Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 454 – 167. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Kennara- og uppeldisháskóla Íslands.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
            a.      Í stað orðanna „Kennara- og uppeldisháskóli Íslands“ í 1. mgr. og hvarvetna þar sem þau koma fyrir í frumvarpinu komi í viðeigandi föllum: Kennaraháskóli Íslands.
            b.      Á eftir orðinu „kennslu“ í síðari málslið 1. mgr. komi: þjálfunar.
     2.      Við ákvæði til bráðabirgða.
            a.      A-liður orðist svo: Nemendur, sem við gildistöku laga þessara stunda nám í þeim skólum sem eru sameinaðir með lögum þessum og ljúka námi áður en þau koma til fullra framkvæmda, eiga rétt á að ljúka prófum samkvæmt gildandi námsskipulagi skólanna við gildistöku laganna. Háskólaráði, sbr. e-lið, er heimilt að ákveða að þeir nemendur geti lokið háskólaprófgráðu.
            b.      B-liður orðist svo: Núverandi rektor Kennaraháskóla Íslands er rektor hins nýja Kennaraháskóla Íslands þar til nýr rektor hefur verið skipaður, sbr. e-lið. Störf skólastjóra Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands eru lögð niður frá og með 1. janúar 1998. Þó skulu þeir sem gegna þessum störfum við gildistöku laganna eiga rétt til starfa hjá Kennaraháskóla Íslands sam kvæmt c- og d-lið.
            c.      Í stað orðsins „fastráðnir“ í fyrri málslið c-liðar komi: ótímabundið ráðnir.
            d.      Í stað orðsins „fastráðinna“ í 1. málsl. d-liðar komi: ótímabundið ráðinna.
            e.      Í stað ártalsins „1999“ í 2. málsl. d-liðar komi: 2001.
     3.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um Kennaraháskóla Íslands.