Ferill 165. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 449 – 165. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um háskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, HjÁ,TIO, ArnbS, ÁJ, VH).



     1.      Við 13. gr. Á eftir orðinu „háskólaráði“ í 5. málsl. 1. mgr. komi: að jafnaði.
     2.      Við 14. gr.
           a.      Við síðari málslið 2. mgr. bætist: án auglýsingar.
           b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                          Rektor verður ekki leystur frá störfum án þess að það sé borið undir háskólaráð og hljóti samþykki meiri hluta þess.
     3.      Við 17. gr. Í stað orðsins „deildarráðs“ í fyrri málslið komi: deildar.
     4.      Við 19. gr. 3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Menntamálaráðherra er heimilt að gera samning við hvern skóla um þjónustu og verkefni og greiðslur ríkisins fyrir þau í þeim tilgangi að skólarnir taki á sig aukna rekstrarábyrgð.
     5.      Við 20. gr. Í stað orðsins „stúdenta“ í fyrri og síðari málslið 1. tölul. komi: nemenda.