hefur frumvarpið þau áhrif að greiðslur úr ríkissjóði á árinu 1998 verða 1.680 m.kr. lægri en annars hefði orðið, þar af eru 1.520 m.kr. vegna sérstakra skerðingarákvæða. Þá hefur frumvarpið þau áhrif að tekjur ríkissjóðs verða 300 m.kr. lægri en orðið hefði að óbreyttum lögum um tryggingagjald. Loks aukast árleg útgjöld um tæplega 680 m.kr. vegna hækkunar á bótum almanna- og atvinnuleysistrygginga umfram 3% frá forsendum fjárlaga á árinu 1997.