Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 457 – 249. mál.Nefndarálitum frv. til l. um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Steingrím Ara Arason, Indriða Þor láksson, Magnús Pétursson, Margréti Gunnlaugsdóttur og Áslaugu Guðjónsdóttur frá fjár málaráðuneyti, Grétar Þorsteinsson og Ástráð Haraldsson frá ASÍ, Þórarinn V. Þórarinsson frá VSÍ, Hrafn Magnússon, Kára Arnór Kárason og Benedikt Davíðsson frá Sambandi al mennra lífeyrissjóða, Birgi Björn Sigurjónsson og Mörthu Á. Hjálmarsdóttur frá BHM, Eirík Jónsson frá KÍ, Friðbert Traustason frá Sambandi íslenskra bankamanna, Jónas Friðrik Jónsson frá Verslunarráði Íslands, Finn Sveinbjörnsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Gunnar Baldvinsson frá Samtökum verðbréfafyrirtækja, Erlend Lárusson og Jóhönnu Gústafsdóttur frá Vátryggingaeftirlitinu og Þórð Ólafsson og Ástu Þórarinsdóttur frá Seðlabanka Íslands.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Lífeyrissjóði Félags íslenskra stjórnarstarfs manna á Keflavíkurflugvelli, Neytendasamtökunum, Lífeyrissjóði Bolungarvíkur, Hagli, Verslunarráði Íslands, Seðlabanka Íslands, Vátryggingaeftirlitinu, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Vinnu veitendasambandi Íslands, Samtökum verðbréfafyrirtækja, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Samtökum fólks um lífeyrissparnað, Sambandi almennra lífeyrissjóða, Alþýðusambandi Íslands, Vinnumálasambandinu, Landssambandi lífeyrissjóða og Sambandi almennra lífeyrissjóða.
    Ákvæði frumvarpsins miða að því að setja almenna umgjörð um skyldutryggingu lífeyr isréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Því er fyrst og fremst ætlað að skilgreina inntak skyldu tryggingarinnar og samninga um lífeyrissparnað, setja almenn skilyrði fyrir starfsemi lífeyr issjóða og heimildum þeirra til fjárfestingar og kveða á um eftirlit með lífeyrissjóðum. Gert er ráð fyrir að nánar verði kveðið á um starfsemi einstakra sjóða í staðfestum samþykktum þeirra en auk þess verði í almennri reglugerð kveðið nánar á um ýmis ákvæði laganna.
    Nefndin skoðaði sérstaklega athugasemdir við 2. gr. frumvarpsins. Af því tilefni vill nefndin árétta þann skilning á ákvæði 2. gr. að þótt viðurkennt sé að hóptrygging lífeyris sjóðanna sé mikilvæg forsenda núverandi réttindaávinnslu og vandséð á hvern veg henni yrði náð með einstaklingsbundinni aðild að sjóðunum er grundvöllur að starfsemi lífeyris sjóðanna ekki við það bundinn að þvinga sjálfstætt starfandi menn til þátttöku. Þá er það einnig skilningur nefndarinnar með hliðsjón af ákvæði 2. gr. að starfi einstaklingur án þess að ráðningarbundin starfskjör hans grundvallist að nokkru leyti á kjarasamningi þá sé hann óbundinn af aðild að tilteknum lífeyrissjóði. Þetta er áréttað vegna þess að í athugasemdum við 2. gr. er orðalag aðeins öðruvísi.
    Þá ræddi nefndin einnig athugasemdir við 5. gr.frumvarpsins um fjárhagslegan aðskilnað. Nefndin telur rétt að taka það fram að ákvæði um fjárhagslegan aðskilnað í 5. gr. skuli túlkað á sama hátt og 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga og það falli í hlut samkeppnisyfirvalda að úrskurða í ágreiningsmálum sem því tengjast.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lögð er til sú orðalagsbreyting á 2. gr. að orðasambandið „að öðru leyti“ verði fellt út úr 1. málsl. 2. mgr. en því er talið ofaukið í greininni.
     2.      Lagðar eru breytingar á 3. og 6. gr. Breytingar á 6. gr. miða að því að ríkisskattstjóri hafi eftirlit með að skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé sinnt og að lífeyrissjóðir og launagreiðendur sendi honum upplýsingar um iðgjaldaskil. Einnig er við það miðað að lífeyrissjóðirnir sjái sjálfir um innheimtuna en í þeim tilvikum þar sem engar upplýsing ar liggja fyrir um aðild verði Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda falið að innheimta iðgjaldið. Í þessu felst sú breyting að horfið er frá því að fela ríkisskattstjóra að leggja á menn ið gjald. Í samræmi við þessar breytingar eru lagðar til breytingar á 3. gr. um iðgjalds stofninn. Þeirri breytingu er ætlað að auðvelda eftirlitið með því að skilgreina stofninn þannig að hann falli sem best að upplýsingum í framtölum og á launamiðum. Jafnframt felst í þessu sú efnisbreyting að ekki verður tekið iðgjald af hlunnindum, enda almennt ekki gert nú.
     3.      Lögð er til sú breyting á 7. gr. að eindagi iðgjaldagreiðslutímabils verði hinn sami hjá öllum sjóðum. Eindagi verði síðasti dagur sama mánaðar og iðgjald fellur í gjalddaga.
     4.      Lögð er til sú viðbót við 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. að rétthafa sé heimilt að framselja, veðsetja eða á annan hátt ráðstafa innstæðu eða réttindum samkvæmt samningi um viðbót artryggingarvernd eða lífeyrisréttindi í séreign ef samkomulag er gert skv. 1.–3. tölul. 3. mgr. 14. gr.
     5.      Lagðar eru til tvær breytingar á 9. gr. Annars vegar er lögð til sú breyting á 4. málsl. 1. mgr. að heimilt sé að segja upp samningi um viðbótartryggingavernd og séreignasparnað með sex mánaða fyrirvara, en orðalag takmarkist ekki eingöngu við samning um við bótartryggingavernd. Hins vegar er lögð til orðalagsbreyting á 5. málsl. 1. mgr. sem miðar að því að gera ákvæðið skýrara. Ákvæðið felur það í sér að uppsögn á framan greindum samningi tekur ekki gildi fyrr en sá sem segir samningi upp hefur sannanlega tilkynnt hana til þess lífeyrissjóðs sem ráðstafar iðgjaldi hans til lágmarkstrygginga verndar.
     6.      Lögð er til sú breyting á 2. málsl. 3. mgr. 14. gr. að hugtaksskilgreining er gerð nákvæmari og í stað sambúðar verði í ákvæðinu rætt um óvígða sambúð, sbr. 16. gr.
     7.      Lagðar eru til tvær breytingar á 16. gr. Annars vegar er lögð til breyting á 1. mgr. sem kveður á um að lífeyrissjóður skuli greiða lífeyri til maka látins sjóðfélaga ef hann hefur greitt iðgjöld til lífeyrissjóðs í a.m.k. 24 mánuði á undanförnum 36 mánuðum fyrir and lát sitt eða notið elli- eða örorkulífeyris. Breytingin miðar að því að bætt verði við til vísun um rétt til framreiknings skv. 3. mgr. 15. gr., en með því er tryggt að réttindi maka skerðist ekki vegna tímabundinnar fjarveru sjóðfélaga á vinnumarkaði. Hins vegar er lögð til sú breyting á 4. mgr. að bætt verði við orðinu „framreikningsreglur“ í upptaln ingu á því sem setja skal frekari ákvæði um í samþykktir lífeyrissjóða.
     8.      Lagðar eru til tvær breytingar á 17. gr. Sú fyrri er efnislega sambærileg breytingu sem lögð er til á 1. mgr. 16. gr., sbr. 7. lið hér að framan, en í 1. mgr. 17. gr. segir að ef sjóð félagi hefur greitt iðgjöld til lífeyrissjóðs í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuð um eða notið elli- og örorkulífeyris við andlátið skuli börn hans og kjörbörn sem yngri eru en 18 ára eiga rétt á lífeyri til 18 ára aldurs. Breytingin miðar að því að bætt verði við tilvísun um rétt til framreiknings skv. 3. mgr. 15. gr. Síðari breytingin lýtur að því hvaða ákvæði skuli sett í samþykktir lífeyrissjóða um barnalífeyri. Lagt er til að við 3. mgr. bætist ákvæði um að setja skuli reglur um hvaða fjárhæð skuli greiða þegar maka lífeyrir vegna barns er ekki greiddur, en slík tilfelli geta komið upp þegar einstætt for eldri fellur frá eða ef báðir foreldrar falla frá á sama tíma.
     9.      Lagðar eru til tvær breytingar á 18. gr. Annars vegar er lagt til að sjóðfélagi sjálfur og ríkisskattstjóri eigi ótvírætt rétt á aðgangi að upplýsingum úr skrá þeirri sem lífeyrissjóðum er skylt að halda skv. 1. mgr. Eðlilegt þykir að sjóðfélagi eigi sjálfstæðan rétt til upplýsinga um réttindi sín hjá lífeyrissjóði. Þá er talið nauðsynlegt að ríkisskattstjóra sé veitt slík heimild vegna eftirlitshlutverks hans skv. 6. gr. Hins vegar er lagt til að á eftir 2. mgr. verði bætt við nýrri málsgrein sem kveður á um að sjóðfélagi eigi rétt á að lífeyrissjóður rökstyðji skriflega ákvörðun er hann varðar. Í rökstuddri ákvörðun skal getið um rétt sjóðfélaga til að skjóta ákvörðun til gerðardóms, sbr. 33. gr. Sjá umfjöllun um gerðardóm í 11. lið hér á eftir.
     10.      Lagðar eru til tvær breytingar á 19. gr. Annars vegar er lagt til að bætt verði við ákvæði í síðari málslið 2. mgr. um að í reglugerð sem m.a. kveður á um skiptingu lífeyris greiðslna milli sjóða þegar lífeyrisréttindi hafa myndast í fleiri en einum sjóði skuli einnig kveðið á um hvernig þau réttindi leggjast saman. Hins vegar er lagt til að við síð ari málslið 4. mgr. bætist að ekki sé heimilt nema á tryggingafræðilegum forsendum að takmarka endurgreiðslu iðgjalda til erlendra ríkisborgara þegar þeir flytja úr landi, enda sé slíkt ekki óheimilt samkvæmt milliríkjasamningi.
     11.      Lagt er til að ný grein bætist við frumvarpið er verði 33. gr. Í greininni segir að ef sjóðfélagi vill ekki una úrskurði sjóðstjórnar í máli er hann hefur skotið til hennar geti hann vísað því til gerðardóms sem skipaður skal þremur mönnum, einum tilnefndum af við komandi sjóðfélaga, einum tilnefndum af viðkomandi lífeyrissjóði og oddamanni til nefndum af bankaeftirliti Seðlabanka Íslands eða öðrum þeim aðila sem tilgreindur er í samþykktum viðkomandi sjóðs. Úrskurður gerðardóms er bindandi fyrir báða aðila. Málskostnaði skal skipt milli málsaðila eftir mati dómsins, en þó skal sjóðfélagi ekki greiða meira en 1/ 3hluta hans. Um málsmeðferð fyrir gerðardómnum fer samkvæmt lögum um samningsbundna gerðardóma.
     12.      Lagðar eru til breytingar á 34. og 35. gr. sem miða að því að aðgreina nánar bankaeftirlitið sem eftirlitsaðila annars vegar og sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila lífeyrissjóða hins vegar.
     13.      Lagðar eru til tvær breytingar á 36. gr. Annars vegar er lögð til breyting á 10. tölul. 1. mgr. sem kveður á um að lífeyrissjóði sé heimilt að ávaxta fé sitt með gerð afleiða sem draga úr áhættu sjóðsins. Lagt er til að í stað orðsins „afleiða“ komi orðið „afleiðu samninga“. Breytingin er lögð til þar sem hugtakið „afleiða“ er hvergi að finna skil greint í íslenskum rétti. Hins vegar er hugtakið afleiðusamningur notað í þessu samhengi og það skilgreint í 2. gr. reglna Seðlabanka Íslands frá 14. júní 1996 um mat á áhættu grunni við útreikning á eiginfjárhlutfalli lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu. Hins vegar er lagt til að bætt verði við undantekningu á ákvæði 3. málsl., sem kveður á um að lífeyrissjóði sé eigi heimilt að að eiga meira en 15% af hlutafé í hverju fyrirtæki né meira en 25% af hlutdeildarskírteinum útgefnum af sama aðila. Breytingin miðar að því að lífeyrissjóði sé heimilt að eiga meira en 15% af hlutafé í fyrirtæki sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðina sjálfa. Þessi undanþága frá hinni almennu reglu um hámarkseign er talin nauðsynleg þar sem sjóðirnir þurfa að geta stofnað félög um tiltekna þætti í starfsemi sinni.

Alþingi, 10. des. 1997.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.Jón Baldvin Hannibalsson.

Sólveig Pétursdóttir.     


Einar Oddur Kristjánsson.     


Valgerður Sverrisdóttir.     Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.


Steingrímur J. Sigfússon.     


Gunnlaugur M. Sigmundsson,
með fyrirvara.