Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 416 – 330. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



Breytingar á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

1. gr.

    Orðin „annarra launagreiðenda en ríkissjóðs“ í 3. mgr. 33. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
a.      Við 1. mgr. laganna bætist svohljóðandi málsliður: Fjármálaráðherra getur einnig ákveðið að stofnanir sem fá framlög í fjárlögum greiði til B-deildar sjóðsins viðbótariðgjald, 9,5% af iðgjaldsstofni og skulu tekjur sjóðsins af viðbótariðgjaldinu ár hvert dragast frá endur greiðslu ríkissjóðs vegna hækkana á lífeyri skv. 1. mgr. 33. gr.
b.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
              Stjórn sjóðsins er að fengnu samþykki fjármálaráðherra heimilt að semja um iðgjald frá launagreiðendum til viðbótar við iðgjald þeirra skv. 23. gr. til lúkningar á nýjum skuld bindingum skv. 1. mgr. 33. gr. Launagreiðandi, sem greiðir viðbótariðgjald samkvæmt þessari grein, ber ekki frekari ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins vegna þess tímabils og þeirra starfsmanna sem viðbótariðgjald er greitt fyrir.
    

Breytingar á lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.
3. gr.

    Við 20. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Stjórn sjóðsins er heimilt að fengnu samþykki fjármálaráðherra að taka við skuldabréfi til greiðslu á áföllnum skuldbindingum skv. 1. mgr., enda sé skuldin tryggð með fullnægjandi hætti. Skuldbindingin sem gerð er upp skal byggð á tryggingafræðilegu mati miðað við upp gjörsdag. Launagreiðandi sem gert hefur upp skuldbindingu sína með útgáfu skuldabréfs sam kvæmt þessari málsgrein ber ekki frekari ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins vegna þess tíma bils og þeirra starfsmanna sem uppgjörið tekur til.
    Fjármálaráðherra getur ákveðið að stofnanir sem fá framlög í fjárlögum greiði til sjóðsins viðbótariðgjald, 9,5% af iðgjaldsstofni og skulu tekjur sjóðsins af viðbótariðgjaldinu ár hvert dragast frá endurgreiðslu ríkissjóðs vegna hækkana á lífeyri skv. 1. mgr.
    Stjórn sjóðsins er að fengnu samþykki fjármálaráðherra heimilt að semja um iðgjald frá launagreiðendum til viðbótar við iðgjald þeirra skv. 7. gr. til lúkningar á nýjum skuldbind ingum skv. 1. mgr. þessarar greinar. Launagreiðandi, sem greiðir viðbótariðgjald samkvæmt þessari grein, ber ekki frekari ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins vegna þess tímabils og þeirra starfsmanna sem viðbótariðgjald er greitt fyrir.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Efni frumvarps þessa er tvíþætt. Annars vegar er tilgangur þess að gera launagreiðendum sem tryggja starfsmenn sína í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunar fræðinga kleift að gera upp skuldbindingar sínar við sjóðina með því að greiða áfallnar skuld bindingar með skuldabréfum og að greiða viðbótariðgjöld til lúkningar á þeim skuldbind ingum sem falla til ár hvert. Hins vegar er tilgangurinn að ryðja því braut að ríkisstofnanir greiði iðgjöld til B-deildar LSR og LH sem nálgast það að vera hin sömu og greitt væri af laun um þeirra sem tryggðir eru í A-deild LSR. Með því næst sá árangur að gjaldfærður launakostn aður hverrar stofnunar er nær því að gefa rétta mynd en nú er og að eytt er því misræmi sem ella yrði á milli stofnana eftir því hvort starfsmenn eru að meira eða minna leyti í A-deild LSR.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 er á sérstökum fjárlagaliðum gert ráð fyrir fé annars vegar um einum milljarði króna til að mæta kostnaði sem fylgir auknum greiðslum launagreið enda vegna þeirra starfsmanna sem eru í A-deild LSR og hins vegar um 1,5 milljarði króna til að greiða lífeyrishækkanir. Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir því að auknar iðgjaldagreiðslur ríkisstofnana komi til frádráttar á endurgreiðslum vegna lífeyrishækkana mun frumvarpið, ef samþykkt verður, ekki leiða til aukinna útgjalda. Breytingin, ásamt því að starfsmenn hafa að hluta til fært sig yfir í A-deild LSR, kallar á það að fjárveitingar verði færðar af framan greindum liðum yfir á fjárlagaliði einstakra stofnana.
    Í lögum um LSR er heimild til handa sjóðnum að taka við skuldabréfum til uppgjörs á áföllnum skuldbindingum launagreiðenda annarra en ríkisins. Hefur ákvæði þetta þegar verið notað til að gera upp skuldbindingar Pósts og síma hf. og Skýrr hf. og í undirbúningi er uppgjör vegna Sementsverksmiðjunnar hf. Uppgjör skuldbindinga þeirra stofnana sem ætlað er að starfa sem hlutafélög er nauðsynlegt. Það er jafnframt æskilegt fyrir aðrar stofnanir, einkum þær sem ætlað er að standa undir kostnaði við starfsemi sína að öllu eða verulegu leyti með eigin aflafé. Uppgjör með þeim hætti sem gert var mögulegt með lagabreytingu í lok síðasta árs hefur reynst vel. Með frumvarpinu er lagt til að þessi heimild verði víkkuð og verði ekki lengur takmörkuð við aðra launagreiðendur en ríkið. Er einkum litið til þess að með þeirri breytingu verði unnt að gera upp skuldbindingar B-hluta stofnana og fyrirtækja.
    Framangreind heimild er miðuð við uppgjör áfallinna skuldbindinga. Í frumvarpinu er auk þess gert ráð fyrir heimild til að semja um að launagreiðendur geti losnað undan nýmyndun skuldbindinga með því að greiða viðbótariðgjald til sjóðanna. Auk þess að losna þannig undan óvissum skuldbindingum mun það leiða til þess að litlu skiptir fyrir þá í greiðslum hverju sinni hvort starfsmenn eru í A-deild LSR eða í eldra tryggingakerfi sjóðanna þar sem gera má ráð fyrir að heildariðgjöldin verði svipuð í báðum tilvikum. Rétt þykir hins vegar að lögbinda ekki viðbótariðgjaldið en gert er ráð fyrir að um það verði samið hverju sinni á grundvelli trygg ingafræðilegrar úttektar eins og þegar áfallnar skuldbindingar eru gerðar upp.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. og 2. gr.

    Í greinunum er að finna þrjár breytingar á lögum um LSR. Í 1. gr. er lagt til að núverandi takmörkun á heimild til uppgjörs á skuldbindingum með skuldabréfi verði afnumin. Í a-lið 2. gr. er gert ráð fyrir að fjármálaráðherra geti ákveðið að stofnanir ríkisins greiði viðbótar iðgjald til B-deildar LSR og að það komi til frádráttar á greiðslum ríkissjóðs vegna lífeyris hækkana. Í b-lið 2. gr. er kveðið á um heimild til að semja við launagreiðendur um viðbótar iðgjald, þ.e. samtímagreiðslu til að standa undir þeim skuldbindingum sem aðild að deildinni fylgja.

Um 3. gr.

    Í greininni eru ákvæði um að gera sömu breytingar á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunar fræðinga og lagt er til að gerðar verði vegna B-deildar LSR.

Um 4. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.

    Með frumvarpi þessu er fyrirhugað í fyrsta lagi að launagreiðendur, þar með taldar ríkisstofnanir, geti greitt upp með skuldabréfum allar áfallnar skuldbindingar vegna starfsmanna sinna sem tryggðir eru í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og í B-deild Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Auk þess geti sömu aðilar samið við sjóðina um greiðslu viðbótar iðgjalds til að mæta myndun nýrra lífeyrisskuldbindinga. Í öðru lagi verði heimilt að taka upp það fyrirkomulag að ríkisstofnanir greiði álíka hátt iðgjald, 15,5%, vegna starfsmanna sem eru í B-deildum sjóðanna og þeirra sem eru í A-deildum sjóðanna en að það dragist frá endurgreiðslum á lífeyrishækkunum til B-deildanna frá ríkissjóði.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 er á fjárlagaliðnum 09-381 Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun gert ráð fyrir fjárheimild að fjárhæð 1,5 milljörðum kr. til þess að greiða lífeyrishækkanir á árinu. Þar sem viðbótariðgjöld ríkisstofnana vegna starfsmanna í B-deildum sjóð anna kæmu til frádráttar þeim lífeyrisuppbótum samkvæmt frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hækkun iðgjaldanna valdi auknum útgjöldum hjá ríkissjóði. Verði frumvarpið að lögum er fyrirhugað að færa fjárheimildir af framangreindum fjárlagalið til liða stofnana í A-hluta í samræmi við þá hækkun sem áætlað er að verði á launakostnaði þeirra í hverju tilviki.